Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 23

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 23
fram ævintýri, sem voru fullgerð að máli og stíl, og efni þeirra hefði tryggt honum þakkláta lesendur um land allt. Þau voru tilbúin að öðru leyti en því, að eftir var að færa þau í letur. En Sigurbirni var slíkt ofraun. Ég vissi aldrei, hvers vegna hann var svo miður sín. Kannski stafaði það af því, hvað hann var einstaklega vandvirkur og kröfuharður við sjálfan sig. Ef til vill þoldi hann ekki áreynslu þeirrar til- hugsunar að eiga að rjúfa þögn margra ára. Sigur- björn var svo hógvær og lítillátur, að hann undi mæta- vel hlutskipti sínu eftir að hann settist í helgan stein. Samt fann hann til þess, að hann átti verki ólokið. Einu sinni sagði hann mér og fleiri kunningjum sín- um frá þorrablótinu mikla á Akureyri með þjóðskáldið Matthías Jochumsson í öndvegi. Veislugestirnir stigu á stokk og strengdu heit að fornum sið. Einn ætlaði að verða glimukóngur, annar að synda yfir Eyjafjörð °9 þriðji að klífa fjallið Kerlingu. En Sigurbirni datt ekki í hug að ráðast í þvílík stórræði. Hann var að- eins ungur og fátækur skósmiður og vildi vera maður fyrir loforði sínu. Heitstrenging hans var sú að skrifa hundrað sannar íslenskar barnasögur, og þar með hafði hann sett sér takmark sem rithöfundur. Ævi- hraut hans var mörkuð. Við spurðum, hverjar efndirnar hefðu orðið. Þá brá Sigurbirni Sveinssyni eins og hann væri staðinn að óhæfuverki, þessi vammlausi maður. Mig minnir, að hann vantaði þrjár sögur upp í heit- strenginguna. IV Eftir þetta spurði ég hann aldrei um efndir þess, sem hann lofaði í þorrablótinu norður á Akureyri, enda ríkari ástæða að þakka það, sem hann kom í verk, en heimta meira. Sigurbjörn varð snjallasti harnabókahöfundur íslenskrar tungu. Æskunni gaf hann fögur og listræn ævintýri, og það voru dýrar Qjafir. En Sigurbjörn stytti ekki aðeins ungu fólki sfundir. Hann var snillingur máls og stíls — og þess vegna skáld, þó að hans sé ekki getið í svokölluðum bókmenntasögum, nema þá af tilviljun. Og smekk- vísi hans var einstök. Engan hef ég þekkt mildari ' öómum um aðra, en hann gagnrýndi einarðlega sjálf- en sig og hugsaði þá kannski upphátt að viðstöddum vinum sínum. Einhverju sinni trúði hann mér fyrir því, að kunningi hans og aðdáandi teldi Lyklana bera af Því, sem Sigurbjörn hefði skrifað. Hann hafði ekki hátt um umsögnina, en harmaði samt niðurstöðuna. Honum fannst Lyklarnir ekki nógu falleg saga. það er Ijótt að beita brögðum, sagði þessi hjarta- hreini öðlingur. Ég hefði víst betur látið ógert að skrifa þá sögu. Hvað þótti honum þá vænst um af því, sem hann Þa3 er ekki hægt að minnast afmælis ÆSKUNNAR án þess a3 minnast Jóhanns Ögm. Oddssonar. ÁriS 1927 tók Jóhann aS sér afgreiSslu og framkvæmda- stjórn ÆSKUNNAR og gegndi því starfi til ársins 1961. Á því tímabili sem Jóhann starfaði viS ÆSKUNA óx kaup- endafjöidi hennar mjög mikiS. ÁriS 1930 hóf ÆSKAN undir stjórn Jóhanns að gefa út barna- og unglingabækur, og meSan Jóhann starfaSi fyrir ÆSKUNA gaf hún út á annaS hundraS bækur. ÁriS 1939 jók Jóhann enn viS starfssviS ÆSKUNNAR meS stofnun bóka- og ritfangaverslunar, sem síSan hefur veriS rekin. Jóhann var félagi í GóStemplarareglunni og starfaSi þar mjög mikiS, og meSal annars var hann stórritari Stórstúku íslands um 35 ára skeiS. Sæmdur var hann hinni íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf. Jóhann andaSist 25. október áriS 1964. kom í verk að semja? Fyrir því trúði hann mér dimmt og napurt haustkvöld. Þegar Sigurbjörn Sveinsson hafði skrifað Bernsk- una, fór hann heim til Haralds heitins Níelssonar og las honum ævintýrin. Bergljót, fyrri kona Haralds, var hjá þeim og hlýddi einnig lestrinum. Sigurbjörn gaf henni gætur í laumi og sá tár blika á hvarmi hennar eftir að hann hafði lesið Tárin mín. Þá var hann sann- færður um, að þetta væri falleg saga. Síðan þykir mér alltaf vænst um það af ævintýrun- um mínum, bætti hann við. Besta ritdóminn fékk hann aftur á móti hjá Stefáni frá Hvítadal. Sú saga er eitthvað á þessa leið: Vinir og aðdáendur Stefáns héldu honum samsæti í Iðnó uppi, eftir að Söngvar förumannsins komu út og skáru úr um, að tímamótamaður hafði kvatt sér hljóðs á íslensku skáldaþingi. Allir viðstaddir ætluðu að verða skáld og rithöfundar, og öllum var gert að lesa upp eitthvað frumsamið. Sigurbjörn Sveinsson varð síðastur við þeirri áskorun. Hann stóð á fætur, feiminn eins og saklaust þarn, hallaði bakinu að hurðinni, svo að enginn kæmi honum að óvörum, og mælti af munni fram nýtt ævintýri. Áheyrendur féllu 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.