Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 44
þegar ég kom upp til að hátta. Hann virtist ekki sérlega hrifinn af þvi að sjá mig. Þegar ég visaði honum á dyr, þá fór hann. Ég veit ekki hver hefur komið með hann. Mér veittist dálitið erfitt að karl- kenna köttinn, en ég varð að halda fast við það. Adria tók hárið frá andlitinu og ýtti þvi aftur á bak. — Það er dá- litið undarlegt, finnst þér það ekki? Eftir að hún hafði verið svona lengi i hjólastól og gamla húsið var gert að skiðaskála. Margot kom þangað aldrei eftir það. Hún hefur þvi viljað spyrja þig að einhverju i gærkvöldi. Ég hugsa að hún geti farið gegnum læstar dyr, ef hún vill. Nú fannst mér of langt gengið, ég varð að andmæla henni. — Adria. vina min, kötturinn er að- eins Cinnabar. Ég held jafnvel, að Shan hafi sett hann i rúmið mitt. En hún var horfin. Hún stökk frá mér og flýtti sér heim að hús- inu, sem nú var komið i ljós. Hún var hvergi sjáanleg, þegar ég hringdi dyrabjöllunni. t þetta sinn kom stúlka til dyra. — Þér eruð ungfrú Earle, er það ekki. Gjörið svo vel að ganga inn. Herra McCabe biður yðar i bóka- herberginu. Ég þakkaði henni og gekk i gegnum opnar dyrnar. Julian sat i hægindastól með timarit á hnjánum oghallaði dökku höfðinu fram. Dyrnar að herbergi Margot fyrir aftan hann, voru nú ekki læstar, þær stóðu i hálfa gátt. Julian sá mig og stóð upp, fleygði tlmaritinu á borðið. Hann brosti alvarlegu brosi. — Þakka þér fyrir að koma, Linda. Ég má kalla þig Lindu, er það ekki. — Clay segir að það sé viðtekin venja i skiðaheiminum, sagði ég glaðlega. Hann þóttist ekki skilja hreim- inn i málrómi minum. — Ég sá að Adria var að koma, mættir þú henni ekki úti á stígnum? Ég kinkaði kolli. — Jú. Hún fór að segja mér frá Cinnabar. Ég reyndi að segja henni, að köttur- inn væri aðeins köttur, en þá hljóp hún frá mér. Hann herpti saman varirnar, en sagði ekki neitt. Það var eins og kvikindið hefði heyrt það sem ég sagði, hann laumaðist gegnum rifuna á dyr- unum og lallaði letilega inn I bókaherbergið. Julian fölnaði. —- Ég verð að læsa þessu herbergi alveg. Shan er alltaf að setja köttinn þarna inn. — Ég held að hún hafi lika sett hann i herbergið mitt i gærkvöldi, sagði ég. — Hvað er hún að gera með þessu? — Ég veit það ekki. Það er aldrei að vita hverju hún vinnur upp á. En það getur verið, að hún vilji ekki að stofnað sé til vináttu milli ykkar Adriu, kannski hrædd um að telpan sinni sér þá ekki sem skyldi. Systir min hefur hugsað um Adriu, siðan hún var litil. — Leyfði konan þin það? spurði ég og beið i ofvæni eftir svarinu. Hann stóð upp og lokaði dyrun- um að herbergi Margot. Það var engu likara en að hann væri að loka fyrir spurningar minar lika. Ég óskaði þess innilega, að ég væri i betra sambandi við Julian McCabe. Ég hafði eiginlega troð- ið mér inn á Greystones, og hann vissi ekki ástæðuna. Ég gat held- ur ekki verið eðlileg, með allt þetta á samvizkunni. — Það er leitt, að Shan er ekki gift, svo hún geti sjálf eignazt börn, sagði ég. — Þá myndi hún ekki beina öllum áhuga sinum að Adriu. Ég hefði ekki getað hitt verr á, þvi að einmitt i þessu kom Shan inn um dyrnar, frá anddyrinu og hún hafði örugglega heyrt, það sem ég sagði. Hún var klædd chiffonskjól. sem var eins og ský i kringum hana, i þetta sinn var það gras- grænn, efnismikill sloppur yfir rósóttum