Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 28

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 28
„Hvenær fæ ég að skoðá fossinn?" spyr litla systir og bendir yfir til fjallanna handan fjarðarins. „Þú færð að fara þangað, þegar þú verður orðin stærri," ansar stóra systir. „Segðu mér frá fossinum, systir mín,“ biður litla systir. Hin eldri tekur að lýsa fossinum: „Fossinn heitir Heimir, hann steypist niður úr snarbröttum hömrum, svo að þeir kveða við af hrynjandi samhljóm fallvatnsins. Þegar hljómur hans berst manni til eyrna, er eins og nýr undraheimur birtist og heilli mann í björgin til huldufólksins." Litla systir hlustar með opinn munninn af undrun, ætlar að segja eitthvað, en orðin kafna á vörum hennar. Stóra systir heldur áfram að lýsa fossinum: „Hægt er að ganga undir fossinn án þess að blotna og óska sér einnar óskar.“ „Hvers óskaðirðu, systir mín?“ spyr litla systir áfjáð. „Það má enginn segja frá því, hvers hann óskar sér undir fossinum, þá rætist óskin ekki,“ segir stóra systir og heldur áfram að lýsa fossinum: „Á klettasyllunum umhverfis fossinn vex hávaxinn burkni og burnirót. í hyljunum undir fossin- um sveima laxar í djúpu, kristallstæru vatninu." Litla systir horfir hugfangin yfir fjörðinn. Hún þráir aðeins að verða nógu stór til að komast til fossins. „Systir mín, hvenær verð ég orðin nógu stór til að fara að fossinum?" spyr hún aftur. „Eftir 2—3 ár. Það er svo langt þangað og ógreiðfært," svarar stóra systir mynduglega. Kýrnar eru nú komnar nokkuð á undan telpunum og lalla hægt, en telpurnar herða ganginn og ná þeim. Aðeins er farið að halla degi. Yndisleg hvíld færist yfir náttúruna, þar sem kýrnar þræða gamla troðningana í mó- lendinu og telpurnar fylgja þeim eftir, og hann Brúsi hundurinn þeirra tifar á milli þúfnakollanna. Kýrnar reka af og til upp lágt baul, þegar þær ganga ein af annarri traðirnar að fjósinu, þar sem þær hverfa hlýðnar inn um dyrnar, hver fer á sinn bás og mjaltir hefjast. Stóra systir hverfur inn í bæ, og Brúsi dottar í hlaðvarpan- um feginn hvíldinni. En litla systir heldur hægt niður túnið. Hún ætlar aðeins stutta stund að horfa inn yfir fjörðinn, þar sem fossinn fellur og huldufólkið býr. Hún hallar sér upp að steini niður við túnið. Ó, hvað henni finnst gott að hvíla sig. Nú finnur hún, hve þreytt hún er orðin. En fossinn hvíti, sem fellur fram af hamrabjörgunum í fjallinu handan fjarðarins eins og hvítur silkilindi, hann er svo heillandi. Ó, hve gaman verður að skoða hann, þegar hún verður orðin eldri, og hlusta á töfrandi hljómspil hans. Og huldufólkið, sem býr í háu hömrunum ofan við fossinn, skyldi hún eiga eftir að sjá það? Litla systir minnist alls þess, sem systir hennar hefur sagt henni af fossinum, allt þýtur það um vitund hennar, hver myndin af annarri, en það er svo langt — svo skelfing langt — þangað til hún verður orðin nógu stór til að fara að fossinum — og svo veit hún ekki, hvers hún á að óska sér! Hún er svo ung og sæl, að hún veit ekki, hvers hún á að óska sér. Það er ekki fyrr en löngu seinna, að stóra systir finnur hana sofandi undir stóra steininum niður við túnfótinn. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.