Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 2

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 2
Viðtal við urtgan sjómann Tíðindamaður Kyndils hitti fyrir skömmu ungan togarasjómann, Guðbjörn Þorsteinsson að máli og átti við hann stutt viðtal um atvinnu- mál og viðhorf sjómanna, en hann er nú háseti á b.v Fylkir úr Reykja- vík. Guðbjörn er 23 ára gamall fædd ur í Keflavík, og vandist snemma háttum hinna sunnlensku sjómanna. Að öðru leyti látum við Guðbjörn sjálfan segja okkur í fáum orðum viðhorf sín. Hvað hefur þú lengi stundað sjó- mennsku ? „Eiginlega hef ég verið við og á sjó s. 1. 9 ár. I ’fyrstu tvær vertíðir í laiidi við bát í Sandgerði og á sjó á sumrin, síðan samfleytt 3 ár á mótor- bát í verstöðvum sunnan- og norðan- lands og nú s.l. 4 ár á togara“. Hvern telur þú helsta árangur verk- fallsins s.l. sumar ? Aðalárangurinn var að sjálfsögðu breytingin á vökulögunum á salt- fi'skiveiðum og ísfiski, sem landað er í heimahöfn — 6 klst. vinna og 6 klst. hvíld. Grunur minn er sá að báðir aðiljar hafi hagnast á þessari breytingu og vonandi verður þess Guðbjörn Þorsteinsson. Sumir telja að meira hafi verið um slys á nýsköpunartogurunum ? „Ég held að það sé alrangt. Sé um aukningu sjóslysa að ræða stafar það af 'fjölgun skipanna fyrst og fremst, en öryggið á sjónum hlýtur að verða meira með stærri og full- komnari skipum eins og nú eru.“ Hvernig er samstarf ykkar skips- félaganna og samkomulag um borð ? „Með afbrigðum gott, og þið í landi, með alla ykkar flokkadrætti, gætuð margt af því lært.“ Hvcrnig gengur mcð hlífðarfötin ykkar? „Nú er loksins hægt að fá sæmileg hlifðarföt, en verð þeirra er óheyri- legt og hefur tvöfaldast nú á skömm- um tíma.“ Guðbjörn er nú farinn að ókyrrast 'því eftir 1. kl'st. leggur hann :á ný úr til fiskimiðanna, og eins og um aðra starfsbræður 'hans, er honum lítt gefið um blaðaskrif um störf sin. Að lokum segir hann: „Við treystum en sem fyrr á samtök okk- ar og munum treysta þau af fremsta megni.“ Við kveðjum hinn unga sjómann og óskum honum og starfsbræðrum hans gæfu og gengis á ókomnum tímuim og að réttlátar kröfur hinna íslenzku sjómanna megi mæta meiri skylningi i hinum mikilvægu, en þó hættusömu störfum þeirra. t. G. n. Hvað segir þú okkur um kjör ykkar? „Eg held að það sé einróma álit okkar togarasjómanna að kjörin á ísfiskiríi séu viðunandi, þegar sölur eru i meðallagi. Og þá jafnframt á hinu svokallaða „ýsuskrapi“, þó meira gæti þar góðs afla. Aítur á móti er saltveiðikjörunum mjög ábótavant og þurfa endurskoðunar við.“ Hvernig er aðbúnaður ykkar ? Hann er nú sá bezti, sem á verður kosið fyrir íslenzka sjómenn, og sjálfsagt kunnum við hinir yngri ekki að meta þá breytingu, sem þar hefur átt sér stað s.l. áratug og á þó vonandi eftir að batna enn.“ ekki langt að bíða að 6 tíma vöku- lögin verði framkvæmd á öllum veiðum." Er ekki mikill munur á vinnuað- stæðum á togara og mótorbát ? „Þar er óliku sáman að jafna. Á togurunum er aðbúnaður allur betri; reglubundnari vinnu-og hvíldartími, þó að sjálfsögðu sé verið að veiðum ■í verra veðri á togurum, en mótor- bátum." Er ekki mikil slysahætta um borð ? „Ekki tel ég það. Auðvitað þarf meiri aðgæslu og gætni hjá þeim mönnum, sem tækjunum stjórna og skipverjum yfirleitt, með því mætti sjálfsagt oft afstýra slysum.“ 2 KYNDILL

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.