Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 7
IÐUNN Einar H. Kuaran sjötugur. 329 á brýn, að hann fyrirgæfi allt og þurkaði með því út allt réttlæti. En E. H. Kv. mun vera það jafn-!jóst og andstæðingum hans, að undan afleiðingum verka sinna hleypur enginn, þegar til lengdar lætur, þótt hann efist á hinn bóginn um hæfileika mannanna til að kveða upp fyllilega réttmæta dóma um aðra menn. Hann trúir því, að hið guðlega réttlæti stjórnist af fullkomnum kærleika og fullkomnum skilningi, og hann vill láta mannlegt rétt- læti reyna að nálgast þá fyrirmynd. Og ekki mun það fjarri sanni, að E. H. Kv. fyrirgefi svo margt einmitt af því, að hann skilji svo margt: »Tout comprendre, c’est tout pardonner* — (að skilja allt er að fyrirgefa allt). Grunntónninn í trú E. H. Kv. er traustið á alverunni, guði, sem kærleiksríkum föður. »Eg veit, að þú ert faðir minn«, segir hann í hinum gull-fallega sálmi um »lífsins fjölU. Þetta er einmitt innsti kjarninn í kristindóminum, í trú Krists, þótt það virðist fjarstæða út frá venjulegri reynslu í náttúrunni og lífinu, Og að vísu er það kjarn- inn í flestum æðri trúarbrögðum, þótt það komi óvíða jafnskýrt og greinilega fram og hjá Kristi. Og þessi fjarstæða er trúuðum manni hinn æðsti og huggunar- ríkasti veruleikur; hér skilur trúaðan og vantrúaðan. En þessa trú hefur E. H. Kv. öðlazt að miklu leyti fyrir sálarrannsóknirnar og spíritismann. — Það yrðu ófullkomin minningarorð, ef ekki væri getið um hjálpsemi og fórnfýsi E. H. Kv. gagnvart þeim mönnum og málefnum, sem hann hefur tekið að sér. Mætti um það margt skrifa, þótt ógert verði látið að sinni. En við, sem höfum þann heiður og þau hlunnindi, að vera vinir hans, getum ekki látið hjá líða að þakka honum alla velvild hans og ástríki í okkar garð. Og öll íelenzka þjóðin mun taka undir þá ósk okkar honum til handa, að æfikvöld hans megi verða fagurt og heið- ríkt, samboðið þeim mikla og glæsilega lífsdegi, sem hann á að baki sér. Jakob Jóh. Smári.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.