Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 30

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 30
INGIBJÖRG ÞORBERGS: „Gítarinn minn“ m ÁRAMÓTAÞANKAR Á gamlárskvöld, þegar klukkan slær tólf, á meðan álfabrennur loga, kveðjum við árið, sem er að líða. Það er allt í einu orðið ,,gamla“ árið .... Nýju ári er fagnað. Klukkur landsins hringja. Flugeldar kljúfa loftið. Sungið er og dansað dátt. Víðast hvar virðist fögnuður alls ráðandi. Erfitt er þó að skyggnast inn í hugskot manna, og líklega eru hugsanir þeirra eins margar — og ólíkar, — og þeir eru sjálfir. Sumir hafa átt erfitt ár, en aðrir ekki vitað annað betra. Einmitt á þessu augnabliki blandast saman söknuður og gleði. Ótal spurn- ingar þjóta gegnum hug hvers og eins. Óskir og jafnvel loforð líka! Kannski eru það flugeldarnir og öll hin lýsandi dýrð, sem eftir- tekt yngri kynslóðarinnar beinist helzt að, þegar árin mætast. Og kannski, að það sem mesta athygli vekur hjá eldri kynslóðinni, sé bara sami sálmurinn, sem alltaf hljómar um allt landið á þessu augnabliki: „Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka.“ Ég held, að þið sem yngri eruð, ættuð einnig að hlusta á þess- ar línur. Þið eruð ekki farin að átta ykkur á, hvað tíminn líður fljótt. Þess vegna er ykkur aldrei of oft bent á að nota hann eins vel og unnt er. Við hér á Islandi höfum margt að þakka, en kannski gleymum við því oft, — kannski munum við bara eftir að heimta. Þegar við sjáum í blöðum og sjónvarpi, t. d. myndir frá Biafra, þar sem börnin líta út eins og beinagrindur. Þau eru grátandi af sulti, og foreldrar þeirra ef til vill dánir við hliðina á þeim . . . Þegar við sjáum myndir frá Indlandi, þar sem allt er að farast úr þurrki. Menn og skepnur liggja kvalin af þorsta um eyðimerkur og önnur skrælnuð landssvæði, þangao til dauðinn auðsýnir þeim miskunn. Þar væru nokkrir sopar af vatni teknir fram yfir gull og gimsteina .... Þegar við sjáum flóttafólk, sem ekkert á og hvergi á heima. Vonleysið f svip þess gefur til kynna, að ekki sé von um, að neitt rætist úr fyrir því. . . . Og þannig mætti halda áfram. Þegar við sjáum allt þetta, þá hljótum við að muna eftir að þakka. Þá hljótum við að sjá, hvað við eigum gott, og höfum margt, sem aðra skortir. Nú hugsa kannski margir: Það eru nú ekki allir, sem hafa það gott hér. Það er að vísu satt miðað við þær kröfur, sem við gerum — en þær eru Ifka miklar. Við skulum þó minnast þess, að hér íá öll börn að ganga í skóla. Hér eru sjúkrasamlög og tryggingar o. fl. mætti upp telja, svo sem ýmiss konar hjálparfélög. Það er ekki nóg að krefjast mikils. Þegar við höfum fengið eitt- hvað í hendurnar, verðum við líka að kunna að fara með það. Um daginn heyrði ég unga konu segja, að það væri óskaplegt að þurfa að kaupa mjólk fyrir meira en 45 kr. á dag handa tveim börnum. Það er alveg satt. Hún minntist þó ekkert á, að þau hjónin þyrftu að kaupa sígar- ettur fyrir meira en 90 kr. á dag, því að þau reykja sinn pakkann hvort! Ég vona, að þið, sem ekki reykið, farið ekki að venja ykkur á þá vitleysu! — Og, þið, sem eruð svo óheppin, að hafa farið að fikta við það, og vanizt á það, áður en þið vissuð af, vona ég, að drífið ykkur í að hætta að reykja! Gott er að byrja árið með því! Safnið ykkur heldur fyrir gftar eða öðru hljóðfæri með sígarettupeningunum Sjálf er ég svo heppin að hafa aldrei byrjað að reykja. ■— En ég á líka bæði gítar og píanó. — Og þegar ég hugsa um það, þá held ég reyndar, að ég geti að mörgu leyti þakkað þeim, að mig hefur bara alls ekkert langað til að reykja. Sumir reyna að telja okkur trú um, að það sé svo róandi að reykja. Ég held nú fremur, að það auki taugaveiklun og dragi úr okkur alla orku. Það er áreiðanlega ekkert meira róandi að fá sér sígarettu, heldur en að grípa í gítarinn sinn. Ég hefi alltaf átt nægileg áhugamál — og meira en það — alltaf verið i kapphlaupi við tímann! — Og mér finnst það skemmtilegt. Þið ættuð líka að reyna að finna áhuga- mál við ykkar hæfi: íþróttir, frímerkjasöfnun, föndur, söng, hljóð- færaleik o. s. frv. — Og það verð ég að segja, að gítarinn er alveg prýðilegur félagi! Þá er komið að lögunum, sem ég sendi ykkur núna. Alltaf eru einhver börn að læra ,,Stafrófið“. Þið, sem kunnið það nú þegar, getið þá sungið það með þeim og spilað, því að gripin við það fáið þið hér. (Sjá bls. 33). Og svo fáið þið einföld grip við lag, sem allir syngja núna. „Eins og fuglinn frjáls.“ (Sjá bls. 28). Og þeim sem spila t. d. á orgel, sendi ég svo sérstaklega nýárssálm- inn „Sjá, nú er runninn nýársdagur". I honum vil ég undirstrika nokkrar línur, sem beint er til Guðs, okkar æðsta föður: „Með nýju ári nú vér biðjum, að nýjan mátt oss gefir þú . . . .“ og: „Æ, farsæl vora fósturjörð . . . .“ Svo þakka ég ykkur innilega árið 1968, sem nú hefur kvatt okkur, og vona, að árið 1969 verði gleði- og gæfuríkt ár. Kærar kveðjur! INGIBJÖRG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.