siðbuxum. Mér fannst þetta vera einskonar hippabún- ingur, en framleiddur i einhverri glæsilegri verzlun. Hún beindi grágrænum augunum i áttina til min og það var augljóst, að hún var ekki beinlinis hrifin af mér. En samt var rödd hennar glaðleg, þegar hún sagði, með sinni lág- væru, hljómþýðu rödd. — En ég hef nú verið gift, ung- frú Earle. Ég var gift nokkrum árum áður en Adria fæddist. Ég gat ekki búið i þvi hjónabandi, þvi miður, svo ég tók upp mitt fyrra nafn aftur. En við tölum ekki um það hérna á heimilinu, ég hefi bannað það stranglega. En þegar við.tölum um að ég hafi mikið dá- læti á Adriu, þá er það ekkert ein- kennilegt, vegna þess. að hún á enga aðra að. Móðir hennar tók ekki mjkið tillit til hennar og faðir hennar var sjaldan heima. Rödd hennar var bliðleg, eins og hún væri að útskýra eitthvað ó- skiljanlegt fyrir frekar heimskri manneskju. Hún settist i hæg- indastól, lét fara vel um sig og virti mig fyrir sér Kg hefði ekki getað verið verr sett og ég var mjög þakklát, þegar Julian kom mér til hjálpar. — Við vorum reyndar að ræða um þig, sagði hann. — Þetta getur ekki gengið lengur með Adriu. Ungfrú Earle hefir töluverða reynslu i að umgangast börn, sem hafa orðið fyrir alvarlegum trufl- unum Adria er á góðri leiö með að verða afbrigðilegt barn Kg held við verðum að nota okkur reynslu ungfrú Earle, ef hún vill vera svo elskuleg að hjálpa okk- ur. Að minnsta kosti verðurðu að hætta að koma þessum grillum inn i koflinn á barninu, Shan. Systir hans lét sér hvergi bregða. Hún virti fyrir sér kött- inn, sem hafði stokkið upp i gluggasætið og var að snurfusa sig i mestu makindum. Shan smellti með fingrunum. — Cinna- bar, komdu skinnið! Komdu, Cinnabar! Þú ættir að hlusta vel á þetta áhugaverða samtal. Cinnabar stóð upp. og teygði sig letilega. Svo stökk hann niður á gólfið og skauzt upp i kjöltuna á Shan. Hún hló og kötturinn sperrti eyrun. En Julian var greinilega búinn að fá nóg. Hann tók i hnakkann á kettinum og fleygði honum fram á ganginn. — Þú verður að hætta þessu, Shan. Ég vil ekki að þú leikir þennan hræðilega leik við Adriu. Þú ert að gera barnið óttaslegið og þess vegna hef ég snúið mér til ungfrú Earle. Ég þoli þetta ekki öllu lengur. Það varð þrúgandi þögn um stund. Shan laut höfði, eins og barn, sem hefur verið snuprað. 1 þetta sinn hafði honum tekizt að hafa áhrif á hana, þvi að ég sá glitra á tár i augum hennar. Eftir stundarþögn, spurði ég og reyndi að gæta þess, að láta ekki finna, hve taugaæst ég sjálf var. — Ungfrú McCabe, haldið þér raunverulega að Adria hafi ýtt móður sinni fram af svölunum? Julian varð greinilega stjarfur og Shari leit á mig meö gremju- svip. sem varð ennþá ljósari, vegna þess að hún hækkaði ekki róminn. — Ég er ekki i neinum vafa. En annars get ég ekki séð, hvað þetta kemur yður við. — En hvað verður um unga manninn, sem er i fangelsi og verður kannski dæmdur fyrir þennan glæp? A að fórna honum til að vernda Adriu? — Að sjálfsögðu! kallaði Shan upp yfir sig. — Ég mun aldrei við- urkenna fyrir nokkurri mann- eskju, að ég er viss um að Adria gæti vel verið sú seka. Haldið þér að ég vilji eyðileggja þetta barn, sem ég elska af öllu hjarta? Ég óska einskis frekar en að vernda hana fyrir öllu, sem gæti sært hana. Það gekk svo fram af mér, hvernig hún talaði, svo ég varð nokkuð andvaralaus. — Haldið