Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 5
ar óháðar verðlagseftirliti og síðasta afrek ríkisstjórnarinnar, hinn svo- kallaði bátagjaldeyrir, veitir nýrri flóðöldu dýrtíðar yfir þjóðina. Eins og svo oft áður ríður nú al'þýðunni á að standa saman, til varnar þeirn árásum sem auðmennirnir, með rík- isstjórnina í broddi fylkingar, hafa gert á lífskjör hennar; Kommúnistum, þessum ævintýra- mönnum innan alþýðusamtakanna, hefur illu heilli tekizt að glepja nokkurn hluta verkalýðsins til fylgis við sig. En íslenzk alþýða er and- stæð hugsunar'hætti kommúnismans og mun fyrr eða síðar snúa við hon- um bakinu. Menn sem lúta erlendu valdi og setja það ofar hagsmunum sinnar eigin þjóðar, eiga ekki fram- tíð fyrir sér“. „Það er rnikið satt. Og að lokum ætla ég að biðja þig að svara spurn- ingu dagsins: Hversvegna Alþýðu- flokksmaður?“ „Eg fylgi Alþýðuflokknum að málum vegna þess að hann heldur uppi skeleggri baráttu gegn auðvaldi og kömmúnisma, en stendur með alþýðunni og þeim sem minnimáttar eru í þjóðfélaginu. Flokkurinn hefur á undanförnum árum og áratugum kornið fram geysilega merkilegum umbótum, alþýðu þessa lands til handa. Það er trú mín, að Alþýðu- flokknum takizt að ná því marki, sem upphaflega var sett: að afnema auðvaldsskipulagið á Islandi og koma á sósíalisdsku þjóðfélagi“. SiG Burt með kreppu, kauprán og atvinnuleysi 1. maí — hugleiðing eftir Albert Magnússon. Fyrsti maí er baráttu- og hátíðis- dagur verkalýðsins, og er þetta í 28. sinn, sem íslenzk alþýða heldur þennan dag hátíðlegan. Við þennan dag eru tengdar marg- ar minningar og vonir um friðsamt og réttlátt þjóðfélag. 1. maí lítur verkamaðurinn og verkakonan yfir farinn veg — yfir þá baráttu, sem háð hefur verið fyrir friði og fram- tíðaröryggi, þá skulu dregnar álykt- anir af því, sem áunnist hefur og miður hefur farið í baráttunni, og fengin reynsla látin stæla viljann til frekari átaka. 1 dag verður okkur hugsað til for- tíðarinnar, sjáum þar mæður og feð- ur þola harðstjórn og kúgun pen- ingavaldsins, sem hafði alla lífsaf- komu alþýðunnar í hendi sinni. Þá þekkti alþýðan ekki mátt samtak- anna og vantaði allan stéttarlegan þroska, en nú er þessu farið á annan veg. Alþýðan er vöknuð, og nú skil- ur hún, að samtök hennar eru og verða sterkt afl í þjóðfélaginu, en þó vantar mikið á að samtökin séu nógu öflug, því að eininguna vantar. 1 dag sver verkalýður þessa lands sem annarra þess dýran eið að standa vörð um það, sem unnizt hefur með áratuga baráttu og að sækja fram til nýrri áfanga, unz fullur sigur verður unninn, en sá sigur verður ekki unninn á hinu rótgróna brask- ara- og peningavaldi, án Alþýðu- flokksins og Jafnaðarstefnunnar. Al- þýðan verður að skilja, að undir merkjum kommúnista mun hún aldrei sigra, heldur falla og bíða ósigur. Hrindum því skemmdarstarf- semi og sprengiöflum kommúnista á dyr! " Sjaldan hefur meira riðið á því að standa vörð um þau verðmæti, sem alþýðunni er fyrir öllu, því hún hefur lagt of mikið í sölurnar fyrir þau til þess að láta af sér hrifsa. I dag verður íslenzk alþýða enn að heyja harða baráttu við íslenzkt gróðafíkið og skammsýnt auðvald fyrir afkomu sinni og öryggi. Islenzk alþýða á nú hendur sínar að verja gegn alvarlegum árásum, sem gerðar hafa verið á lífskjör hennar síðustu missirin af hálfu hat- rammrar afturhaldsstjórnar. Með gengislækkun krónunnar og gífur- legum verðhækkunum af hennar völdum á öllum lífsnauðsynjum er vegið að alþýðuheimilunum og byrð- um dýrtíðarinnar velt á þá, sem sízt þola þær. En þetta er gert til þess að auka stundargróða fámennrar brask- arastéttar, til þess að gera þá fátæku enn fátækari, en þá ríku ríkari. Þessum kúgunaraðferðum mótmælir verkalýðurinn í dag! Verkalýðurinn mótmælir því harð- lega, að þau vandamál, sem fámenn og eigingjörn braskarastétt hefur skapað, séu leyst á kostnað almenn- ings. Hún mótmælir því, að ráðist sé á lífskjörin meðan kaupmenn, útgerðarmenn og annar braskaralýð- ur rakar saman milljónagróða og lifa óhófs lífi. Verkalýðurinn mótmælir því, að byrðum dýrtíðarinnar af völdum gengislækkunarinnar verði velt á bök þeirra mörgu eignalausu til þess að auka gróða auðmannanna. Hitt væri meiri sanngirni, að auknir skatt- ar verði lagðir á stóreignir og óhófs- tekjur ýmissa braskara. Verkalýðurinn krefst þess að fá fulla vísitöluuppbót á laun sín. Hann krefst þess, að bundinn verði endir á húsaleiguokrið. Burt með kreppu, kauprán, gengis- lækkun og atvinnuleysi! Verkamað- ur og verkakona, höfum það ávallt í huga, að án einingar erum við einskis megnug, því að sameinuð stöndum vér, en sundruð föllum vér! KYNDILL 5

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.