Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1920, Side 4

Skírnir - 01.12.1920, Side 4
226 Jón Jónsson A.ðils. [Skírnir sagnfræðingur var hann venjulega nefndur og var með því nafni kunnur hverju mannsbarni á landi hér, og var trautt skipt um nöfn, þótt sjálfur skipti hann um stöður eða embætti og jafnvel nafn. Jón er fæddur í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi þann 25. apríl 1869. Voru foreldrar hans Jón Sigurðsson, bóndi í Mýrarhúsum, og siðari kona hans, Guðfinna Björnsdóttir. Meðal barna Jóns í Mýrarhúsum af fyrra hjónabandi voru: Guðmundur, gáfumaður og annálaður námsmaður, er and- aðist nýorðinn stúdent, og Jón skipstjóri í Melshúsum á Seltjarnarnesi. Faðir Jóns í Mýrarhúsum var Sigurður Bmiður í Seli í Grímsnesi, en faðir hans Jón smiður og bókbindari í Geldingaholti í Hreppum, Jónssonar í Hjálm- holti og víðar (síðast á Gýgjarhóli, d. 1787, 83 ára), Gizur- arsonar í Tungufelli, Oddssonar í Jötu i Hrunamannahreppi, Jónssonar. Höfðu þessir menn verið smiðir góðir og hag- leiksmenn miklir, og má vera, að þaðan hafi Jón sagn- fræðingur sókt sína dæmafáu hirðusemi og fágætlega fögru rithönd. Kona Jóns smiðs í Geldingaholti og langamma Jóns sagnfræðings var Elín Sigurðardóttir í Geldingaholti, Jónssonar lögréttumanns á Stóranúpi, Magnússonar í Bræðratungu, Sigurðssonar sýslumanns á Skútustöðum, Magnússonar sýslumanns á Reykhólum, Arasonar sýslu- manns í ögri, Magnússonar sýslumanns hins prúða, Jóns- sonar á Svalbarði, og er þetta Svalbarðsætt kölluð og flestum kunn. En kona Magnúsar í Bræðratungu var Þórdís, dóttir Jóns byskups á Hólum, Vigfússonar sýslu- manns, Gíslasonar lögmanns, Hákonarsonar. Kona Odds í Jötu var Sigríður Bjarnadóttir, Arnkelssonar, Halls- sonar prests í Hvammi í Laxárdal, Arnkelssonar, og er þessi ættliður nákominn Olafi byskupi Hjaltasyni. En kona Jóns í Hjálmholti var Ragnheiður Stefánsdóttir, bróð- urdóttir síra Stefáns Þorsteinssonar í Steinsholti, er prestur varð þar næst eftir síra Daða Halldórsson. — Guðfinna, móðir Jóns sagnfræðings, var dóttir Björns bónda á Stóru- Býlu á Akranesi, Sigurðssonar á Ytra-Hólmi. Voru þeir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.