Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.02.1986, Qupperneq 56

Vikan - 20.02.1986, Qupperneq 56
Það er óþarfi að geta þess að ég fylgdi Poirot til Suður-Afríkumannsins. Hann reyndist ekki vera heima en ritari hans ræddi við okkur. Hann sagði okkur frá því að Johnston væri nýlega kominn frá Suður-Afríku og að hann hefði aldrei áður komið til Englands. „Hann hefur áhuga á dýrum steinum, er það ekki?“ spurði Poirot glæfralega. „Hann fæst nú aðallega við gullvinnslu," sagði ritarinn hlæjandi. Poirot var mjög hugsi eftir viðtalið. Seinna um kvöldið kom ég að honum þar sem hann sat niðursokkinn í bók um rússneska málfræði. „Drottinn minn dýri, Poirot," sagði ég. „Hvað ertu að gera? Ertu að læra rússnesku til þess að geta spjallað við greifynjuna á móðurmáli hennar?“ „Ekki vildi hún hlusta á mig þegar ég talaði ensku.“ „En, Poirot, þú veist vel að hver einasti aðalborinn Rússi talar reiprennandi frönsku." „Þú ert sannkölluð fróðleiksnáma, Hastings. Ég held ég hætti að glíma við ráðgátur rúss- neska stafrófsins." Hann henti bókinni frá sér með leikrænni hreyfingu. Ég var ekki fyllilega ánægður. Það var blik í augunum á honum sem ég þekkti frá gamalli tíð. Það var ótvírætt merki þess að Hercule Poirot væri ánægður með sjálfan sig. „Þú efast kannski um að hún sé Rússi,“ sagði ég, „og ætlar að leggja fyrir hana gildru.“ „Nei, nei, hún er áreiðanlega Rússi.“ „Hvaðþá...?“ „Ef þú ætlar að ná áttum í þessu máli ráðlegg ég þér að lesa bókina Rússneska fyrir byrjend- ur,“ sagði Poirot. Síðan hló hann og ég fékk ekki orð upp úr honum fyrr en morguninn eftir. Ég tók bókina upp af gólfinu og blaðaði í henni án þess að vera nokkru nær um það sem Poirot var að segja. Morguninn eftir var allt við það sama í Hardmannmálinu en Poirot virtist standa á sama um það. Eftir morgunverð lýsti hann því yfir að hann ætlaði að heimsækja Hardmann fyrri part dagsins. Gamla samkvæmisljónið var heima og mun rólegra en daginn áður. „Jæja, herra Poirot, er nokkuð að frétta?“ Poirot rétti honum bréfsnepil. „Þetta er þjóf- urinn sem tók skartgripina yðar. Á ég að láta lögregluna afgreiða málið eða á ég að reyna að ná sjálfur í skartgripina?" Hardmann starði á blaðið. Að lokum sagði hann: „Þetta er sérkennilegt. Ég tel ráðlegra að koma í veg fyrir hneyksli. Þér ráðið hvemig þér útkljáið málið en farið umfram allt var- lega.“ Því næst náði Poirot sér í leigubíl sem hann skipaði að aka til Carlton hótelsins. Þar spurði hann eftir Rossokoff greifynju og okkur var samstundis vísað til herbergja hennar. Greif- ynjan tók á móti okkur klædd einhverjum slæðum með villimannlegu munstri. „Herra Poirot," hrópaði hún, „hafið þér sann- að sakleysi aumingjans litla?“ „Vinur yðar er úr allri hættu, hann verður ekki handtekinn, greifynja." „En sniðugur lítill maður. Stórfínt og svona fljótur." „Hins vegar lofaði ég herra Hardmann að færa honum skartgripina strax í dag.“ „Já, og hvað með... ?