Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 57

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 57
Ævintýri HERAKLESAR 10. ÞRAUT FRAMHALD Nú varð Herakles enn að taka sér litla hvild, en svo reis hann upp, J)reif um dranginn eins og i tryllingi og steypti lionum niður eftir bjarginu og urðu af ]>vi dunur miklar og dynkir. En ]>ar sem dranginn fór, varð gil- glufa eftir i fjallinu, og svo heppilega hafði ]>ar tekizt, að drangurinn hafði tekið með sér nokkurn hluta af loftinu yfir helli Kókosar, svo að ]>ar var »ú bjart orðið, og komnar á rúmgóðar dyr. Kókos var fang- inn eins og fugl í búri og skreiddist ]>ar inn i skot og æpti þaðan og grenjaði, en eld- urinn gaus út úr nösum lians og munni og ætlaði hann að brenna Herakles þar til ösku. En þegar Kóltos sá, að það lán- aðist ekki, hætti hann að fnæsa eldinum, en gaus nú i staðinn úr sér voðalegum reykjarmekki, svo að Herakles skyldi ekki sjá hann, en í sama bili hljóp Hera- kles á dólginn og greip með báðum höndum fyrir kverkar honum. Þeir bárust þar nú fram og aftur um liellinn i þessari hrylliglímu, þangað til máttinn fór loks að draga úr óvættinni, armatökin linuðust og augun ætluðu nærri því út úr augna- tóftunum á risanum, og því næst datt hann þungt til jarðar og var þá dauður. Herakles hafði lcyrkt liann. Þá velti Herakles bjarginu út úr hellisdyrunum og gat nú rek- ið þar út naut sín, og loks dró liann þar út hræ Kókosar. En allir hirðarnir þar úr nágrenn- inu komu að og störðu þar lengi á ófreskjuna dauða, og maður einn þar úr grendinni reisti blótstall þar i skóginum til minningar um þetta afreksverk Heraklesar, og mælti svo fyrir, að þar skyldi á hverju ári halda liátíð á dauðadegi jötunsins. Heraltles hélt nú áfram ferð- inni með fénað sinn, steig á skip og náði landi farsællega á Korinþuheiði. En þar ætlaði þá annar voðajötunninn til að hanna honum leið. Risi þessi tók upp rokna bjarg og þeytti á Heraldes. Svo mikið og þungt var bjargið, að hefði það verið lagt á vagn, þá hefðu tuttugu og fjögur villinaut ekki getað hrært þann vagn úr stað. En bjargið hitti ekki Hera- kles, þvi þegar hann sá, að það stefndi á höfuð hans, sló hann á móti þvi með kylfu sinni svo rækilega, að bjargið flaug aftur langar leiðir, eins og leikknött- ur. Herakles felldi og þennan jötun og hélt svo áfram ferð- inni og kom loks heim næsta dag til Tírýns, heill og hraustur með nautaflokk sinn. Hvefjum er hann að kenna? Hér sjáum við hann Jóa danskennara. Það stendur yfir hjá honum danstími, og hann hefur látið plötu á fóninn, en hverjum er hann að kenna að dansa? Með því að draga línu frá 1—2 og allt upp í 51 fáið þið að sjá nemandann. Buxurnar. Eftirfarandi saga er sögð um Friðþjóf Nansen, hinn norska lieimskautafara og stjórnmála- mann, og lýsir skapgerð hans. Þegar hann undirbjó einn af leiðöngrum sínum, heimsótti hann geysilega stór og sterkur maður, sem gjarnan vildi vera með í væntanlcgum leiðangri. Maðurinn settist gegnt heim- skautafaranum og var með liarðan hatt á höfðinu. Nansen réð ekki til sin nema stálhrausta og kjarkmikla menn og til þess að prófa 'þennan mann tók hann upp skamm- byssu, miðaði á manninn og skaut gat i gegnum hattinn hans. Maðurinn lireyfði sig ekki og Friðþjófur Nansen. sýndi engin merki liræðslu og Nansen varð liiminlifandi: — Hérna eru peningar fyrir nýjum hatti, sagði hann. — Kærar þakkir, svaraði mað- urinn. En buxurnar? — Ekki hef ég eyðilagt þær, sagði Nansen undrandi. — Nei, en ég hef gert það, svaraði maðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.