Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 54
376 Upton Sindair. IÐUNN því fram fullum stöfum, af því þeir hafa heyrt, að þeim vitrari menn í Evrópu hafi aðra skoðun. En Upton Sin- clair fær velt þyngra hlassi en því, að vekja aðdáun ábyrgðarlausra bókmenta-angurgapa, — hann upplýsir miljónir blektra manna um þau sannleiksatriði, sem einn dag eiga eftir að bylta um sterkustu vígjum helstefn- unnar á jörðinni og særa til ólífis skrímsli það, sem ógnar hinu hvíta mannkyni með eyðileggingu. Upton Sinclair er hin hrópandi samvizka Ameríku, hanu er röddin, sem áður fyr kallaði niður til Kains, og fagur- fræðilegir kjaftasnápar bera ekki gæfu til þess að dæma um »listgildi« þeirrar raddar. 5. Einu sinni som oftar var ég á gangi með Upton Sinclair í einum strandbæjanna vestur af Los Angeles. Við gengum í gegn um paradísir markaðsbúðanna og skyrtuerma-loddaranna, þar sem allar listir veraldar og furðuverk eru til sýnis fyrir fimm cent, frá þreknustu konu heimsins, til mannsins, sem húkt hefir uppi á flagg- stöng í þrjátíu og fimm daga og er líklegur til að verða heimsmeistari í flaggstangarsetum, ef hann húkir þangað til klukkan fjögur í nótt. Fyrir það fær hann tvö hundruð dollara í verðlaun frá The Boosters Association á staðn- um og verður frægur um Ameríku með mynd á fremstu síðu í öllum dagblöðum. Eg veit fáa staði, sem eru jafn lifandi tákn um markmið manna og keppikefli innan auð- valdsskipulagsins eins og glingurmarkaðirnir fram með strandgötum þessara almennu baðstaða. Ef maður borgar fimm cent fyrir að fá að slá á nagla með hamri og rekur hann é kaf í þrem höggum, þá fær maður í verð- laun dálitla brúðu með stút á munninum og augasteinana
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.