Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 21

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 21
Eitt af mörgu, scm Gisli Baldur gcrir, er aö vera þingfréttaritari Morgunblaösins. Hér situr hann á al- þingi — i einni stúku fréttamanna. Þingfréttaritarinn Gisli Baidur: „Mikið skelfing finnst mér þetta litið spennandi hjá þeim. Þeir mega sig hvergi hreyfa af ótta við atkvæðin og almenningsálitið.” Gisli Baldur sminkaður, áður en hann kemur fram sem sjónvarps- þulur. skóla, ensku, dönsku og kristni- sögu. Þetta var mjög lærdómsrikt fyrir mig, ég lærði áreiðanlega meira á þessu en blessaðir nem- endurnir. Ég fann fyrir þvi i byrj- un, hvað maður fer algjörlega á mis við alla þjálfun i að tjá sig i skólunum. En þarna kynntist ég þvi að stjórna og að þurfa að tjá mig á skiljanlegan hátt. Áuk þess kynntist ég viðhorfum töluverðs hóps af krökkum, og þessi viðhorf reyndust satt að segja talsvert öðruvisi en ég hafði haldið. Mest kom mér á óvart, hversu snauðir krakkarnir virtust vera af áhuga- málum, þeir virtust vera haldnir einhverju andlegu náttúruleysi. Stærsti hlutinn hafði einungis á- huga á hinu kyninu og e.t.v. popp- tónlist i litlum mæli. Ahugaleysi á náminu var mér hins vegar engin nýjung. — Annars held ég, að skólakerf- ið á þessu stigi sé sizt til þess fall-. ið að bæta úr þessu áhugaleysi, þvi að þótt einhver krakki sýni ef til vill áhuga á einhverju sér- stöku, þá er ekki aðstaða til að rækta þennan áhuga. öllum er göslað gegnum sama námsefnið i stað þess að reyna að koma á ein- hvern hátt til móts við vilja og hæfileika einstakra nemenda. — En þú hefur ekki freistast til að leggja kennsluna fyrir þig? — Nei, ég held ég gæti ekki hugsað mér að gera kennslu að ævistarfi. Einhvern veginn finnst mér, að kennari hljóti að vera dæmdur til stöðnunar, hann verð- ur að troða þessu sama inn i fólk ár eftir ár, fræðslu, sem það iðu- lega kærir sig ekkert um. Senni- lega er þetta öðruvisi hjá barna- kennurum, þeir hafa þó einhver áhrif á mótun einstaklinganna, en i gagnfræðaskóla, að maður nú ekki tali um menntaskóla, koma krakkar með ákveðinn vilja og hugmyndir, sem erfitt er að hafa áhrif á. — Svo að þú hefur snúið þér fyr- ir alvöru að lögfræðinni? — Ekki var það nú. Vorið 1971 byrjaði ég i blaðamennsku á Morgunblaðinu og var þar sam- fleytt i hálft annað ár, bæði i þing- fréttum og almennri blaða- mennsku. Ég var reyndar svo bjartsýnn, að ég hélt ég gæti stundað nám með blaðamennsk- unni, en það varð harla litið úr þvi. Það var ekki fyrr en á sl. vori, að ég ætlaði að drifa mig i fyrsta hluta prófin, en komst fljótlega að þvi, að ég hafði ekkert i próf að gera, svo að þeim var skotið á frest. Það vildi lika svo til, að ég fékk mjög freistandi til- boð um vinnu við að mála báta i höfninni, og þar með hófust mjög skemmtilegir dagar, sem kannski er ekki vert að lýsa nákvæmlega. Við vorum i þessu nokkrir strák- ar, tókum þetta allt saman mátu- lega hátiðlega, blönduðum saman vinnu og skemmtan i me'stu sól á Islandi. Þetta var ákaflega skemmtilegur timi. En ég sá fram' á, að þetta gengi ekki til lengdar, og aftur hafnaJSi ég á Mogganum. _ Framhald á bls. 35 2.TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.