Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 34

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst_ FIMIR FINGUR Brumbítur, forstjóri dönsku epla- kökupönnuskaftsverksmiðj- unnar, var af gamla skólanum. Honum fannst að það sem var nógu gott á skrifstofunni fyrir tíu árum, tuttugu eða þrjátíu, væri nógu gott enn. Þú kannast við manngerðina. Það er best að sleppa smáatriðunum og hverfa til þess augnabliks er Hansen sölumaður, feiti Hansen, kom á skrifstofuna til að kynna hina frábæru ljósritunarvél, COPY - O-FIX MARKII-X-2. — Lítið nú á, herra forstjóri, hóf hann mál sitt, — COPY-O FIX ljósritar á venjulegan skrif- stofupappír og allt kemur skýrt út, greinarmerki hvað þá annað. COPY-O-FIX getur ljósritað með öllum þrem ljósritunarað- ferðunum sem þekktar eru: ljós- næmiaðferðinni, innbrennsluað- ferðinni og rafeindaaðferðinni, og auk þess hinni frábæru nýj- ung... Brumbítur gamli forstjóri lyfti þungum, loðnum brúnunum. — Hver hefur hleypt þér inn? drundi í honum í ógnvekj- andi róm. — Ef þetta á eitthvað skylt við hagræðingu, fullkomin skrifstofutæki eða annað af því tagi þá geturðu sparað þér ómakið. Ég hef ekkert við þetta nýtísku drasl ykkar að gera... — Já, en þér getið ekki verið án COPY-O-FIX ef þér þurfið að fá afrit af bréfi. Á 30 sekúnd- um fáið þér skýrt og greinilegt afrit, skráþurrt, með greinar- merkjum og öllu því... Brumbítur gamli forstjóri lauk máli sinu með handahreyf- ingu. — Þegar ég vil fá afrit af bréfi, sagði hann, — læt ég einkaritara minn, fröken Hólm, afrita það á ritvél. Hún getur slegið 760 slög á mínútu. Er það ekki, fröken Hólm? Fröken Hólm kinkaði kolli ákveðin. — 760 slög á mínútu, tautaði feiti Hansen, svo hratt getur engin manneskja vélritað á venjulega ritvél. Ég þori að veðja... — Ekki það? greip Brum- bítur fram i. — Sýndu þessum náunga hvað þú getur kýlt einu afriti fljótt af á ritvélina, fröken Hólm. Fröken Hólm settist við gömlu fyrirferðarmiklu Reming- ton ritvélina, T-módel, og var til- búin. Brumbítur forstjóri greip bréf af handahófi af skrifborð- inu og las fyrir. Fröken Hólm hamraði látlaust á lyklana, með svo ofboðslegum hraða að lykl- arnir skutu gneistum. Feita Hansen svimaði. Á sama augna- bliki og Brumbítur forstjóri lauk upplestrinum með „í von um að meðtaka yðar háæruverðugu pantanir sendum við með mestu virðingú það sem þér báðuð um, danska eplakökupönnuskafts- verksmiðjan,” renndi fröken Hólm afritinu úr vélinni. — Búin. Og hún lagði afritið á skrifborðið hjá forstjóranum. — Nú, hvað segirðu þá? Þú verður að sætta þig í bili við ósigur á vinnu- staðnum. Hrútar eiga ekki létt með að sætta sig við að gefa eftir en að þessu sinni verður eitthvert happ í ástar- málum til þess að þú gleymir öllu öðru. Þú ert hræddur við breytingar. Samt sem áður verður ekki hjá þvi komist að breyta til núna og þig mun varla iðra þess seinna meir. Vertu varkár með eigur þínar. Brostu líka svo- lítið oftar. Mundu að að hika er sama og að tapa. Þreyta sækir á þig þótt fjöldamargt kalli að sem þér þykir skemmtilegt. Enn um sinn verður þú að vera á fullri ferð en brátt fer þó að hægjast um. Maki þinn, eða einhver þér nákominn, virðist ekki hafa skilið hvað þú hefur á prjónunum. Er ekki öruggara að út- skýra það betur? Unga fólkið er í alvarlegum þönkum en ætti að lyfta sér svolítið upp. Fjármálin eru í einhverjum ólestri en meðsmáhugmynda- flugi ætti að vera hægt að greiða úr því. Þú hefur vanrækt vini þína að undanförnu. Hvernig væri nú að fara að sinna þeim? Gefðu gaum að því sem þú lest í vikunni. Þótt meyjar séu yfirleitt bók- hneigðar getur tor- tryggni þeirra háð þeim. Láttu það ekki henda þig, nýjar hugmyndir eiga rétt á sér. Ástar- málin eru snúin en já- kvæð þróun framundan. Reyndu að halda að þér höndum þessa viku. Stjörnurnar sýna að þú þarft að vera á varð- bergi, einkum í ástar- málum, þótt ekki sé reyndar von á neinum stórslysum. Nærgætni gagnvart þínum nánustu er nauð- synleg. Kunningjamir hafa tekið fullmikinn tíma frá raunverulegum vinum þínum að undan- förnu. Gættu að hverjum þú getur treyst, þú gætir þurftáþvíaðhalda. Enginn virðist skilja áráttu þína að ráðast í stórvirki. Ertu viss um að þú hafir hugsað málið til enda? Þú átt góðan vin sem er til í að hjálpa þér ef þú þarft á því að halda. Börn í fjölskyldu þinni þurfa á athygli þinni að halda. Þetta á ekki síst við um eldri systkini sem vilja gleymast. Nú er rétti tíminn til að fara í útilegu en mundu að búa þig vel. Þeir sem hafa gaman af útivist mega eiga von á að kynnast nýju fólki i vikunni. Óróleiki og fjölbreytni virðist ein- kenna þessa viku og vatnsberanum er það síður en svo á móti skapi. Tilfinningalífið virðist í nokkru uppnámi. Þú ættir kannski að leita til manneskju sem.þú veist að er hlýleg í viðmóti. Það er stundum nauð- synlegt að tala um hlut- ina. Lyftu þér upp i miðri viku. 34 Vikan 29. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.