Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn v,. Lítil með feitt hár Kæri, elskulegi Póstur! Ég þakka fyrir allt gamalt og gott í þessu indœla tímariti. Þannig er mál með vexti að ég var með sítt hár og þurfti ég þá að þvo mér tvisvar í viku. Svo lét ég klippa mig og þá byrjaði hárið á mér að fitna og fitna. Éger orðin óþolinmóð, ég er alltaf að reyna eitthvert nýtt sjampó en alltaf er hárið á mér fitugt. Veistu um eitthvert æðislega gott sjampó fyrir feitt hár. Ein lítil með feitt hár. P.S. Hvað á ég að vera þung ef ég er 150 cm á hæð? (Ég er svo óskaplega lítil.) Fyrsta skrefið til að ráða við hárfituna væri líklega að setja í hárið permanent. Það þurrkar hárið og gerir það á flestan máta viðráðanlegra. Þú getur valið um hversu sterkt perman- entið yrði og hvort það væri um að ræða miklar krullur um allt höfuð eða mjúka liði. Ef hárið fitnar ennþá um of skaltu kaupa sjampó sem einkum er ætlað fyrir feitt hár. Skiptu oft um tegund og notaðu helst tvær til þrjár tegundir til skipt- is. Hæfileg þyngd fyrir þig gæti verið frá 47 kílóum og upp í 53 eftir beinastærð. Alveg að brjálast Kæri Póstur! Þetta er í annað skipti sem ég skrifa og ég vona að þú gefir mér gott svar eins og síðast. Þá kemur vandamálið: Éger 15 ára og búin að vera með strák í viku. Vandamálið er að ég er ekkert hrifin af honum en hann er alltaf að reyna við mig. Ég er frekar feimin og get ekki sagt honum að láta mig í friði og er þá með honum. Ég er alveg að brjálast. Hann kemur oft heim að sækja mig og vill oft bjóða mér á ball. Elsku Póstur, hvernig get ég loHnað við hann? Allir vinir mínin-eru að spyrja hvort ég sé á fösfli. Þá segi ég nei. En þegar hann er spurður segir hann já. ;Mig langar alls ekkert að verU með honum því ég er hrifin af strák sem er 17 ára. Ég hef 'nokkrum sinnum verið með hohum. Þá var hann hrifinn af mér og ég held að hann sé það enn. Eg verð að krækja aftur I hann og losna við hinn. Elsku Póstur, hjálp- aðu mér. Mér liggur á svari og grátbið þig að svara mér. Bæ, bœ. Ein I vanda. Það er ekki nema um eitt að ræða — láttu þennan aðdá- anda þinn vita að áhugann vanti frá þinni hálfu. Forðastu samt að láta of marga fylgjast með því sem er að gerast því það er ástæðulaust að særa til- finningar annarra ef hægt er að komast hjá þvi. Þú getur treyst því að hann verður furðu fljót- ur að jafna sig og gleyma því að einu sinni hafi honum fund- ist þú bera af öðrum jafnöldr- um. Það væri mjög óheiðarlegt frá þinni hálfu að nota hann sem eins konar varaskeifu þar til þér tekst að krækja í eitt- hvað annað og betra og þvi ykkur báðum fyrir bestu að útkljá málin sem allra fyrst. Ást við fyrstu sýn Hæ, hæ, elsku sæti Póstur! Eerðu nokkuð hjá þér þegar ég segi sæti? Jæja, best að koma sér að efninu. Ég sá strák á Þingvöllum sem var æðislega sætur (það var ást við fyrstu sýn). Ég bara starði á hann í lengri tíma, síðan tók hann eftir því og ég fór hjá mér. En elsku Póstur, ég veit ekkert hver hann er eða hvar hann á heima. Get ég nokkurn tímann komist að því? Hvað myndir þú gera? Ekkert? Ein mjög ástfangin. Pósturinn fór ekkert hjá sér og gat með naumindum stillt sig um að hlaupa að næsta spegli. Jahá, ást við fyrstu sýn! Eiginlega er ástæða til að óska 62 Vikan 29. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.