Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 3

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 3
1. MAI dagur hinna vinnandi stétta 1 dag halda íslenzk alþýðusamtök 1. maí hátíðlegan í 28. sinn. Dagur minninganna, sigranna og framar öllu dagur sameiningar gegn voldugum andstæðingum, — er runnin upp. Eins og skilningslitlir menn litu 1. maí smáum aug- um í fyrstu, hefur 'hann nú í nál. 30 ár orðið merkilegt tákn alþýðustéttanna, baráttudagur til framgangs mann- réttindakröfum þeirra, í fjölmennri fylking undir blakt- andi fánum félaganna. Að baki kröfuspjöldunum gefur að líta einbeitt og viljaföst andlit íslenzkrar alþýðu, sem staðráðin er að berjast til hlítar, jafnvel þó ávöxtur þeirrar baráttu falli þeim ekki í skaut. I trausti þess að niðjar hennar meti þær fórnir, er færðar hafa verið, og haldi áfram á sömu braut. 1. maí er í dag táknrænn fyrir þær sakir, að sé braut- ryðjendastarfið til hliðar dregið, þá standa alþýðusam- tökin nú frammi fyrir mörgum hinum sömu staðreynd- um í atvinnu- og áfkomumálum sínum og þegar 1. maí var Ihaldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Þrátt fyrir gjörbyltingu þá, sem átt hefur sér stað i atvinnumálum íslenzku þjóðarinnar s. 1. 10 ár, hefur vofa atvinnuleysis og skorts á ný barið að dyrum hinna vinnandi stétta, og ’knúið þær til þess að beita nauð- vörn sinni, sem þær helzt vildu aldrei þurfa að beita — verkfallsréttinum. Skilningsleysi og þrjóska stjórnar- valdanna á kjörum og aðbúnaði hinna lægst launuðu hefur á ný fallið í sama farveg. 1 stað þess að gera tilraun til vinsamlegrar samvinnu við alþýðusamtökin um lausn þjóðarvandans, hefur ríkisstjórnin nú sagt þeim stríð á hendur og þjóðarvandann á nú að leysa á kostnað þeirra sem minnst mega sín fjárhagslega, með stolinni verðlagsuppbót á kaup. — I kjölfar ört vaxandi atvinnuleysis. Afnám ríkisstjórnarinnar á visitöluuppbót, bitnar að sjálfsögðu á fleirum en meðlimum alþýðusamtakanna. Þess vegna eru vinir og stuðningsmenn meðal flestra stétta þjóðfélagsins og verða æ fleiri við hverja ráð- stöfun, þessarar fyrstu og hreinræktuðu íhaldsstjórnar s. 1. 25 ár. íslenz'k alþýða tekur því í dag undir orð Ásgríms Elliða-Grímssonar er hann sagði við Njálssonu: „Ganga munum vér ok leita oss vina; at vér verðim eigi bornir ofurliði, því at þetta mál mun verða sótt með kappi“. Af skrifum Morgunblaðsins má ráða að atvinnu- rekendavaldið heldur nú í ríkissljórnina annarri hendi, en hinni í það hálmstráið, að alþýðusamtökin standi riðluð í baráttunni fyrir fullri vísitöluuppbót. Þessi samsteypa treystir síðan sameiginlega á í 1) að sam- tökin hafi sljófgazt af góðæri undangenginna ára 2) að óttinn við hið geigvænlega atvinnuleysi hafi svo um sig gripið, að baráttan fari út um þúfur. Islenzk alþýða! Gerum 1. maí í dag að sönnun þess að hinu fámenna afturhaldsliði undir forystu ríkis- stjórnarinnar hafi misheppnazt áform sín og hinir óhugnanlegu þankar þeirra um endurvakningu mosa- vaxinna afturhaldsárása séu ekki franikvæmanlegar. Sameinumst undir kröfu Alþýðusambandsins um skil- yrðislausa og fullkomna vísitöluuppbót. Gleðilega hátíð! E. G. Þ. KYNDILL 3

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.