Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 8

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 8
/ Skipulagsmál alþýðusamtakanna Sú staðreynd undanfarinna ára að verkalýðsfélögin eiga nú í raun réttri í baráttu við ríkisvaldið, um kjör sín og málefni, en ekki atvinnurekend- ur beint, hefur að vonum valdið þáttaskiptum í sögu samtakanna og neytt alþýðusamtökin til þess að breyta um baráttuaðferðir. Það kemur æ betur í ljós að sá tími er nú liðinn, að eitt og eitt verka- lýðsfélag geti vænzt árangurs af bar- áttu sinni fyrir bættum kjörum án stuðnirigs' annarsstaðar frá (sbr. strætisvagnadeiluna). Þess vegna er nú ávallt leitað til sem flestra félaga, þannig að þunginn af hinu sameig- inlega átaki geti orðið aflið til fram- gangs í vörn og sókn samtakanna. Atvinnurekendur skyldu þennan þátt baráttunnar á undan alþýðusam- tökunum og 'hafa bundizt í því skyni sterkum samtökum og leggja við háar fjárisektir ef út af er brugðið. Við þessi fcímamót í baráttusög- unni er rétt að fhuga grundvöllinn að endurbótum á þessu sviði, sem að sjálfsögðu er að finna í skipulags- lögum samtakanna. Því er heldur ekki að leyna að ófremdarástand það, sem nú ríkir í atvinnumálum þjóðarinnar vekur menn nokkuð, venju frernur, til umhugsunar um þessi mál. * Alþýðusambandsþingin hafa til þessa verið skipuð fulltrúum kjörn- um af félögunum beint. I fáum orð- um sagt er þetta fyrirkomulag að verða samtökunum ofviða. Á síðasta A. S. I. þingi voru fulltrúarnir 278, en verða með sama fyrirkomulagi nokkuö á fjórða hundrað á næsta ári, en það þýðir, að ekki verður unnt að fá viðunanlegt húsnæði fyrir þingin, þ. e. a. s. ef fulltrúar þess eiga að sitja við borð. Það sem þó er enn mikilvægara, að slíkt þingfyrirkomulag er samtök- unum fjárhagsleg ofraun. Með slíku fyrirkomulagi verður þinghaldið þungt og erfitt um leið og sýnt er að áhrifa einstakra þingfulltrúa gætir ekki, heldur verða það 2—3 skoðana- hópar (flokkar) sem mestu ráða um endanleg úrslit mála. Með þessar staðreyndir í huga er rétt að athuga möguleika til úrbóta. Ég tel að stofnun sérstakra fagsam- banda innan A. S. I. myndi nokkuð leysa þennan vanda. Þessi sérstöku fagsambönd hafa sína stjórn og halda sín þing, sem síðan senda fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Það er t. d. hægt að hugsa sér sérstakt verka- mannasamband, sem á þingi sínu kysi fulltrúa á þing A. S. 1. Með þessu fyrirkomulagi ynnist tvennt: 1) Þá er hægt að hafa fulltrúa þess- arar faggreinar færri og nauðsynja- mál stéttarinnar lægju ljósari fyrir, eftir að hafa verið rædd á stéttar- þingi. 2) Meiri möguleikar fyrir hin fámennari verkalýðsfélög að láta áhrifa sinna gæta. Ég nefni hér verkamannasamband sem dæmi. Að sjálfsögðu kæmi þarna iðnaðar- mannasamband (eitt eða fleiri), sjó- mannasamband o. s. frv. Á Alþýðusambandsþingum með núverandi fyrirkomulagi, gætir meira heildarsjónarmiða alþýðunnar almennt, en einstakra stétta, og sér- sjónarmiða þeirra, sern oft eru nauð- synleg með tilliti til viðkomandi faggreinar. Þetta er einn ágalli ríkj- andi skipulags. Við stofnun slíkra fagsambanda opnuðust einnig hinir mikilvægu möguleikar fyrir heildarkjarasamn- inga, hverrar stéttar fyrir sig, um allt land. En það eitt er þess virði að skipulag samtakanna verði endur- skoðað. Á þá hlið málanna er nokk- uð minnst í 1. tbl. Kyndils. Kjörfcímabil Alþýðusambands- stjórnar er nú 2 ár, eða á milli þinga. I VI. kafla sambandslaganna segir í 42. gr., síðustu málsgrein: „Sambandsstjórn fer með málefni sambandsins milli þinga“. Nú kann svo að virðast að framkvæmd þess- ara hugmynda, myndi hafa í för með sér áhrifarýrnun sambandsstjórnar. Svo er þó ekki. Við nánari athugun kemur í ljós að hin ýmsu sérverk- efni stéttanna færðust yfir á herðar viðkomandi stéttarsambandsstjórnar, sem að sjálfsögðu er mun auðveld- ara í framkvæmd. Þessi starfsliður myndi því færast úr höndum Alþýðusambandsins, sem slíkur. Hinsvegar yrðu öll hin sam- eiginlegu mál alþýðunnar í landinu eftir sem áður í höndum miðstjórn- ar A. S. I. og samtökin í heild jafn- framt áfram undir forystu hennar. En kjörfcímabil miðstjórnarinnar ætti að lengja í 4 ár, en stjórnir fag- sambandanna gætu eftir sem áður haft tveggja ára kjörtímabil. Þó myndi reynslan verða að skera þar úr, hvort öflugra þætti. Fyrir lengingu kjörtímabilsins eru KYNDILL 8

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.