Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 50
 Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran r ií íd Maðurinn í lófa hennar Eg vona að lesendur mínir séu nú farnir að vera sammála mér um að raun- veruleikinn sé ekki síður ótrúlegur og ævintýralegur en heimur skáldskapar- ins. I mörg ár hefur [tað heillað mig hve margt undarlegt hendir venjulegt fólk og með hve dásamlegum hætti lífi þess virðist oft stjórnað, svo að með ólíkind- um má teljast. Þegar maður siðan fer að gefa þessum atvikum sérstakar gætur, og jafnvel leita að fleirum, þá bregst ekki að efnið finnst og jafnvel tekur að reka á fjörur manns með kynlegasta hætti. Manni verður þá ljóst hve einkennilegt lífiðoft reynist. Stundum hef ég orðið að hverfa aftur i tímann til þess að skýra frá slikum atvikum en annað veifið rekst maður á tilfelli sem eru að gerast í nútímanum, sökum þess að einhver ritfær maður eða kona hefur getað skýrt vel frá. Að þessu sinni ætla ég að rekja hér sanna frásögn beint úr nútímanum, sem ég hygg að ykkur þyki ekki síður en mér sjálfum allkynleg. Söguhetja okkar er ung kona, Gale Fitzherbert að nafni, og þegar sagan hefst er hún stödd í Lundúnum. Það hefst með því að hún fær bréf frá móður sinni, Jean Jones frá Ástralíu. Segist hún þar vera að koma til Lundúna og fer þess á leit við dóttur sína að hún sýni sér þessa miklu borg þegar hún komi. Hún hafði búið árum saman í Tasmaníu en ætlaði nú að nota þetta tækifæri til þess að kynna sér sitt af hverju sem hún hafði lengi haft sérstakan áhuga á menningarlegs eðlis og þá ekki sist það sem dulrænt var, en á þvi hafði hún lengi haft áhuga. Henni var ljóst að í Lundúnum væri fullt af miðlum og skyggnu fólki og langaði nú að nota tækifærið til þess að reyna á hæfileika þessa fólks. Hún bað því dóttur sina að finna einhverja „góða” handa sér. Gale hófst þegar handa fyrir móður sína. Hún vann í skrifstofu sem bráða- birgða-einkaritari og byrjaði á því að spyrja starfsfélaga sína þar ráða. Komst hún brátt að því að Lundúnabúar væru mjög hjálplegir og vel að sér í þessum efnum og létu sér engan veginn bregða þegar minnst var á dulræn fyrirbæri. Henni var því strax bent á að til væri í borginni stofnun sem bæri nafnið Spíritistasamtök Stóra-Bretlands (The Spiritualist Association of Greát Britain). Snemma vors 1977 fór Gale því i heimsókn i aðalstöðvar þessa félags- skapar, sem hafði aðsetur i stórri grárri byggingu. Þar pantaði hún klukku- stundar fund hjá June Donaghue sem var frábær miðill frá Nýja Sjálandi. Þegar hún hafði beðið um stund var henni vísað til herbergis þar sem tók á móti henni vingjamleg, brosandi, miðaldra kona. Gale var dálítið tauga- óstyrk því hún hafði ekki hugmynd um hvers hún mætti vænta af þvi að vera lokuð inni í herbergi í klukkustund með miðli. En konan reyndi að róa hana og sagði henni að krossleggja hvorki fætur né handleggi og slappa vel af svo and- arnir ættu greiðari aðgang að þeim. Hún gerði þetta og svo tók miðillinn að tala. 1 um fjörutíu mínútur hlustaði Gale svo hugfangin á þessa ókunnu konu segja sér sitt af hverju úr lifi hennar, hugsunum og um fjölskyldu hennar. Þegar fram kom í frásögninni eitthvað sem bar vott um veiklyndi Gale þá huggaði miðillinn hana með hvetjandi orðum og gaf henni bjartar vonir um líf hennaralmennt En svo tók miðillinn að segja henni frá manni nokkrum, Ástraliumanni, sem myndi kvænast henni og myndi unna dóttur hennar Sofiu. Gale hló því þarna hafði miðlinum greinilega skjátlast. Gale hafði nefnilega verið gift en hjóna- bandið hafði mistekist. Hún hafði þvi orðið að ala barn sitt upp ein og hafði það auðvitað verið erfitt en þó hafði henni aldrei komið til hugar að leysa það með þvi aðgifast aftur. En miðillinn talaði um þennan mann og lýsti kostum hans með svo fögrum orðum að Gale varð alveg Ijóst að hér væri miðillinn gjörsamlega á villigötum. Lífsreynsla Gale hafði kennt henni það mikið að slikir dásemdamenn fyndust ekki. Að fundi loknum þakkaði hún samt frú Donaghue fyrir nákvæman lestur en hugsaði með sér að það hefði verið leiðinlegt að hún skyldi hafa farið að blanda þessari rómantík í málið bara sökum þess að hún væri ógift. En þá rann um leið upp fyrir henni að hún hafði aldrei minnst á það við miðilinn. Svo var það þann 27. apríl 1977, á yndWlegum sólardegi, að skipið Austrális lagðist að bakka í