Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 32
Sakamálasaga eftir Carter Dickson MORÐ I Nú varð hann ofsahræddur. Bráðum mundi bálreiður leigjandinn hella sér yf- ir hann og kalla hann þjóf eða að minnsta kosti snuðrara. En þegar hann ætlaði að ryðjast til dyra, rakst hann næstum á annan gest i þessari skökku íbúð. Þessi gestur sat hreyfingarlaus i hæginda- stól.... Hljomsveitir hömuðust og sjö sólir voru á lofti — en hvort- tveggja þetta gerðist aðeins i heila og hjarta hr. Ronalds Den- ham. Hann gleiðbrosti til bila- varðarins i Klúbbnum, sem hjálpaði honum upp i leigubilinn. Hann brosti út undir eyru til leigubilstjórans, og sömuleiðis til næsturvarðarins, sem hjálpaði honum út heima hjá honum i Soloanestræti, og hafði mikla löngun til að rétta peningaseðil að hverjum sem hann sá. Auðvitað hefði Ronald Denham þverneitað þvi, að hann hefði fengið ofmikið að drekka. Satt var það að visu, að hann hafði verið i einhleypingagildi til að fagna væntanlegu brúðkaupi hans Jimmy Bellchesters. En Denham hefði áreiðanlega haldið þvi fram, að andinn hefði bara komið yfir hann, og svo hafði hann sann- að bindindissemi sina með þvi að fara úr samkvæminu meðan margir gestanna voru enn ófarn- ir. Eins og hann sjálfur hafði bent á I ræðu, sem hann hélt, þá var ekki nema mánuður þangað til hann sjálfur ætlaði að giftast henni ungfrú Anitu Bruce. Og reyndar átti Anita heima i sömu blokkinni og hann sjálfur og á sömu hæð. Þetta fékk honum mikillar gleði á heimleiðinni. Eins og margir okkar hinna, var Denham nú i þvi skapi að langa til 32 VIKAN 2.TBL. að vekja fólk upp um hánótt til skrafs. Hann velti þvi fyrir sér, hvort hann ætti að vekja Anitu. En i þvi iðrunarskapi. sem hann nú var i, ákvað hann að láta það ógert. Hann ætlaði ekki einu sinni að vekja hann Tom Evans sem bjó i ibúðinni með honum — enda þótt sá reglusami kaupsyslumað- ur ynni venjulega svo lengi fram- eftir, að Denham kæmi heim á undan honum. Nokkrum minútum fyrir mið- nætti beindi Denham göngu sinni inn i forstofuna i Medici-húsinu. Pearson næturvörður fylgdi hon- um að sjálfvirku lyftunni. — Allt f lagi, herra? spurði Pearson i leiksviðshvisli. — Þér ætlið ekki að fara að syngja, er það? — Sannast að segja, svaraði Denham, sem hafði enn ekki dott- ið þetta i hug, — þá langar mig einmitt til þess. En við skulum ekki syngja neitt ljótt, Pearson. Heldur eitthvað blitt og við- kvæmt, eins og til dæmis.... — Það mundi ég ekki gera i yð- ar sporum. Hann er uppi, skiljið þér. Við héldum, að hann ætlaði til Manchester i dag, en hann hætti við það og er uppi núna. Þessi orð áttu við einvalda Medici-hússins, Cellini-hússins og Bourbon-hússins og nokkurra tuga annarra leigukassa, Sir Rui- us Armingdale, byggingajarl, sem ekki einasta fyllti Lundúna- borg með leigufbúðum með hús- gögnum, heldur sýndi einnig hreykni sina al' framleiðslu sinni með þvi að búa þar sjálfur. — Ég þarf enga sérstaka ibúð, var haft eftir honum, og þá reiddi hann upp hnefann, svo sem til áherzlu... — Engan andskotans kastala i Surrey eða höll i Park Lane. Bara venjulega ibúð og alls ekki af dýrasta tagi. Þar finnst mér þægilegast og þar er mig að hitta. Svo var öllum þægindunum i þessum ibúðum fyrir að þakka, að fólk gerði sér að góðu allar harðstjórnarreglurnar sem þar riktu Og eins hitt, að allar ibúðir i hverju húsi voru nákvæmlega eins og öll húsgögn urðu að standa á þeim stað, sem Sir Rufus ákvað. Medici-húsið var i „Renaiss- ance”-stil. Bourbonhúsið var i „Lúðviks XV”-stil og herbergin var ekki hægt að þekkja sundur, nema á einhverjum lauslegum smámunum, svo sem einhverju skrauti á borði eða mynd á vegg. En leigusamningar Sir Rufusar ömuðust meira að segja heldur við myndum. Þetta gramdist mörgum, ekki sizt vegna þess, að sjálfur var hann talsverður list- safnari og oft höfðu birzt myndir af honum við hliðina á einhverju uppáhaldsmálverki eftir Creuze EINSKISMANNS HERBERGI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.