Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 7

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 7
leiðsluskilyrði séu notuð til fulls, jöfnuður ríki í lífskjörum fólksins, allir njóti félagslegs öryggis og at- vinnuleysi og fátækt sé útrýmt. 1 mínum augum ættu þetta að vera þau grundvallar sjónarmið, sem hverju ríki væri stjórnað eftir, en í auðvaldsskipulaginu er langt frá að svo sé. Þar lifa fáir burgeisar á vinnu fjöldans, og mikið djúp er rnilli verkamannsins og vinnuveitandans. Jafnaðarmenn hafa einni-g sett fram kenningar um það, hvernig koma mætti þessari hugsjón í fram- kvæmd. Hafa þeir sýnt, þar sem þeir hafa 'haft aðstöðu til þess, að þær eiga stoð í veruleikanum, t. d. mun fól'k hvergi í heiminum búa við betri kjör en í þeim löndum, sem jafnaðarmenn hafa stjórnað undanfarið, Norðurlöndum, Nýja- Sjálandi og nú seinast í Bretlandi. Þeir hafa sýnt, að það er hægt að veita öllum mönnum skilyrði lil að búa við góð lífskjör, 'þar sem þeir eru frjálsir og öruggir um sig og afkomu sína. Þessvegna er ég jafnaðarmaður. Því er haldið fram a'f andstæð- ingum jafnaðarmanna, að þjóðfélags- umbætur 'þær, sem þeir berjast fyrir, en þar ber fyrst að nefna þjóðnýt- ingu, skerði athafnafrelsi einstakl- ingsins. Þletta er hins vegar hin mesta firra. Þau.einu höft, sem jafn- aðarstefnan setur á athafnafrelsi ein- staklingsins eru, að hún meinar hon- um að lifa sem sníkjudýr á vinnu annarra manna, meinar honum allt arðrán, einokun og brask með mikil- væg atvinnutæki. Þetta eru í sjálfu sér e’kki meiri höft á athafnafrelsi einstaklingsins, en að honum skuli vera bannað að stela eða drepa mann. Þar sem mikill eignamismunur er, hlýtttr sá auðugi að eiga auðveldara með að beita áhrifum sínum innan þjóðfélagsins en hinn fátæki. Ríkur Einstaklingshyggjan er hnefa- rétturinn um brauðið á borði lífsins — jafnaðarstefnan hið kurteisa borðhald. útgerðarmaður geiur haft meiri áhrif á stjórn landsins en sjómaðurinn, sem vinnur hjá honum, og þar sem menn hafa misjafna aðstöðu til þess, getum við ekki talað um fullkomið lýðræði. I þjóðskipulagi jafnaðar- stefnunnar ætti enginn maður að hafa meiri völd en annar, að em- bættismönnum þjóðarinnar auðvitað undanskildum, og ætti lýðræðið því að vera fullkomnara þar en í auð- valdsskipulaginu. Eg las það einu sinni í bók eftir þekktan íslenzkan heimspeking, að hann teldi hina svonefndu frjálsu samkeppni undirrót flestra framfara rneðal mannkynsins, og því myndi jafnaðarstefnan hindra framsækni mannsandans. Þetta fannst mér furðuleg speki, því að hve mikinn 'hnekki hefur heimsmenningin ekki beðið vegna þess, að þjóðfélagsað- stæðurnar hafa torveldað svo mörg- um ágætum hæfileikamanni að njóta sín í lífinu? Margir merkustu vísindamenn heimsins hafa verið úr „lægri stéttunum“, og oft hefur það aðeins verið af tilviljun, að þeir fengu notið hæfileika sinna til fulls. Hvað bjó í múgnum, sem aldrei fék'k notið sín veit enginn. Það er því ofar mínum skilningi, að fram- þróunin staðni þótt útburðum mann- lífsins fækki. Mimrumst þess, að sam- vinnan var undirstaða allra framfara hjá Forn-Egyptum. Hver einstakur þeirra stóð berskjaldaður fyrir nátt- táruöflunum, en þegar þeir tóku höndum saman, voru þeir sterkir. Þá gátu þeir nýtt hina miklu land- kosti Nílardalsins og urðu ein merk- asta menninagrþjóð fornaldarinnar. Eftir því sem menningin hefur vaxið, hefur félagshyggja mannsius aukist. Manninum hefur skilizt hinn mikli máttur samtakanna, að „margar hendur vinna létt verk“. Þannig mun þróunin eflaust stefna til full- kominnar menningar og bræðralags allra manna. Jafnaðarstefnan, sem hugsjón, byggist fyrst og fremst á félags- 'hyggju, frelsisþrá og kristinni rétt- lætiskennd. Kenningar kristinnar trúar og jafnaðarstefnunnar eiga í öllum höf- uðatriðum samleið. Hins vegar get- ur kristin trú og auðvaldsskipulag engan veginn farið saman. Nægir í því sambandi aðeins að minna á orðin, „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“, og boðorðið, „Þú skalt ekki stela“. Það fer því ekki hjá því, að maður missi traust á kirkjunni sem stofnun, þegar helztu þjónar hennar ganga í lið með þeim, sem aðeins hugsa um eigin hagsmuni og lifa á lögvernd- uðum ránum og öðru því, sent auð- valdsskipulaginu er fylgjandi. Einstaklingshyggjan er hnefarétt- urinn um brauðið á borði lífsins, en skipulag jafnaðarstefnunnar er hið kurteislega borðhald, þar sem hlutur litilmagnans er ekki fyrir borð bor- inn. KYNDILL 7

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.