Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 48

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 48
mig drqymai ENDURFÆÐING Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég vera dáinn og vera hjá guði og vera að horfa niður á jörðina. Þá fannst mér ég sjá dóttur mina þar niðri. Hún er ógift, en í draumnum fannst mér hún vera gif t og haf a eignazt dóttur. Hún og mað- urinn hennar voru mjög hamingjusöm með barnið. Svo varð hún ófrísk aftur og ég spurði drottin, hvort ég mætti fara aftur niður á jörðina og vera hjá henni. Rétt áður en ég vaknaði, var hún búin að eignast barn- ið og það var ég. Hún hélt á mér í fanginu og ég var svo hamingjusamur af því að hún var svo góð við mig. Virðingarf yllst, S.ó. Guð er alltaf fyrir friði og hamingju í draumi og að vera dáinn hefur oftast verið talið merkja langlífi. Þér er því óhætt að búast við löngu og hamingjuríku lífi og traustri og óbilandi gagnkvæmri vináttu ykkar feðginanna. Þessi draumur er á engan hátt fyrir dag- látum, sem kallað er, það er að segja, að hann boðar engan einn afmarkaðan og ákveðinn atburð. BARN I RÓSRAUÐU SKÝI Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig stuttan draum, sem mig dreymdi. Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera stödd úti undir berum himni. Það var fagurt vetrarkvöld og ég leit upp í himininn og sé rósráutt ský, sem teygði sig í allar áttir og skipti litum í blátt, rautt og hvítt. Og inni í miðju skýinu var alveg nýfætt barn. Ég var eitthvað svo hamingjusöm og skyndilega stóð kærastinn minn við hliðina á mér og við horfðum bæði á þetta. Kær kveðja og þakkir. Oh — Manuella Því miður Manuella erum við hrædd um að þessi draumur sé ekki boðberi eins mikillar gæfu og i f Ijótu bragði kann að virðast. Þú skalt samtekki hafa neinar verulegar áhyggjur. Sennilega hefurðu bara verið að hugsa um kærastann þinn, áður en þú sofnaðir, og draumfarirnar beinzt inn á sömu brautir. ÓLAG Kæri draumráðandi !•■ Viltu ráða fyrir mig þennan draum, því að ég held að hann sé fyrir einhverju mikilvægu. Mér fannst ég standa á hafnargarðinum heima í mjög vondu veðri. Vinkona mín var þarna með mér. Þá sjáum við hvar bátur kemur að utan. Það var eins og mennirnir í bátnum ættu bágt með að stýra honum, því að hann var stundum svo að segja kominn upp í f jöru. Báturinn var eins og lítil skel á sjónum, hoppaði og skoppaði. Mennirnir um borð réðu ekkert við sig. Þeir ultu bara f ram og til baka. Þá sé ég að St. bróðir minn er kominn upp á stýrishúsið, en um leið ríður ó- lag yf ir báfinn og St. tekur fyrir borð. Hann datt ekki í sjóinn, heldur kastaðist upp í f jöru. Á meðan stóðum við á haf nargarðinum og hlógum, því að okkur f annst þetta afskaplega sniðugt. Rétt á eftir hitti ég O. vin- konu mína, en pabbí hennar átti bátinn. Ég fór að spyrja hana um þetta og þá sagðist hún hafa séð þetta allt saman úr eldhúsglugganum heima hjá sér og hún hló líka mikið að þessu. Jæja, ég vona að þú birtir þetta, eða að minnsta kosti ráðninguna. Frikka Bróðir þinn verður afar fengsæll á sjónum i vetur, en eitthvað virðist slettast upp á vinskapinn hjá þér og vinkonum þínum, en ástæðan kemur ekki fram í draumnum. PÁFAGAUKAR Kæri draumráðandi! Viltu vera svo vænn að ráða þessa tvo drauma fyrir mig. Mig dreymdi þá, sinn hvora nóttina. Annar var þannig, að mér fannst ég standa við einhvern glugga og horfa út. Þá sá ég heilan f lokk af páfagaukum og þeir stefndu allir á gluggann. Ég varð hissa á að sjá páf agauka á f lugi úti eins og veðráttunni er háttað hér á islandi. En alltaf stefndu þeir á gluggann. Mér fannst eins og þeir ætluðu að fljúga á gluggann og færði mig frá. En þá flugu þeir allir inn um opinn gluggann og fylltu næstum því herbergið. Einn páfa- gaukanna settist á þakið á næsta húsi og virtist ekki þora inn um gluggann. Ég virti fyrir mér páfagauk- ana og f annst einhvern veginn að þeir hef ðu f logið inn í leit að skjóli og að ég ætti að passa þá og að þeir treystu á mig. Samt tók ég tvo þeirra og setti þá út til að gá, hvort þeir væru ákveðnir í að vera h já mér. Þeir f lugu strax inn aftur. Þá fór ég og náði í þennan eina, sem var úti á þaki. Mig dreymdi eitthvað meira um það, að ég væri að passa f uglana, en ég man það ekki greinilega. Hinn draumurinn var þannig, að mér fannst ég vera komin með ofsalega mikið hár á lærin, alveg f rá rassi og niður á hné. Og mér f annst ég segja við mömmu að ég yrði að láta taka þetta af mér. Lengri varð þessi draumur ekki. Vonandi sérðu þér f ært að ráða þetta f yrir mig. Með fyrirfram þökkum. Pá fagauka mamma P.S. Ég þakka gott efni í Vikunni. Ef þú vilt ráða draurrtana, þarftu ekki neitt frekar að birta þá. Páfagaukarnir eru þér fyrir miklum gleðskap í stórum kvennahópi. Þú tekur þátt í miklu félagslífi, þar sem nær eingöngu eru stúlkur og þar verðurðu valin leiðtogi hópsins. Það kann að vera, að þú farir á húsmæðraskóla, en þó er það alls ekki vfst, því að það eru alls ekki einu staðirnir, sem ungar konur hópast saman á. Hárvöxturinn á lærunum er þér hins vegar fyrir f járhagslegum ábata. Hann verður allverulegur, en það er alls ekki vist, að þú verðir sérstaklega ánægð með hann. SVAR TIL LÁRU .Taktu þennan draum ekki of nærrí þér, því að hann boðar engar stórbreytingar í lífi þínu. Hann er í hæsta lagi fyrir einhverjum smávægilegum lasleika í fjöl- skyldu þinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.