Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 25

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 25
Það er alltaf túlkað einhvern veginn allt öðru visi en maður vill. — Maður verður að horfast i augu við þetta, ef maður fæst við leiklist. Og það gerir svo sem ekki neitt til, ef maður er sönn mann- eskja... Þar með er hún hætt að'taia um kvikmyndir. Nú snýst allt hennar lif um þá Mastoso ogTjeljen- tvo hesta, sem eru á beit fyrir utan hesthúsið. Tómstundastarf, sem tekur allan daginn. — Ég fer á fætur klukkan sex á hverjum morgni til þess að fara i hesthúsið og heilsa upp á þá, segir Inger. Þeir þurfa að fá hey og vatn og svo eru þeir úti, á meðan ég er i skólanum. Eftir skólann' þarf ég að temja þá og kemba þeim. Það er allt annað að eiga hesta, þegar maður hugsar um þá sjálfur, en kemur þeim ekki fyrir einhvers staðar. Húrj eyðir öllum þeim tima, sem hún hefur aflögu, til þess að fá járnmerkið, sem hún ætlar sér að ná i. — Bóklega prófinu er ég búin að ljúka. Það snertir hýsingu, sjúkdóma, hestaliffærafræði og þess háttar. Nú þarf ég að taka verklegt próf og sanna, að ég kunni að sitja hest og fara rétt með hann. . Svo þarf hún að temja Tejen. Inger vill temja hann sjálf, fremur en að láta öðrum það eftir, þvi að hún hefur verið i tengslum við hann frá þvi, áður en hann fæddist. — Ég var á reiðskóla og þar reið ég oft hesti, sem okkur fannst ægilega feitur. Seinna komumst við að þvi, að þetta var hryssa og var fylfull. Tejen kom til Inger, þegar hún var ekki nema fimm mánaða gömul. Réttu nafni heitir hún Mirabella Josefina. — En það er allt of langt nafn til þess að kalla hana, segir Inger. Henni finnst liká betra, að hún sé. kölluð Tjejen og hlýðir þvi. Hún sannar mál sitt með þvi að fara út úr hesthúsinu og kalla á hestinn. Tjejen litur samstundis upp og tekur á sprett heim að húsinu. — Ég er búin að leggja nokkrum sinnum á hana hnakk og hún hefur ekki hreyft neinum mótmælum. Bráðum ætla ég að reyna að fara á bak henni og sjá til hvernig gengur. Inger talar af mikilli sjálf- stjórn. Hún er viss um, að henni muni ganga tamningin vel. Það sem mestu máli skiptir er að vera nógu þolinmóður. Og Inger hefur þann eiginleika i rikum mæli. — Fyrir nokkru siðan ætlaði ég að reyna Mastoso i hindrunar- hlaupi. Þegar við komum á völlinn, var þar allt fullt af fólki og ég hélt, að Mastoso þyldi ekki allan þennan ys og þys. Ég ákvað samt að reyna á hlaupabrautinni. Þegar Mastoso kom að fyrstu hindruninni, sem var máluð i skærum litum — hljóp hún út- undan sér.... Framhald á bls. 39 Inger „Lina langsokkur” Nilsson og hryssurnar hennar, Mastoso ogrjejen. NUTEMUR LÍNA HESTA Ef ég ætla mér að verða leikkona, verð ég að láta fólk hætta að láta sér detta Lina i hug um leið og það sér mig, segir Inger Nilsson, barnastjaman, sem nú er farin að fást við tamningar. — Það erfiðasta nú er að losna við Linu langsokk! — Og það er sannarlega erfitt... Það er áreiðanlegt. Vist hljómar það ankannanlega, en Inger Nilsson gerði hlutverki Linu langsokks of góð skil i kvik- myndinni um þessa frægu hetju! I auftum áhorfenda liggur við, að hún sé orðin Lina ... — Og það gengur ekki... Ég er orðin fjórtán ára og ef ég á ein- hvern tima að geta orðið leik- kona, verð ég fyrst af öllu að fá fólk til þess að hætta að láta sér detta Lina i hug, þegar það sér mig. Það á eftir að verða erfitt. Inger Nilsson er með ljósrauða hárið, breiðleitt andlitið, og ákveðna munnsvipinn, sem var á Linu. Freknurnar eru lika til staðar. Þessi unga stúlka hefur nú fundið sér aðra vinnu, sem tekur allan tima hennar. Hún er orðinn tamningamaður og allar fri- stundir hennar fara i tamning- arnar. Hún vinnur fyrir þvi — Inger þarf á hestunum að halda, segir Bertil faðir hennar. — Frá þvi að hún var niu ára, hefur hún timunum saman unnið frá þvi klukkan sjö á morgnana til klukkan tiu á kvöldin og samt haft tima til að sinna skólanum. Nú þarf hún að fá nokkur ár til þess að jafna sig og átta sig á þvi, hvað hún vill taka sér fyrir hendur i framtiðinni. Fylgdi þvi of mikil vinna að vera barnastjarna? Þau hrista bæði höfuðið. Faðirinn úr hlöðunni, sem hann er að reka smiðshöggið á og dóttirin framan úr hesthúsinu, sem hún er að moka úr. Hún vill útskýra þetta nánar: — I sumum blöðum hefur staðið, að ég hljóti að vera útkeyrð. Það er langt frá þvi, að svo sé, þvi að ég hef alltaf tekið svo mikinn þátt i myndunum, sem ég hef leikið i. Ég hef bara haft gaman og gagn af þeim. — Var það aldrei annað en gaman? — Jú, það er ekki hægt að neita þvi, að auglýsingaherferðirnar voru stundum erfiðar. Þegar við vorum i Þýzkalandi. urðum við alltaf að vera að borða með fölkinu, allan guðslangan daginn. Mér fannst ég hafa borðað hálft Þýzkaland.... Missir i'relsið — Og það er lika erfitt að verða frægur. Maður missir frelsi sitt á' einhvern hátt... það skiptir engu máli, hvernig maður hagar sér. 2. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.