Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 6
Árni Stefánsson: Hvers vegna er ég jafnaðarmaSur? „Lífið er þjáning“, sagði Buddha forðum. Og þegar við athugum lrfs- kjör mannsins, frá upphafi til þessa dags, getum við varla annað en tekið undir þessi orð, þótt Buddiha hafi að vísu meint þau í svolítið öðrum skilningi. Alltaf hefur einhver hluti mannkynsins búið við hina mestu eymd, annaðhvort sem hlekkjaðir galeiðuþrælar, ánauðugir leiguliðar stórbænda eða sem verkamenn í stór- iðnaði 19. aidarinnar. Á hverjum tíma hefur einnig verið til voldug yfirstétt, sem lifði á svita og blóði lægri stéttanna. Fyrst drottnaði sá sterki yfir hinum veika með afli handanna, hnefarétturinn ríkti. Þeg- ar aðall miðaldanna var í mestum blóma voru forréttindin ættgeng og á síðari tímum (og reyndar lengst- um), hefur gullið verið mestu ráð- andi í heiminum. Eigingirni og valdagræðgi eru mjög áberandi í manninum. Þess vegna hefur þjóðunum hvað eftir annað verið att út i styrjaldir og blóði alþýðunnar verið fórnað á alt- ari valdagræðginnar. Oft hefur alþýðan risið upp gegn yfirboðurum sínum, og þótt upp- reisnirnar væru tíðast bældar niður, hefur manninum þó miðað fram á við og fjær villimennskunni. En í öllum sínum erfiðleikum hefur maðurinn ekki glatað trúnni á lífið. I tillum trúarbrögðum kemur fram von um betri tilveru, ef ekki þessa heims, 'þá hinum megin. Al- þýðan hefur þráð réttlæti, frið og Arni Stefámson. frelsi, bæði í stjórnmálum og efna- hagsmálum. Enn í dag býr mikill hluti mann- kynsins við ófrelsi undir hrammi rússneska bjarnarins. Ennþá cru til stéttir, sem lifa á því að arðræna hina veikari í þjóðfélaginu. Víða í Asíu er barizt af mestu heift, og þriðja heimsstyrjöldin er yfirvofandi. Og þó þráir mestur hluti mann- kynsins ekkert heitar, en að fá að lifa í friði. Hvernig getur þá staðið á þessu? Hvar er meinsemdin? Við búum við hagskipulag, þar sem auðssöfnun er aðal driffjöður atvinnulífsins. Til þess að komast áfram verður maður að vera nógu snjall að arðræna og blekkja náung- ann, svíkja undan skatti o. s. frv. Þjóðirnar eiga oft alla afkomu sína undir duttlungum fáeinha eigenda atvinnutækja, sem hafa náð einok- un á einhverju sviði. Atvinnuöryggi er ekkert. Atvinnuleysi þykir sjálf- sagt og í kjölfar þess siglir fátæktin. Hið bezta í manninum er lítilsvirt en eigingirnin sett í hásætið. Þetta skipulag er ranglátt og elur á úlfúð og ósamþykkju rnilli mann- anna. Þá finnst mörgum að þetta geti ekki verið öðruvísi, fátækt sé af náð oss gefin af drottni vorum, og þvi verði ekki breytt. Alveg ná- kvæmlega sömu augum var litið á þrælahaldið 'hér fyrrum. Það þótti jafn sjálfsagt, og talið var, að þjóð- félagið gæti ekki verið án þess. * Arin eftir iðnbyltinguna í Eng- landi má telja gullöld þess hagskipu- lags, sem við búum enn við, auð- valdsskipulagsins. Verkamenn, kon- ur þeirra og börn urðu þá að vinna 14—18 stundir á sólarhring. Húsin voru lélegir hjallar, sem þættu slæm gripahús nú á dögum. Kaupið var lágt, og voru fæði og klæði því af skornum skammti — og heilsufarið eftir því. Upp úr þessum jarðvegi spratt jafnaðarstefnan. Það er haldslítið að lækna sjúkdóma með meðölum. Það verður að komast fyrir orsakir sjúk- dómsins. Þetta var brautryðjendum jafnaðarstefnunnar ljóst. Þeir sáu að það varð að breyta hagskipulaginu. Þess vegna settu þeir fram kenning- ar um nýtt hagskipulag, sem þeir töldu að gæti leyst vandamál og óréttlæti auðvaldsskipulagsins, s'kipu- lag jafnaðarstefnunnar. Þau skilyrði, sem jafnaðarmenn telja að réttlátt hagskipulag ætti að uppfylla, eru að hver maður njóti alls afraksturs vinnu sinnar, fram- 6 KYNDILL

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.