höfninni í Southampton og móðir Gale steig á land. Þær mæðgur höfðu ekki sést í heil átta ár eða siðan dóttir Gale fæddist og þarna voru líka með í för systur hennar tvær, Lynn og Sally, sem höfðu alist upp í Ástralíu hinum megin á hnettinum. Þarna urðu því fagnaðarfundir. Móðir Gale var framtakssöm kona og á mánuði hafði hún kynnt sér ýmislegt það helsta í Lundúnum og vildi nú fá að vita hvenær hún kæmist i heimsókn til einhverrar sálrænnar manneskju. Gale var þegar búin að skrá hjá sér heimilis- fang konu nokkurrar, madam Monu, sem kona á skrifstofunni hafði mælt vel með, en fjölskylda þessarar konu hafði leitað til þessarar madam Monu í mörg ár. Gale hringdi nú til þessarar sálrænu konu og samþykkti hún að veita þeim viðtal daginn eftir — þann 27. maí. Og þær mæðgur tóku sér far með lest til Suður-Lundúna. Á stöðinni gaf gráhærður maður sig fram við þær og kvaðst vera eiginmaður miðilsins. Hann ók þeim svo að fallegu húsi þar sem rósir í fullum blóma klifruðu um alla veggi og hann vísaði þeim inn í stofu meðan hann hellti upp á ketilinn til þess að laga te. Hann kvað konu sína vera með fund en þær væru næstar. Gale fór inn á undan. Konan notaði litla kristalkúlu til þess að ná áhrifum og tók brátt að tala en Gale þótti það vera helst til almennt snakk og var i þann veginn að komast að þeirri niðurstöðu að hér væri ekki um mikla hæfileika að ræða. En þá tók miðillinn að snúa sér að sérstökum atvikum. Þegar konan hafði gefið mjög nákvæma lýsingu á starfi Gale tók hún að tala um karlmenn. Kvað hún að um tvo væri að ræða og hefðu báðir R í nafni sínu. Annar þeirra byggi í nágrenni við hana (rétt) en hinn hefði farið yfir hafið til þess að komast til Lundúna. Gale gat varla varist geispa þegar konan fór að segja að hún myndi giftast öðrum þeirra um jólaleytið. Nágranni hennar var ein^ngis vinur og hún þekkti engan sem Vomið hafði handan hafsL £n hvernig hún talaði um þennan mann minnti Gale á hrósið sem frú Donaghue hafði hlaðið á hann. Madam Mona sagði að hann væri kennari og hún myndi fara með honum aftur yfir hafið. Það þarf varla að taka það fram að Gale var þeirri stundu fegnust þegar hún komst út úr þessu herbergi. Henni þótti lítið til þess koma að vera nú í annað skipti sagt frá þessum framtíðar gervieiginmanni. En Gale beið vitanlega eftir fundi móður sinnar og á leiðinni frá húsinu spurði hún hana vitanlega hvað henni hefði verið sagt. „Ja, fyrst og fremst fæ ég Ijóshærðan, bláeygan tengdason í desember . . .” og þær fóru báðar að skellihlæja. „Ég myndi ekki gera það hvað sem í boði væri!” sagði Gale. Og vikurnar liðu. Þær höfðu orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með þessa rómantísku miðla sína og tóku nú ákvörðun um að reyna eitthvað annað. Blöðin voru full af auglýsingum frá stjörnuspámönnum svo þær mæðgur ákváðu nú í þess stað að snúa sér að lófa- lestri. Þetta átti svo að vera síðasta tilraun þeirra til þess að kynna sér dulræn fyrirbæri. Þegar Gale var að blaða af tilviljun gegnum tímarit sem fjallaði mikið um hvað um væri að vera í Lundúnum, þá rakst hún á þessa auglýsingu: VÍSINDALEGUR LÓFALESTUR Andrew Fitzherbert B.A. Fyrsta flokks lærður lófalesari frá Ástra- líu er nú fáanlegur til viðtals. Greiðslan er £7 og fylgir með kassettu-hljóðritun af klukkustundar lestri. Hann er góður þessi, hugsaði Gale. Ekki vantar sjálfsálitið. Hann auglýsir menntun sína, kallar lófalestur „vísinda- legan". heimtar væna greiðslu og setur þetta svo i stóra auglýsingu. Gale var i dálitlum vafa en tilboðið um kassettu- hljóðritunina réð úrslitum. Hún hugsaði, ef hann er svo djarfur að hljóðrita þetta, svo hver sem er geti hlustað á það, þá býr hann annaðhvort yfir góðum hæfiieikum eða hann er snargeggjaður. Hún ákvað að tefla á tvær hættur. 25. júní 1977 var dimmur og drunga- legur laugardagur, þegar Gale reif sig upp úr köldu rúminu til þess að koma í heimsókn á tilteknum tíma hjá lófalesar- anum. „Ég hlýt að vera snarvitlaus!” hugsaði hún þegar hún sat í neðan- jarðarlestinni sem spýtti henni út á óhreina gangstétt sem sýndi henni að ekki væri hún stödd í neinum sérstaklega finum borgarhluta. Og hún gekk framhjá fiskbúðum, bakaríum og skóverksmiðjum þangað til að lokum að hún fann heimilisfangið. En hvar var nafnspjald þessa lærða lófa- 50 Vlkan X9* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.