Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 18
340 Dularfull fvrirbrigði í fornritum vorum. IÐUNN það skuli hafa komist inn í lögvenjur og verið tíðkað án allra undanbragða. En í sumum löndum eru til enn í dag menn, sem vaða eld, eins og dr. ]ón Stefánsson hefir ritað um ekki alls fyrir löngu. Og í sálarrannsókn- unum er eldraunin fyrirbrigði, sem menn kannast vel við. D. D. Home bar eld, bæði í höndunum og á höfð- inu, við tilraunirnar hjá Crookes. Þetta er einn af hin- um sálrænu hæfileikum. Berserkirnir og þeir helgir menn, sem stóðust þessa raun, hafa vitanlega verið sál- rænir menn. Forspárhæfileikinn er ein af þeim dulargáfum, sem allra-mest ber á í fornritum vorum. Eg get ekki farið langt út í það mál, því að annars yrði þetta alt of langt. Spádómarnir um framtíðina koma aðallega fram með tvennu móti. Annarsvegar eru völvurnar, miðlar fornald- arinnar. Þær gera sér að atvinnu að segja mönnum fyrir örlög sín, og eftir því sem sumar sögurnar herma, hefir þeim sumum tekist það dásamlega. Að hinu leytinu eru spekingar forfeðra vorra, sem oftast voru miklir höfðingjar, menn eins og Njáll og Guðmundur ríki, Gestur Oddleifsson og Osvífur Helgason. Það var líkast því, sem ókomni tíminn lægi stundum fyrir þeim eins og opin bók. Eg þarf naumast að taka það fram, að nútíðarmenn kannast vel við það fyrirbrigði, að ókomna tímanum sé að einhverju leyti lýst. Rit sálarannsóknamanna og spíritista eru full af þesskonar. Eg hygg, að flestir menn, sem mikið hafa fengist við miðlatilraunir, hafi eitthvað orðið þessa fyrirbrigðis varir. Forfeður vorir höfðu mikla trú á reimleikum, ískygS1' legum fyrirbrigðum, sem miður góðgjarnir framliðmr menn ollu. Þó að eg verði að sleppa mörgu, finst mer, að eg geti ekki með öllu gengið fram hjá þeim. Eg

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.