Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 10

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 10
aði hina frægu samsteypustjórn sína 1936, varð Auriol fjármálaráðlierra, og alla tíð var hann hinn tryggasti og dugmesti flokksmaður. Auriol var árum saman borgarstjóri Muret, sem er smábær, og þangað fór hann oft og reglulega, þegar hann sat á þingi. Á sumrin setti hann funcl í ráðhúsinu og bókaði hann, svo að allt væri lögum samkvæmt, en svo fór öll bæjarstjórnin út á Café Roussell og ræddi þar um landsins gagn og nauðsynjar yfir léttu vínglasi að frönskum sið. Bænum stjórnaði hann með miklum dugnaði, og þakkaði það sósíalisma sínum, enda þótt ýmsir segðu, að það væri ekki aðeins sósíalismi, heldur einnig Auriolismi, sem þar ætti hlut að máli. Bærian var lítll og því stærri vettvangur til á þingi fyrir pólitískar hugsjónir hans. Þegar Frakkland féll, greiddi Auriol atkvæði gegn Pétain marskálki og tók upp harða andstöðu gegn Þjóðverjum. Hvað eftir annað átti 'að taka hann fastan, en hann fór huldu höfði sem læknir og gekk undir nafninu Dr. André Viaud. Undir stríðslok var hann fluttur úr landi í enskri flugvél, sem lenti leynilega í Frakklandi, og tók hann þá þátt í baráttu frjálsra Frakka. Auriol varð forseti stjórnlagaþingsins, sem samdi núverandi stjórnar- skrá og síðan kjörinn fyrsti forseti fjórða lýðveldisins. Hann hefur átt mikinn þátt í að halda þjóðinni saman, þrátt fyrir sundrung í stjórnmál- unum, og átta sinnum hefur hann þurft að glíma við stjórnar'kreppur — og leyst þær. Meginhlutverk hans hefur verið og er að halda landinu á réttum kili og bjarga því frá öfgaflokkunum, kommúnistum annars vegar og Gaullistum hins vegar. Friður og lýðræði eru þau skilyrði, sem Frakk- land þarf að njóta, til að þróun til réttlátari þjóðfélagsskipunar geti orðið farsælust og að því hefur Auriol unnið mest. Sendið Kyndli greinar um áhugaefni ykkar. Utanáskrift: Kyndill tíma- rit ungra jafnaðarmanna Alþýðuhúsinu Reykjavík. Útbreiðið KYNDIL! Ritnefndin. KYNDILL — útgefandi samband ungra jafnaðarmanna; afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu, sími 5020; ritnefnd: Stefán Gunnlaugsson, Eggert Þorsteinsson, Benedikt Gröndal, Ki-istinn Gunnars- son og Sigurður Guðmundsson. — Alþýðuprentsmiðjan h.f. — Alþýðuprentsmiðjan h.f. Annast prentun á bókum, blöðum og tímaritum. Alls konar smáprentun. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. Sanngjarnt verð. Vitastíg 10 og Hverfisgötu 8—10 • Símar 6415, 4905 og 6467 • Rey\javí\. 10 KYNDILL

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.