“ „Þess vegna, frú, ef yður væri sama, þá vildi ég biðja yður um að afhenda mér þá án tafar. Mér þykir fyrir því að þurfa að reka á eftir yður en það bíður leigubíll eftir mér ef ske kynni að ég þyrfti að snúa mér til Scotland Yard. Við Belgar erum svo hagsýnir." Greifynjan kveikti sér í sígarettu. Hún sat grafkyrr í nokkrar sekúndur, blés hringi út í loftið og horfði á Poirot. Því næst hló hún og stóð upp. Hún gekk yfir að k'ommóðu, opnaði eina skúffuna og tók fram svart silkiveski. Hún henti því til Poirots. Rödd hennar var í full- komnujafnvægi. „Við Rússar erum hins vegar eyðsluklær," sagði hún, „og þess vegna þarf ég peninga. Þér þurfið ekki að opna það, allir skartgripirnir eru þama.“ Poirot stóð upp: „Ég óska yður til hamingju, frú. Þér eruð óvenju skynsöm og fljót að taka ákvarðanir." „Nú, þér sögðust vera með leigubíl fyrir utan sem biði eftir yður.“ „Þér eruð allt of vinsamleg, frú. Ætlið þér að dveljast lengi í London?" „Nei, ég er hrædd um ekki, þökk sé yður.“ „Ég bið forláts.“ „Hittumst við aftur?" spurði hún. „Vonandi," svaraði Poirot. „Það vona ég ekki,“ sagði greifynjan hlæj- andi. „Þama sló ég yður mikla gullhamra. Það em mjög fáir menn í heiminum sem ég óttast.“ „Verið þér sælar, greifynja. Ó, afsakið, ég gleymdi að skila sígarettuveskinu." Poirot hneigði sig og rétti henni sígarettuveskið sem við fundum hjá öryggisskápnum. Hún tók við því eins og sjálfsögðum hlut, lyfti aðeins augna- brúninni og sagði: „Ég skil.“ „Þvílik kona,“ sagði Poirot ákafur er við gengum niður stigann. „Já, þvílík kona, drott- inn minn dýri. Ekkert rifrildi eða útúrdúrar. Hún þurfti ekki nema augnablik til að meta stöðuna hárrétt. Ég skal segja þér, Hastings, að kona sem tekur ósigri svona vel kemst langt. Hún er hættuleg, hún hefur stáltaugar." Poirot missteig sig og var nærri dottinn. „Ef þú litir augnablik niður fyrir fæturna á þér gengi þér betur að fóta þig,“ sagði ég. „Hvenær fórstu að gruna greifynjuna?" „Kæri vinur, sagði ég ekki strax að hanskinn og sígarettuveskið væri tvöföld vísbending. Þess vegna varð ég áhyggjufullur. Ef einhver hefði verið að reyna að koma sökinni á Parker hefði annað verið nóg. Ég var því fullviss um að Parker ætti ekki báða hlutina heldur bara annan. Ég hélt í fyrstu að hann ætti sígarettu- veskið en þegar ég sá hanskann heima hjá honum sá ég að svo var ekki. Hver átti þá sígarettuveskið? Ekki lafði Runcorn. Ekki Johnston nema hann ferðaðist undir dulnefni en eftir samtalið við ritarann sannfærðist ég um að það væri enginn vafi á því hver Johnston væri. En greifynjan? Hún átti að hafa komið með skartgripi frá Rússlandi. Hún þurfti ekki annað en taka steinana og setja þá í aðrar umgjarðir og þá væri nær ógerlegt að þekkja þá aftur. Ekkert var í raun auðveldara fyrir hana en að taka annan hanskann frá Parker þar sem hann geymdi þá í forstofunni og setja hann í öryggisskápinn. Hins vegar ætlaði hún ekki að týna sígarettuveskinu." „En upphafsstafirnir á veskinu eru BP, en upphafsstafir greifynjunnar eru VR“ Poirot brosti vinsamlega. „Það er rétt, kæri vinur, en í kyrillíska staf- rófinu er B sama og V í okkar stafrófi og P er sama ogR.“ „Hvernig í veröldinni átti ég að geta upp á því? Ég kann ekki rússnesku." „Ekki ég heldur, kæri Hastings, þess vegna keypti ég kennslubók í rússnesku. Ég sagði þér að athuga hana.“ Hann stundi: „Þvílík kona, ég hef ákveðinn grun um að við munum kynn- ast henni nánar, en hvar og hvenær skyldi það verða?“ 56 Vikan 8. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.