Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 7

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 7
tpurninga um hana. Eg skil ekki af hverju fólk spyr, hvernig ég hafi getað þolað slikt heimilis- hald. Heimili mömmu var sannarlega heimili. Og Judy Garland var móðir min og ég unni henni alls hugar.” ,,Ég man eftir þeirri Judy Garland, sem gerði að gamni sinu — sem átti það til að ganga eftir götunni og gretta sig framan i fólk að gamni sinu. Ég man þá Judy Garland, sem átti það til að læðast inn i kvikmyndahúsin i hliðargötunum til þess að horfa á teiknimyndir, sem komu henni til að hlæja. Man enginn annar en ég eftir þessu”? Og aftur bregður fyrir einhverri viðkvæmni i and- liti Lornu Luft. Lorna Luft kom nýlega fram i sjónvarpsþætti og þegar hún kom til upptökunnar, var verið að undirbua til sýningar mynd með Judy Garland, þar sem hún söng lagið ,,You Made Me Love You”. ,,Vi(ð Joey bróðir sungum þetta lag alltaf um húsið, sem við bjuggum i”, sagði hún. „Mamma imyndaði sér himna- riki eins og stað, þar sem hægt væri að ganga um allt og enginn vissi hver maður væri. Hún þráði heitt að geta gengið óáreitt um göturnar, án þess að nokkur þekkti hana. Sem stendur þráir Lorna Luft ekki það sama. Hún vill að fólk bendi á sig á götu og segi: „Þetta er Lorna Luft '. En hun kærir sig ekki um að fólk hvisli: ”Þetta er dóttir Judy Garland”, Henni finnst samt enn verra, ef hún heyrir einhvers staðar muldrað: „Þetta er systir Lizu Minelli”. „Ég hef oftar en einu sinni fundið til öfundar i hennar garð”, játar hún, „En gleymið þvi ekki, að ég var enn i skóla, þegar Liza var byrjuð að vinna. Ég verð oft að sannfæra sjálfa mig um, að minn timi eigi eftir að koma.” „En Liza hefur komið dásam- lega fram gagnvart mér. Þegar hún komst að þvi, að mér gekk ekki sérlega vel, lét hún umboðs- menn sina vinna fyrir mig. Ég er henni afar þakklát fyrir alla þá hjálp, sem hún hefur látið mér i té.” Og hún segir frá þvi, að i fyrra kom hún fram i Houston i Texas og Liza kom fljúgandi frá Tokyo i Japan til þess að horfa og hlusta á hana. Dóttir Judy Garland Hún kynntist ekki Lizu fyrr en hún var komin af barnsaldri . Liza ólst upp hjá föður sinum, en Lorna og Joey hjá Judy. Liza var lika langdvölum á heimavistar- skólu-ji Lorna kom fyrst fram á sviði með móður sinni og bróður i sýningu, sem Judy kom upp á Broadway. Á eftir ferðaðist fjöl- skvldan með dagskrána viða um Bandarikin og var hvarvetna vel tekið. Hún segist hafa verið hrædd við auglýsingarnar, en hún hafi samt þá fyrst ákveðið i alvöru að berjast til frama i skemmtana- iðnaðinum. Hún var ekki nema fjórtán ára þá. „Mamma vissi frá þvi að ég var pinulitil. að mig langaði alltaf að koma með henni i leikhúsið. Ég varð þess vör strax þá, að henni var meinilla við það. Við vorum tengdar mjög sterkum böndum og venjulega vissi ég, hvað hún var að hugsa. En hún reyndi aldrei að fá okkur ofan af þvi, sem hún vissi að við höfðum bitið i okkur ” „Þegar ég var lltil, klæddi ég mig i gömul föt og þegar Liza var hjá okkur, þóttumst við vera að skemmta. Og þegar ég fór i gagn- fræðaskólann valdi ég að fara i einn tima I ensku og einn tima i sögu. Allar aðrar kennslustundir fóru I tónlistarnám. Ég lék i öllum skólaleikritunum og ég gerði eins vel og ég gat, svo að mamma myndi áreiðanlega ekki reyna að fá mig til að hætta við að verða skemmtikraftur.” „Mamma sá, að mér varð ekki afturv,snúið — og ákvað að úr þvi að hún gat ekki stöðvað mig, skyldi hún hjálpa mér, svo að ég næði eins góðum árangri og mögulegt væri. Hún vissi að hún yrði að kenna mér að vinna almennilega og á minn persónu- lega hátt. Og hún var dásamlegur kennari. Hún kenndi mér að syngja og hún kenndi mér að dansa og hún þreyttist aldrei á að segja mér til.” Árið 1970 fékk Lorna aðalhlut- verkið i söngleiknum „Lolita” eftir Alan Jay Lerner. Söng- leikurinn var ekki álitinn ýkja merkilegur, en Lorna var látin hætta áður en i ljós kom, hvort hún gæti ekki gert eitthvað úr hlutverkinu.” Framhald á bls. 35 2. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.