Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.02.1986, Qupperneq 36

Vikan - 20.02.1986, Qupperneq 36
 þykjan er einskorðuð við liðandi stund. Það er líka langt í frá að allir reykingamenn fái lungna- krabba eða hjartasjúkdóma og einhvers staðar í kollinum lúrir sú fullvissa að það sé nokkuð sem bara komi fyrir aðra. MEÐFERÐÁFENGIS Áfengi er eini löglegi vímugjaf- inn en hafi einhver haldið að það sé vegna þess að það sé að mestu skaðlaust upplýsist að svo er ekki. Skammtíma áhrif áfengisneyslu þekkja flestir af eigin raun eða annarra. Afleiðingar bráðrar yfir- skömmtunar eru líka flestum kunnar, sömuleiðis eftirköstin (timburmennirnir). Langvarandi eiturverkun áfengis kemur einkum fram hjá þeim sem neyta áfengis oft og reglubundið. Þar ber helst að nefna magabólgur, lifrar- skemmdir (skorpulifur), taugabólg- ur, geðveiklun og hjartabilun. Áfengi getur og verið vanabind- andi. Áfengissýkin er alvarlegasta afleiðing misnotkunar áfengis. Talið er að tíundi hver 65 ára karlmaður á íslandi eigi eða hafi átt við áfengisvandamál að stríða. En svo er því líka haldið fram að hóflega drukkið vín gleðji manns- ins hjarta. SJALDAN HEFÉG FLOTINU NEITAÐ Svo mælti hann Jón á kross- götum fyrir óralöngu og undir þetta gætu margir nafna hans áreiðanlega tekið nú. Þá ættu þeir sjálfsagt ekki beinlínis við flot eins og hann Jón gamli heldur ýmiss konar annað feitmeti sem ekki draup af hverju strái hér áður fyrr á árum. Jón á krossgötunum þurfti heldur ekki að neita flotinu heils- unnar vegna. Nútíma Jónar og aðrir Islend- ingar kunna vel að meta feitmeti, smjör, smjörlíki, rjóma, feitt kjöt, feitt álegg og unnar kjötvörur, majónes og djúpsteiktan mat svo eitthvað sé nefnt. íslenskt krása- borð, hvort heldur er „matur eða kaffi“, stendur venjulega saman af öllu þvi feitasta og sætasta sem hugsast getur. Og það er allt á bannlista þeirra sem gefa gaum að heilsunni. íslendingar og þá einkum ís- lenskir karlmenn neyta allt of mikillar fitu og sér í lagi harðrar fitu. Sú fita stuðlar að því að blóð- fita hækkar sem aftur orsakar að hjarta- og heilaæðar kalka og lok- ast. Afleiðingarnar eru kransæða- stífla og heilablóðfall. Um 4o% allra dauðsfalla á Islandi eru af þeim sökum. Mönnum er því heilsunnar vegna ráðlagt að draga stórlega úr neyslu á smjöri, smjörlíki, feitu kjöti, rjóma, feitum kökum og súkkulaði. Veisluborðið verður að líta öðruvísi út ef menn ætla að auka líkurnar á góðri heilsu og lengra lífi. SALTLAUST, SYKURLAUST, BRAGÐLAUST OG MEINHOLLT? Fyrir nokkrum árum varð uppi fótur og fit í heiminum vegna þess að menn töldu sig loks hafa komist að því hvers vegna háþrýstingur (hár blóðþrýstingur) væri svo al- gengur á Vesturlöndum. Sökudólg- urinn var venjulegt matarsalt eða öllu heldur natríumklóríð (NaCl) í matarsalti. Erfitt hefur reynst að sýna fram á það svo óyggjandi sé að natríumklóríð sé skaðvaldurinn en læknar og næringarfræðingar eru þó sammála um að of mikið sé af salti í fæði nútímamanna al- mennt og rétt sé að draga úr allri óhófsneyslu, (til dæmis ættu menn að venja sig af að salta mat á disk- inum sínum). Islendingar eru einna mestar sykurætur og sælkerar á Vestur- löndum og lengi vel var þeim ætlað heimsmetið í sykurneyslu. Á und- anförnum árum hefur nokkuð dregið úr innflutningi hreins syk- urs í sekkjum en talið er að í stað- inn hafi innflutningur á tilbúnum matvælum, sem innihalda sykur, aukist. Mikil sykurneysla veldur tannskemmdum (sem eru mun al- gengari hér en í nágrannalöndun- um) og offitu. Það sem veldur læknum og næringarfræðingum þó hvað mestum áhyggjum er að fólk (ekki síst börn og unglingar) full- nægir orkuþörf sinni með því að borða sætan mat sem inniheldur hins vegar lítið af nauðsynlegum næringarefnum. Talið er að um 20% af hitaeiningum fæðunnar komi úr sykri en æskilegt er að það sé innan við 15% sem þýðir í reynd að sykurneysla þarf að minnka um þriðjung. Um 1960 var töluvert farið að nota gervisykur í ýmis matvæli. Helst voru það efnin syklamat og sakkarín sem notuð voru í sykur- lausa drykki og megrunarmat. Rannsóknir leiddu síðan í ljós að bæði þessi efni gátu valdið krabba- meini