Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 4

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 4
Prentlist, knattspyrna og stjórnmál Viðtal við ungan prentara „Ég gekk í Hið íslenzka prentara- félag fyrir um sjö árurn síðan og hefi stárfað þar nokkuð að félags- málum. Préntarar cru yfirleitt mjög stéttarlega þroskaðir, og hafa jafnan valizt þar til trúnaðarstarfa menn, með ríka ábyrgðartilfinningu og félagsþröska. Menn, sem hafa hugsað meira um hag félagsins í heild held- ur en sinn eiginn“, sagði Hiirður Oskarsson prentari í viðtali við Kyndil um daginn, er hann var beð- inn að segja lesendum hans ofurlítið frá félagsmálum prentara. „Og þó ég hafi ekki verið lengi í Hinu ís- lenzka prentarafélagi, þá hef ég kynnzt mörgum slíkum prenturum og orðið það ljóst, að þeim mönnum eigum vér að þakka hvar alþýðusam- tökin standa í dag“. „Það er víst óhætt að segja það, en segðu mér, hvernig er kjörum prent- ara nú háttað?“ „Kjör prentara eru í aðalatriðum þessi: Vinnutími 48 stundir á viku, nema í fjóra mánuði á sumrin, þá er vinnutíminn 44 stundir. Veik- indadagar tólf á ári og sumarleyfi tólf til átján dagar, hjá þeim, sem lengst hafa starfað. Undanfarin ár he'fur verið samið til eins árs og upp- sagnartími bundinn við 1. október. Prentarar hafa ekki séð sér hag í því að hafa samninga sína lausa, þar sem að haustinu til fer mesti annatími prentsmiðjanna í hönd og það kostaði stéttina töluverða bar- áttu, að fá viðurkenndan þennan samningstíma. Aður var samnings- tímabilið almanaksárið. Launakjör prentara hafa hingað til verið sæmi- leg, en síðan gengislækkunin var framkvæmd, hefur prenturum, eins og allri annarri alþýðu, verið erfitt liörður Öskarsson. að láta launin hrökkva fyrir brýn- ustu nauðsynjum, hvað þá meiru“. „Já, laun manna tóku að duga skammt, er Helgríma hafði setzt aS völdum. En ekki meira um þaS í bili. Þú hefur veriS talsvert við íþróttir riSinn. HvaS getur þú sagt okkur frá íþróttaferli þínum?“ „Frá því að ég var barn að aldri hef ég haft mikinn áhuga á íþrótt- um og þá sér í lagi knattspyrnu. Lét snemma innrita mig í K. R. og lék knattspyrnu í yngri flokkum félags- ins. Árið 1941 eða ’2 byrjaði ég að leika með meistaraflokki, sem ég hefi leikið í síðan. Einnig hef ég leikið með nokkrum Reykjavíkur- liðum og landsliði". „Já, allir knattspyrnuunnendur kannast við „Heikin“ í K. R.! En hvernig finnst þér annars ástandiS vera í íþróttamálunum okkar?“ „Hér í bæ, hefur á undanförnum árum, verið töluvert gert til þess að bæta aðstöðu íþróttamanna og þá sérstaklega frjálsíþróttamanna. Knattspyrnumenn hafa verið þar nokkuð afskiptir, þar sem einn eða tveir malarvellir hafa orðið að nægja öllum þeim, sem knattspyrnu hafa stundað í Reykjavík. Vonandi fer þetta að lagast, þar sem hin einstöku félög eru að koma upp sínum eigin æfingasvæðum, t. d. erum við K.R.- ingar að byggja félagsheimili á'samt þremur grasvöllum og hlaupabraut. Eins og flestum er kunnugt, á að leika knattspyrnu á grasi og ég tel litlar líkur til þess að við getum staðið öðrum þjóðum á sporði í knattspyrnu, fyrr en aðstaðan 'hér heima er svipuð og rneðal annarrá þjóða. Í þessu sambandi er óhætL að minna á það, að reykvískir íþrótta- menn eru orðnir langeygir eftir íþróttasvæðinu í Laugardalnum og líklega er Reykjavík eina höfuðborg- in í heiminum, sem ekki á full- komna „Stadion“. Þegar íslenzka landsliðið var i Danmörku 1949 kepptum við í bæ sem Næstved heit- ir, og hefur um 12.000 íbúa. Þarna var •„Stadion" og einir tíu eða tólf gras- vellir til æfinga. Þrátt fyrir þetta hafa framfarir orðið geysimiklar í íþróttum á liðnum árum og þá sér- staklega í frjálsum íþróttum, enda aðstaða þeirra bezt eins og áður er sagt“.- „Og svo eru það mál málanna, landsmálin. Hvert er álit þitt á stjórnmálaástandinu í dag?“ „Stjórnmálaviðhorf dagsins mót- ast nú mjög af stéttabaráttunni. Borgaraflokkarnir — eignastéttir þjóðfélagsins — hafa myndað ríkis- stjórn til þess að vernda hagsmuni sína — auð og sérréttindi. Allar ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar viðvíkj- andi dýrtíðinni hafa miðast að því að velta byrðunum yfir á herðar al- þýðunnar, til þess að braskaralýður- inn geti haldið áfram að lifa óhófs- lífi stríðsáranna. Greiðslur dýrtíðar- uppbóta hafa verið sviknar. Fleiri og fleiri nauðsynjar hafa verið gerð- 4 KYNDILL

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.