Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.02.1986, Side 8

Vikan - 20.02.1986, Side 8
rá henni Ameríku berast sögur um kraftakalla sem tryggja vöðva sína, fegurðardrottningar sem tryggja barminn og gáfnaljós sem tryggja grábleikan heilann. Tryggingarnar eru víst mjög dýrar en hver horfir í aurana þegar atvinnutæki eru í húfi? Islendingar eiga marga frækna íþróttamenn, afreks- menn í mörgum greinum og þónokkur hópur þeirra hefur haldið utan í atvinnumennsku. Sama á við um fegurðardrottningarnar, Hólmfríður og Sif eru báðar við störf erlendis. En hvernig er tryggingamálum Islendinga háttað, eru afreksmenn okkar nógu vel tryggðir? Gæti Pétur Ormslev tryggt á sér skotfótinn eða Þorgils Öttar Mathiesen tryggt skothandlegginn? Hafa þeir áhuga á því? Birgir Lúðvíksson svarar spurningum um líkams- hlutatryggingar og íþróttamennirnir segja sitt álit. „Það er hægt að tryggja allt,“ segir Birgir Lúðvíksson, deildar- stjóri hjá Almennum tryggingum. „Líkamshlutatryggingar eru óvenjulegir tryggingaratburðir hérlendis og því eru þær ekki til staðlaðar. Þegar vátryggingarupphæð og iðgjöld eru ákveðin er alls ekki sama um hvaða fótleggi er að ræða ef við tökum það sem dæmi.“ TÓNLISTARTILFELLI - Birgir, manstu eftir einhverju tilfelli þar sem ákveðinn likams- hluti hefur verið tryggður sérstaklega? „Já, ég get nefnt sem dæmi að píanóleikari hefur fengið breytt skilmálum slysatryggingar. Örorkumatinu var breytt þannig að í stað þess að missir handar yrði metinn sem 75% örorka, eins og venjulegast er, þá yrði sá missir metinn til 100% örorku. Ástæðan liggur í augum uppi, píanóleikari, sem missir höndina, er alveg óvinnufær á eftir." SKOTFÆTUR OG SKOTHANDLEGGIR - Hvað segir þú um að tryggja skotfót Péturs eða skothandlegg Þorgils Óttars? „Ef þeir óskaðu eftir því myndum við gera það að höfðu samráði við okkar endurtryggjendur í Englandi. Venjuleg slysatryggingar- upphæð er ein og hálf til tvær milljónir á mann, svo ekki væri óeðlilegt að toppíþróttamenn og fegurðardrottningar færu fram á svona fimm milljón króna tryggingu. Iðgjaldið af fimm milljón króna tryggingu er venjulega fimmtán þúsund og fimm hundruð á ári en yrði eitthvað hærra með breyttu örorkumati. FIMMFÖLD IÐGJÖLD Tilfellin væru athuguð og metin og missi fótleggs eða handleggs yrði breytt í 100% örorkumat í stað hinna venjulegu 75%. En þar sem mun meiri hætta er á að Pétur Ormslev meiðist en hún Hólm- fríður þá yrði iðgjald hans liklega svona fjórum til fimm sinnum hærra. Sama gildir um Þorgils Óttar og Pétur, iðgjöldin yrðu svipuð, þó líklega aðeins lægri hjá handboltamönnum. 8 Vikan 8. tbl EINKATRYGGINGAR Iþróttamenn eru tryggðir á æfingum og í keppni af sínum sér- samböndum og sum félög hafa einnig tryggt leikmenn sína meðan keppnistímabil standa yfir. Þær tryggingar eru að mínu mati ekki nægjanlegar þó samböndin teygi sig eins langt og þau geta. Ég tel að íþróttamenn ættu sjálfir að fá sér viðbótartryggingu en því miður þekki ég engin dæmi þess.“ - Birgir, eru öll tryggingafélögin til í svona tryggingar? „Það tel ég líklegt. Öll stærri tryggingafélögin hafa sömu ið- gjaldaskrá og sömu skilmála á slysatryggingum, svo möguleikinn. er til staðar hjá þeim öllum." PÉTUR ORMSLEV Hefur Frammarinn hann Pétur Ormslev áhuga á að tryggja á sér skotfótinn? „Varla. Leikmenn hér hafa ekki efni á því að tryggja sig sjálfir fyrir háar upphæðir. Þegar ég spilaði með Fortuna Dússeldorf var ég tryggður af félaginu mínu og var einnig með mína einkatryggingu. Atvinnu- knattspvrnufélögin voru með allt og alla tryggða í bak og fyrir, tryggðu sjálf sig fyrir því að missa frá sér menn og fyrir meiðslum á mönnum sínum. ATVINNUMENNSKAN Leikmennirnir voru einnig tryggðir fyrir lækkun í launum, lækkun á bónus og slíku auk þess auðvitað að vera tryggðir fyrir slysum og atvinnumissi. Atvinnuknattspyrnumaður missir vinnuna ef hann lendir í alvarlegu slysi og því fmnst mér sjálfsagt að hann slysatryggi sig fyrir háa upphæð en hér heima gegnir öðru máli. Leikmenn hér eru allir í öðrum störfum og algengustu meiðsl eru þokkalega dekkuð af tryggingum félaganna og sérsambandanna og svo er, held ég, til einhver sjóður hjá ISI sem hjálpar mönnum til viðbótar ef með þarf. Á meðan við erum ekki í atvinnumennsku sé ég ekki ástæðu til að tryggja mig sérstaklega,“ sagði Pétur. ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN - Hefur þú velt því fyrir þér hvort þú ættir að tryggja þig sér- staklega, til dæmis að tryggja á þér hægri handlegginn? „Nei, en það hittist nú einmitt svo á að ég meiddist á hné i Eystrasaltskeppninni í Danmörku, svo það væri kannski ástæða til að athuga þessi mál. TÍMIOG PENINGAR Margir missa úr vinnu vegna íþróttameiðsla og þess vegna gæti verið þörf á aukatryggingum. Eg er sjálfur í námi, er á fjórða ári í viðskiptafræði og hef misst dálítið úr vegna keppnisferða og æfinga og einnig vegna meiðsla, en tími verður ekki bættur með peningum svo það er ekki tryggingamál. Það er alltaf matsatriði hvort ástæða sé til að borga tugi þús- unda í tryggingar en ef maður lenti í stóru slysi væri auðvitað gott að vera vel tryggður. HUGSA MÁLIÐ Það getur verið að ég þurfi að fara í aðgerð á hnénu vegna meiðslanna og þá gæti ég orðið frá vinnu í allt að tvo mánuði. Ef ég væri í launavinnu yrði það mikill tekjumissir sem tryggingar gætu bætt. Reyndar er töf í námi sambærilegt tap fyrir mig en það dekka tryggingar ekki. Kannski ég fari samt að athuga tryggingamálin alvarlega núna - það er oft eins og það þurfi að koma eitthvað upp á til þess að maður hugsi sinn gang,“ sagði Þorgils Óttar að lokum. EFTIR KRISTÍNU JÓNSDÚTTUR LJÚSMYND: RAGNAR TH.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.