Vikan


Vikan - 20.02.1986, Page 33

Vikan - 20.02.1986, Page 33
spilai Gmfík þegar færi gefst Viö i Grafik erum alln mjog uppteknir í oóru um þessar mundir en erum þó meó tónleika og boll i skólum og félagsmióstoövum alltaf af og til Annars hyggjum vió cá feröalog næsta sumar, ætlum aó fara um landió vitt og breitt kannski vió veróum á fálkaslódum. fetum i fótspor Ragga toffara." Greinilega önnum kafinn, leikarinn og songvarinn Helgi Björnsson. -HVAÐERTUAÐGERA? „Núna? Ég er í smápásu, fer á æfingu eftir klukkutíma. Æfingu á Uppstillingunni, nýju bandarísku leikriti eftir unga konu, Emily Mann. Verkið lýsir raunverulegum atburðum, reynslu stráks sem var hermaður í Víetnamstríðinu og þeim áhrifum sem stríðið hefur haft á hann og hans nánustu, eiginkonu og ástkonu. Höfundurinn byggir leikritið á samtölum við fyrrverandi hermann og hans konur. Ég leik strákinn Mark. Eiginkonuna leikur Ása Svavarsdóttir og MargrétÁkadóttirástkonuna. Uppstillingin er fyrsta verkið hjá Stopp- Leikhús. Leikstjóri er Hulda Ólafsdóttir og Guðný B. Richards hannar leikmynd og bún- inga. Verkið er gífurlega sterkt, Mark talar opinskátt um allt sem hann hefur gengið í gegnum og hann er á sviðinu allan tímann, en persónurnar tala mikið til áhorfenda og lítil samskipti eru milli þeirra á sviðinu. Mark er erfiður - ég held að þetta sé eitt það erfiðasta hlutverk sem ég hef tekist á við. Við hjá Stopp-Leikhús munum líklega frumsýna Uppstillinguna um miðjan mars á Galdraloft- inu. Hafnarstræti 9. Nú, fyrir utan æfingarnar á Uppstillingu er margt í gangi, ég er í sýningunni Land míns föður sex kvöld í viku niðri í Iðnó og svo

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.