Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 37

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 37
Nesti í sunnu- dagsbíltúrinn Best er að útbúa nestið í rúmgóða hliðartösku eða körfu með stöðugum botni. Það þarf oft að ganga nokkra vegalengd frá bilnum áður en óska- matstaðurinn er fundinn. Brauð, flatkökur og hrökkbrauð er ómissandi og þægilegast að skera brauðið í sneiðar .áður en lagt er af stað. Áleggið getur verið margs konar, I lengri ferðalögum er mælt með kjöt- meti, til dæmis hamborgurum sem út- búnir hafa verið áður en lagt var af stað, og eggjum sem steikt eru báðum megin. Kaldir kjúklingar eru alltaf vinsælir svo og hangikjöt og soðnir sviða- kjammar eða sviðasulta (fæst í dósum). Einnig hefur heyrst að kaldur svartfugl bragðist sérstaklega vel þegar komið er út i guðsgræna náttúruna. Harðfiskur er góður og þægilegur ferðalagamatur. Og einnig er gott að naga kaldar kótelettur eða lærisneiðar ef afgangur er frá kvöldinu áður. Til drykkjar eru hinar ýmsu tegundir gosdrykkja, mjólk, vatn, djús á flösk- um eða þá eitthvað heitt, eins og kaffi, kakó eða jafnvel heit súpa á hitabrúsa. Ávextir eru ómissandi, bæði ferskir og niðursoðnir, og að lokum er ekki úr vegi að taka eitthvað smátt til að narta i, eins og kleinur, smákökur og ýmis- legt fleira. Og þá er bara að gæta þess að gleyma ekki drykkjarílátum og hnifa- pörum, bréfaþurrkum og plastpoka undir ruslið sem fleygt er þegar heim er komið. * Nesti í hjólreiða- túrinn eða gönguferðina Brauð: Gróft brauð eða franskbrauð, flatkökur og hrökkbrauð. Skynsamlegt er að skera brauðið í sneiðar áður en lagt er af stað. Álegg: Alls kyns tegundir af kjötáleggi, kæfa, niðursneidd egg, ostur eða smurostar o.s.frv, Ef salöt eru tekin með hafið þau í hentugum plastumbúðum og gleymið ekki skeiðinni. Einnig er gott að steikja hamborgara heima og hafa hann síðan kaldan ofan á brauð. Ávextir: Allir nýir ávextir eru góðir í ferðalög. Munið að skola þá áður en lagt er af stað. Drykkir: Kaffi og kakó á hitabrúsa. Einnig er gott að hita súpu og hafa hana með sér á brúsa eða taka með sér djúsbrúsa (blandað áður en lagt er af stað). Að sjálfsögðu er svo harðfiskurinn alltaf vinsæll. Munið eftir bollum, glösum og vasa- hníf. Gott er að taka með sér eina eld- húsrúllu eða munnþurrkur. Gleymið ekki stórum plastpoka undir rusl sem fleygt er þegar komið er heim. * Heitt hnetu- súkkulaði Mörgum þykir ómissandi að hafa með heitt súkkulaði á brúsa i ferðalög. En það er hægt að notast við fleira en suðusúkkulaðið þegar þessi ágæti drykkur er búinn til. Hvernig væri að prófa hnetusúkkulaði? 1/2 pakki hnetusúkkulaði vatn og mjólk Fyrst er súkkulaðið brætt í sjóðandi vatni. Síðan er mjólkinni hellt út í, eftir smekk, og hitað. * Grænmetis- salat Þeim sem hafa tima áður en lagt er af stað í ferðalagið er hér bent á salat sem verður betra og betra eftir því sern það fær að bíða lengur. 1/4 hvítkáishöfuö 2—3 appelsinur Hvítkálið er brytjað smátt og appelsín- urnar rifnar út í. Gætið þess að ekkert af safanum fari til spillis. Ef salatið er látið bíða aðeins drekkur hvítkálið í sig safann og verður enn betra fyrir bragð- ið. Þeir sem heldur vilja búa til salatið á staðnum geta farið eftir þessari ein- földu uppskrift. 1 gúrka sykur og sítrónusafi Gúrkan er sneidd niður og sitrónusafa og sykri hellt yfir eftir smekk. * Kleinur (u.þ.b. 50 stk.) 500 g plöntufeiti eða matarolía 5 bollar hveiti 1 bolli sykur 5 tsk. lyftiduft 90 g smjörliki 1 1/2 bolli mjólk 1/2 bolli súrmjólk 2 cgg 2 tsk. kardimommudropar eða steyttar kardimommur. Þurrefnunum er blandað saman. Vætt í með mjólkinni og eggjunum. Steikt i vel heitri feitinni. * A GRILUD: Kryddlegnar lærisneiðar (fyrir 4) Lærisneiðar eru ákaflega hentugt kjöt meti til að grilla. Hér er uppskrift að nýstárlegum lærisneiðum og verður máltíðin að vera undirbúin tæpum sólar- I hring áður en hennar á að neyta. 10 lærisneiðar matarolia salt og pipar paprikuduft hvitlaukssalt Worchestersósa IWá nota fleiri kryddtegundir ef þörf þykir. Matarolíu er hellt í skál og kryddinu hrært út i. Þá er Worchestersósunni bætt i og gætið þess að blanda þessu vel saman. Lærisneiðarnar settar út i löginn og látið liggja yfir nótt. Grillað. * Flatkökur (u.þ.b. 10 stk.) 4 bollar rúgmjöl 3 bollar hveiti 2 bollar haframjöl 1 lftri sjóðandi vatn 1 tsk. salt Þurrefnunum blandað saman i skál (stóra). Vatninu hellt út i og hrært í með sleif. Hnoðað fljótt, eða á meðan deigið er heitt. Flatt út og skorið und- an diski. (Fletjið deigið ekki of þunnt út.) Bakað við góðan hita. 29. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.