Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 10
Hver þekkir ekki nafnið Cassius Clay, eða Muhammed Ali, eins og hann kýs nú að láta kalla sig, maðurinn, sem flestir telja mesta boxara heims. Það hefur gengið á ýmsu á hans ferli, og hann hefur haft lag á að halda áhuga heimsins vakandi með margvis- legum uppátækjum og viðfrægum kjafthætti. Hér fer á eftir úr- dráttur og endursögn á viðtali bandariskrar blaðakonu, sem hætti sér á hans fund og fékk sitt hvað að reyna og heyra, sem henni ofbauð. Oftar en einu sinni langaði hana mest til þess að gefast upp og flýja af hólmi, en sem hatrömm kvenfrelsiskona hélt hún út til loka, og lesendur hafa áreiðanlega gaman af aö lesa orðaskipti þeirra um stöðu konunnar. Fyrsta áfallið fékk þessi hug- rakka blaðakona á skrifstofu Roberts Arums, lögfræðings ■ Cassiusar i New York. Þegar hún óskaði eftir hans milligöngu um fund þeirra Cassiusar, leit lög- fræðingurinn á hana fullur van- trúar og sagði siöan svolitið vand- ræðalegur: —Ég er hræddur um, að þaö verði torsótt. Muhammed Ali er ekki hrifinn af hvitum konum. —Ó, það er allt i lagi, það gæti einmitt verið sérlega forvitnilegt að heyra skýringu hans á þeirri afstööu, sagöi hin hugrakka blaðakona. Robert Arum yppti öxlum eftir nokkra umhugsun og lét tilleiðast að hringja til skjólstæðings sins. Þeim báðum til mikillar undrunar samþykkti þessi frægi orðhákur umsvifalaust að taka á móti stúlkunni, og næsta dag hringir hún dyrabjöllunni á heimili hans i Philadelphiu. Hús Muhammeds Alis kom blaðakon- unni á óvart, hún hafði búizt við meiri lúxus. Það er appelsinugult á litinn og umkringt afliðandi grasflötum með háum furutrjám. Viðtökurnar eru ekki upp- örvandi. Blaðakonunni er visaö inn i litla setustofu, þar sem Muhammed Ali situr á tali viö þrjá aðra svertingja. Þeir lita allir upp og taka undir kveðju hennar, en enginn þeirra stendur á fætur né heilsar með handa- bandi, og sjálf veigrar hún sér við þvi að rétta þeim höndina, þvi hún hefur það óþægilega á tii- finningunni, að þessir menn kæri sig ekki um snertingu við hvitt hörund. Svo snúa þeir sér aftur aö samræðunum, og hún Stendur á miðju gólfi, eins og illa gerður hlutur, þangað til hún mannar sig upp i að setjast i sófann við hliðina á Ali. Samræður mann- anna fjögurra snúast um peninga. Það á að fara að gefa út bók um ævi Alis. Einn svertingjanna, ætlar að skrifa bókina fyrir 30 þúsund dollara. Næsti bardagi boxarans er einnig á dagskrá, 190 þúsund dollarar þar. Og Muhammed Ali ætlar að halda fyrirlestur á næstunni, 2 þúsund dollarar þar. Blaðakonan róast smám sam- an, meðan hún virðir fyrir sér mennina og hlustar á tai þeirra. Hún er alla vega komin þangað Eiginkonan er akur karl- mannsms segir Muhammed Ali, öðru nafni Cassius Clay. sem hún ætlaði sér, og það hlýtur að koma að þvi, að Muhammed Ali hafi tima til að snúa sér að henni. Og allt i einu beinir hann orðum sinum til hennar: — Ég veit ekkert um ameriskar konur, segir hann. Þaö er konan yfirleitt, sem vekur áhuga minn. Eiginkona manns er akurinn, sem hann uppsker af. Ef hann ræktar ekki akurinn, eyðileggst uppskeran. Bóndinn reytir ill- gresi og sprautar eiturefnum á kálið sitt og kornið til þess að drepa hvern þann orm eða skor- dýr, sem reynir að eyðileggja það. Og hlýtur ekki eiginkonan að skipta manninn meira máli en kálið og kornið, hún sem elur syni hans og dætur? Ameriskir svertingjar gæta ekki eiginkvenna sinna vel. Við leyfum konum okkar að ganga um göturnar á hvaða tima sólar- hrings sem er, hvernig klæddar sem er, með hvaða mönnum sem er. Þær sækja barina og eru mikið með hvitum mönnum og svört börn eru mörg föðurlaus. — Eitt af þvi, sem lagt er á- herzla á i Múhameðstrúnni, er að halda konunni heima, reyna að skapa henni þær aöstæður að hún þurfi ekki að fara út og sitja á skrifstofu annars manns og ganga um á meðal annarra karl- manna og leyfa þeim að daðra við sig, af þvi hún þurfi að vinna sér inn peninga. Hlutverk konunnar er að vera karlmanninum til þægðar, ala upp börnin hans, vera þeim góð móðir og gera þau betri en við nú erum. — Þessi kenning getur nú varla átt miklu fylgi að fagna meðal svartra kvenna. Eru þær ekki hl'ynntari framsýnum hugmynd- um rauðsokkanna? Þessi spurning fer mikið i taug- arnar á Muhammed Ali. — Svart,- ar konur taka ekkert mark á rauðsokkum. Ég held, að rauð- sokkuhreyfingin hafi verið stofn- uð svertingjum til höfuðs, af þvi að svertingjar apa venjulega allt eftir hvitu mönnunum. Hvitu mennirnir sjá, að ameriskir svertingjar eru að bindast fastari böndum gegn þeim, og visasta leiðin til þess að sundra þeim er að taka frá þeim konuna, skapa ringulreið á heimilunum. Rauð- sokkuhreyfingin er stofnuð til þess að skilja konuna frá karl- manninum, af þvi að ef svartar konur gera uppreisn gegn mönn- um sinum, geta þeir aldrei náð á- hrifum. En þessi hreyfing er dauðadæmd, af þvi að svartar konur taka ekkert mark á henni. Og hvitar konur geta aldrei orðið jafnokar hvitu mannanna. Hviti maðurinn hefur alltaf verið hús- bóndinn. Hviti maðurinn hlýtur að hlæja að þessu kvennahjali um jafnrétti, hann verður alltaf hús- bóndinn. Miinammed Ali hefur talað i sig hita, og blaöakonan hlustar á hann steini lostin. Hún hafði hald- ið, að Muhammed Ali hefði e.t.v. samúö meö jafnréttishugsjónum kvenna, af þvi að þær eru ekki ó- likar hugsjónum svertingjanna. Slikum ræðuhöldum er hún ekki viðbúin, og hún lýsir þvi, hvernig reiðin magnast upp i henni, þó hún reyni að hafa hemil á tilfinn- ingum sinum. Muhammed Ali glottir og heldur ótrauður áfram. Hann stráir um sig bröndurum á kostnað kvenna, byggðum upp á orðaleikjum, sem mundu fara forgörðum i islenzkri þýðingu, en vekja gifurlega kátinu svertingj- anna þriggja, sem viðstaddir eru, og blaðakonan getur ekki annað en brosað með, þó hann eyöileggi þannig tilraun hennar til að fá hann til að ræða málin alvarlega. 10 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.