Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1976, Side 43

Æskan - 01.11.1976, Side 43
Þaö var Englendingurinn Matthew Webb, sem gerði Þaö, og tíminn, sem þaö tók hann var 21 klukkustund og 45 mínútur. Þetta gerðist áriö 1875 og er því rúm öld liðin síðan. Webb'stakk sér í sjóinn í höfninni í Dover og stefndi til Calais meö löngum og hægum bringusunds- tökum, skriösundiö var nefnilega óþekkt sundaöferö þá. ■— Tíu klukkutíma þreytti Webb sundið og voru þá enn eftir 30 km. En áfram hélt hann og nú fékk hann mat og drykk á sundinu, sameinað í heitri kjötsúpu. Þá henti Það, aö áhrif flóös og fjöru fóru aö tefja fyrir sund- Qarpinum og einnig fór aö gola dálítið. Webb rak nokkuö af leiö, en það lét hann ekkert á sig fá og hélt ótrauður áfram sundi sínu. Þegar aöeins einn og hálfur kílómetri var eftir, stökk fnaöur fyrir borö úr leiösögubátnum og synti viö hlið Webbs þaö sem eftir var leiöarinnar til lands. Hann sparaði ekki hvatningarópin til félaga síns, og sú hvatn- 'ag haföi mjög uppörvandi áhrif á hinn þreytta sund- mann. — Loksins — loksins rak Webb annan fót sinn í botn og nú gat hann staðið upp og vaðið í land við mikil fagn- aöaróp mannfjöldans, sem þarna var samankominn. Hann haföi sýnt að þetta sund var mönnum mögulegt, en þaö höföu margir efaö mjög. — Jú, börnin höfðu heyrt eitthvaö um þetta, og kennarinn hélt áfram: "Nú skulum við leika aö viö séum dómstóll, og ég skal v®ra dómarinn. Sú, sem ákærö er, er hún Stína, er þaö ekki satt?" Jú, börnin samsinntu því af ákafa. "°9 fyrir hvaö er hún kærð?" suröi kennarinn. Það stóö ekki á svörunum. "Hún hafði rangt viö í boltaleiknum." "Hún kleip hana Siggu." "Hún kastaöi snjóbolta í Laugu í vetur." Kennarinn rétti upp höndina til merkis um að börnin ættu aö þagna. Svo sneri hann sér aö Stínu og spurði: "Jaeja Stína mín. Er þetta satt?" Þar sem Stína svaraði ekki, tók kennarinn þaö sem samþykki. Svo spuröi hann: "Og hvaöa refsing finnst ykkur hæfileg fyrir Stínu?" Túsi rétti upp höndina og svaraði: "Lemja hana á rassinn meö kennaraprikinu." Lalli lét ekki á sér standa: "Læsa hana inni eftir skólatíma." Og fleiri uppástungur komu í sambandi viö refsingu anda Stínu, það vantaöi ekki. Þá sagói kennarinn: "Ég sting upp á aö hún fái þrjú högg á rassinn, meö kennaraprikinu." - "Ég skal." "Ég skal." .,Má ég?" Það virtist vera nóg af sjálfboðaliðum til aö taka aö sér að framkvæma refsinguna. En kennarinn rétti upp höndina, og þegar þögn var komin á, sagði hann: ,,Stína er ákærð fyrir aö hafa rangt við í boltleik, fyrir aö klípa Siggu og aö kasta snjóbolta í Laugu. Refsingin hefur verið ákveöin: þrjú högg á rassinn meö kennaraprikinu." Börnin samsinntu, og eftirvænting var farin aö grípa um sig. Þó mátt sjá á sumum, aó þeim var ekki alls kostar farið aö líka hverja stefnu máliö tók. Eftir dálitla þögn sagöi kennarinn: ,,Nú ætla ég aö biöja það ykkar, sem aldrei hefur haft rangt við í boltaleik að koma hingaó og framkvæma refsinguna." Börnin litu hvert á annað meö spurn í augum. Þetta var eitthvaö, sem þau höföu ekki búist við. Þegar þau öll hikuðu, sagöi kennarinn: „Réttið upp höndina, sem aldrei hafið haft rangt við í boltaleik, og svo vel ég eitthvert ykkar úr." Hik kom á börnin. Sum ætluðu að fara að rétta upp höndina, en drógu hana fljótt niður aftur. ,,Nú, ekki dugir þetta," sagöi kennarinn. ,,Viö verðum endilega aö sjá til þess aö Stína fái refsinguna sína. Þess vegna spyr ég; hvert ykkar hefur aldrei klipið neinn?" Enn varð hik, og börnin virtust vera aö hugsa sig um. ,,Lalli,“ sagöi kennarinn. ,,Það er best aó þú komir. Ég þykist viss um aö þú hafir aldrei klipiö neinn." Lalli hálfreis úr sætinu, en settist aftur. Þegar hann ÆSKAN — Hafið ekki áhyggjur af ókomnum dögum 41

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.