þér, að þaðhuggi barnið, að halda að móðir þess sé komin aftur i liki þessa kattar, sem gerir ekki ann- að en að kvelja hana. Shan starði á mig, galopnum, sakleysislegum augum. — En éf þetta er nú samt það rétta? Julian var að þvi kominn að æpa að henni, en gat samt stillt sig. Mig langaði sjálfa til að æpa hátt. Julian fórnaði höndum I ör- væntingu. — Við þurfum alls ekki að ræða þetta mál, Linda. Vanda- málið er Adria sjálf, sem virðist vilja kvelja sjálfa sig. Og það er þér að kenna, Shan. — Ég hef alls ekki haft nein á- hrif á hana. Shan virtist nú orðin köld og róleg. — Hún kom hlaup- andi til min i stiganum, þennan örlagarika dag og sagði að móðir sin væri að hljóða, vegna þess, að hún hefði ýtt stólnum hennar fram af svölunum, Hverju á ég að trúa? — Þvi sem ég kýs heldur að trúa, er að Stuart Parrish hafi farið inn i herbergi hennar og ýtt Margot fram af. Ég kýs að halda að rétti maðurinn sitji nú i gang- elsi. Það var rétt svo, að ég gat hald- ið aftur af reiðilegum mótmæl- um. — Ég veit hverju þú kýst að trúa, sagði Shan. — Og mér finnst það ágætt. En stundum reyni ég að imynda mér hvað Stuart held- ur um þig. Þú varst þó vinur hans. Þú komst með hann hingað, það var ekki honum að kenna, að Margot daðraði við hann. Og vegna þess að Emory þykist vita betur, þá lætur þú hann lönd og leið og ferð ekki einu sinni til að tala við hann. Hann er of stoltur, til að biðja þig hjálpar. Hann hef- ur enga tilraun gert til að nálgast þig, siðan þú brást honum. Ég hef oft hugsað um hann, hvað heldur þú að hann hugsi. Þetta var eiginlega furðulegt og ég var mjög þakklát Shan. Ég hefði getað sagt þeim báðum, hvað Stuart hugsaði. Ég hefði getað sagt þeim, að hann byggist ennþá við þvi, að Julian kæmi til hans. En eins og áður var tunga min bundin. En nú var ég búin að komast að þvi, að Julian ætlaði ekki að gera neitt, til að hjálpa bróður minum. Eftir matinn fór ég á skiði með Adriu og föður hennar. En þar sem timinn var naumur, fórum við ekki langt og mér tókst ekki að komast að neinu, sem máli skipti. Þegar ég gekk heim til skiðaskálans, var farið að rökkva og er ég kom að beygjunni á stignum, vissi ég ekki fyrri til, en steinn kom fljúgandi Ioftinu og það munaði minnstu, að hann lenti á andlitinu þ mér Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og þaut heim að húsinu. Meðan ég var að hafa íataskipti hugsaði ég um þetta fram og aítur og fannst ég þyrfti að segja einhverjum frá þessu. Ég fór niður i fyrra lagi og sá að Clay var að kveikja upp i arnin- um. Hann var þögull og ekki laust við áhyggjusvip á ásjónu hans. Hann sneri sér við, og þegar ég sagði honum, að ég hefði farið á skfði, sá ég að hann vissi það. En er ég sagði honum frá steinkast- inu, sá ég að honum brá. — Ég var búinn að vara þig við, Linda, sagði hann. — En nú sé ég að það er tilgangslaust, þú. ert þegar ánetjuð. — Shan sagði mér, að hún hefði verið gift, en hún vildi ekki um það tala og sagði ekki hverjum hún hefði verið gift. — Það er eins gott, að ég segi þér það, sagði Clay, — Þu kemst hvort sem er að þvi, fyrr eða sið- ar. Shan var konan min. Ef þetta er ekki innbrots- þjófur, þá máttu koma með te, ristaö brauð og mar- melaði.— Heyrðu væri ekki annars betra að færa mér morgunmatinn i rúmiö. 44 VIKAN E.JBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.