Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1977, Side 60

Æskan - 01.11.1977, Side 60
Litla húsiö hans Andrésar stóð við skógarjaðarinn, langt frá öðrum húsum. Húsið og starf hans hafði gengið í erfðir mann fram af manni síðustu manns- aldrana. Afi hans og faöir höfðu verið skóarar, og að föður sínum látnum hafði Andrés tekið við vinnustofunni eftir ættarvenju, fengið sér konu og farið að búa. En Andrés var svo óheppinn, að nú var kominn annar skóari í þorpið, sem numiö hafði skósmíði erlendis, vinna hans var því snotrari útlits en hjá Andrési skóara. Við- skiptamönnum gamla skóarans fækkaði því óðum, og loks varð Andrés að gera sér að góðu, já, þakka Guði fyrir, ef bændurnir vildu láta hann gera við skóna sína, svo hann gæti unnið sér og sínum brauð. Það varð að spara og gæta allrar hagsýni á heimili hans, því hann hafði sex litla munna að metta, en erfið- leikar og áhyggjur fyrir daglegu brauði rændu eigi heimilið þeirri hamingju og friði, er þeim hjónum hafði veist í ríkum mæli. Börnin, sem bæöi voru drengir og stúlkur, döfnuðu vel, þrátt fyrir fátæktina; voru hraust og fjörug og rjóð í kinnum. Elsti drengurinn, sem hét Georg, var duglegur og áreiðanlegur sendisveinn föður síns, og elsta telpan hjálpaði móður sinni við innanhússtörf, en yngri börnin söfnuðu eldiviði í skóginum og hjálpuðu til á ýmsan hátt eftir megni. Jólin voru í nánd, og jörðin var þakin snjó, en a heimili Andrésar skóara var lítið um undirbúning undir hátíðina. Skóarinn og elsti sonur hans kepptust við að vinna, þótt Ijósið væri dauft. Nú var Georg farinn að hjálpa föður sínum á vinnustofunni, móðirin og eldri telpurnar spunnu, en Jóhann, sem var nokkuð yngri en Georg, gætti yngstu barnanna og braut fyrir þau hnetur. Andrés skóari blístraði lag við vinnu sína, ofurlágt, en móðirin sagði yngri börnunum frá, hvernig jólin væru haldin í stórborgunum, þar sem fólk hefði efni á að kveikja fjölda Ijósa á stóru, skrautlegu jólatré. „Nóg er nú af grenitrjám í skóginum," sagði Andrés. ,,Ef skógarfógetinn vildi leyfa okkur að höggva fáein tré, gætum við unnið okkur inn nokkrar krónur til jólanna með því að selja þau í borginni." Hugmyndin var gripin á lofti með miklum áhuga, og næsta morgun fór Andrés til skógarfógetans, sem gaf honum fúslega leyfi til að höggva trén. „Hlaupið nú, drengirtil Hinriksfrænda," sagði Andrés, er hann kom heim, „og fáið sleðann hans lánaðan." Það létu þeir Georg og Jóhann ekki segja sér tvisvar, en á meðan hvatti faðirinn öxina og móðirin bjó þeim morgunverð. Er þeir höfðu matast, lögðu feðgarnir af stað út í skóginn. Úti í skóginum var allt svo hljótt. Þeir ösluðu snjóinn þangað til þeir komu í rjóöur eitt; þar námu þeir staðar; var skógurinn þar höggvinn að mestu, nema nokkur ung grenitré, sem skóaranum virtust hæfilega stór jólatré. Hann hjó nú nokkur smátré, en svo bað Georg hann að lofa sér að reyna líka. Fékk hann það fúslega, en þegar hann sá, að það gekk vel, sagði drengurinn: „Heyrðu pabbi, þú hefur svo mikið að gera, farðu nú heim, en ég felli tvö til þrjú tré í viðbót, meðan Jóhann leggur trén á sleðann, svo drögum við þau heim. Við erum orðnir svö stórir, pabbi, að við getum það vel." Faðirinn kinkaði kolli. „Farið þá varlega, öxin er beitt," sagði hann, „og látið ekki meira á sleðann en þið getið hæglega dregið heim “ „Komið ekki of seint!" kallaði hann til þeirra, er hann var kominn af stað. „Við komum bráðum," svaraði Georg og veifað' öxinni. Síðan hraðaði Andrés sér heim og tók til starfa. Drengjunum gekk vel. Þeim hitnaði við vinnuna, og þeir glöddust yfir því, að smám saman hækkaði a sleðanum. Svo hvíldu þeir sig örlítið og lögðu síðan af stað út úr skóginum. Þegar þeir voru rétt komnir að ystu trjánum, stansaði Georg snögglega. „Hvar er öxin?" sagði hann. Þeir höfðu þá gleymt öxinni, og án hennar gátu Þeir ekki komið heim. „Bíddu hérna við sleðann," sagði Georg, „meðan eð hleyp inn í skóginn, ég man hvar við vorum síðast." Hann hljóp af stað sem fætur toguðu, en Jóhann var eftir við sleðann. En hann var þreyttur og ætlaði að setjast milli grenitrjánna á sleðanum, en þegar hann ý,ri þeim til hliðar, sá hann blika á öxina milli þeirra. Hann hljóp á eftir bróður sínum, en hvernig sem hann hrópað'- Georg! Georg! fékk hann ekkert svar. Hann sneri því við og beið þolinmóður vió sleðann. Georg var nú kominn aftur í rjóðrið, en fann ekki öxina, sem varla var von- Hann varð því að snúa aftur við svo búið, en þegar hann kom aftur að sleðanum, var byrjað að rökkva. Jóhann lif'1 var steinsofnaður, og öxin var fallin úr hendi hans. Georg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.