væri þeirra neytt í miklum mæli. Syklamat var um tíma bann- að með öllu en síðan var notkun þess leyfð á ný þar sem sýnt þótti að það væri ekki hættulegt í jafn- litlum skömmtum og þess var venjuleg neytt í. Aspartam (Nutra Sweet) er sætuefni sem nú er mjög mikið notað í stað syklamats og sakkaríns. Það var rannsakað vel og lengi áður en það fékk loks blessun heilbrigðisyfirvalda. Tíðni magakrabbameins er mjög há á Islandi miðað við nágranna- löndin en fer þó lækkandi hér sem annars staðar. Ein skýringin er sú að meira sé hér en annars staðar af ýmsum efnum í matvælum og umhverfi sem geta verið skaðleg. Saltpétur (nítrat) gefur saltkjöti og hangikjöti rauðan lit. Saltpétur breytist í nítrít í kjötinu og gefur því rauðan lit. Nítrít getur valdið eituráhrifum í líkamanum gangi það í samband við ákveðin efni í fæðu eða meltingarvegi. fslenskir vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum að hugsanlegt samband væri á milli neyslu hangikjöts (sem mikið var af saltpétri í) feðra og sykursýki í afkomendum þeirra. I kjölfar þess var mjög dregið úr saltpétursnotkun í matvæli. Hraustu fólki á því að vera óhætt að borða hangikjöt og saltkjöt án þess að bíða tjón á heilsu sinni. T(U DROPARNIR Kaffi er eins konar h'fsvatn þjóð- arinnar. I kaffinu er létt örvandi efni (koffín) sem snýr tilveru margra á réttan kjöl eins og aug- lýsendur hafa bent á. Kaffi er ekki bráðdrepandi en koffín og ýmis önnur efni, sem eru í kaffinu í kaffibollanum, geta haft slæm áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi til lengdar. Sérfræðingar ráðleggja fólki því að fara varlega í kaffidrykkjunni og láta sér nægja í mesta lagi 2-3 holla ádag. VARASAMAR ATHAFNIR ÚTVORTIS Það er ekki aðeins í mat, drykk og reykingum sem nútímamenn verða að gæta að sér. Hættur vel- megunarinnar eru margvíslegar. Lítil hreyfing og letilíf stuðlar lítt að góðri heilsu. Menn eru hvattir til að hreyfa sig sem mest og iðka líkamsrækt eftir megni. Undanfarin ár og áratugi hefur straumur fólk legið til sólríkari landa. Margir vita fátt unaðslegra en liggja í heitum sandi og láta sólina verma sig og brúna. Þegar heim til kalda landsins er komið er sólbrúnkunni haldið við með ljósaböðum í þar til gerðum bekkj- um. Þeir sem ekki höfðu efni á að fara til sólarlanda tóku ljósabekkj- unum feginshendi. Með þeim gátu allir haldið hinum eftirsótta brúna húðlit allan ársins hring. En Adam var ekki lengi áhyggjulaus í sól- bekkjaparadísinni. Frá heilbrigð- isyfirvöldum tóku að berast þær fréttir að tilfellum húðkrabba- meina hefði mjög fjölgað og senni- legt að sólbekkir beri einhverja sök þar á. Rannsóknir hafa sýnt að tíð ljósaböð geta leitt til breytinga í húðinni (valdið hrukkum), haft áhrif á ónæmiskerfi húðarinnar og valdið húðkrabba. Sólarljósið sjálft getur og orsakað húðkrabba hjá þeim sem eru oft og lengi óvarðir í sól. Ennþá er margt órannsakað i þessum efnum en mönnum er eindregið ráðlagt að fara varlega. SKÍRLÍFIÐER BESTA VÖRNIN Á undanförnum áratugum hefur ríkt mikið frjálslyndi í kynferðis- málum á Vesturlöndum. Hefur sumum þótt nóg um en aðrir notið þessa í ríkum mæli. Tilkoma getn- aðarvarna og góðra lyfja við al- gengustu kynsjúkdómum hefur mjög ýtt undir þessa þróun. En þegar hinn ægilegi sjúkdómur AIDS fór að láta á sér kræla, sjúk- dómur sem engin lækning hefur enn fundist á, varð það til þess að margir breyttu kynlífsvenjum sin- um. Kynmök við ókunnuga urðu skyndilega óæskilegt hættuspil og heilbrigðisyfirvöld víða um lönd mæltust til þess að fólk ástundaði sem næst skírlífi væri það ekki í föstu ástarsambandi. HÓF ERÁÖLLU BEST Upptalningin hér að ofan er ekki sérlega ánægjuleg fyrir lífsnaut.na- menn. Ótal margir láta allar slíkar fortölur sem vind um eyrun þjóta. Það sem læknar og næringarsér- fræðingar virðast vera að boða eru spartverskir lífshættir innan klausturmúra. En i rauninni eru fræðingarnir einfaldlega að boða hófsemi. Heilbrigðu fólki er flestu óhætt að láta eftir sér lítið eitt af lífsnautnum. Listin felst í því að kunna sér hóf en það er meira en margur ræður við. 36Vikan8. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.