Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 57
IÐUNN Uplon Sinclair. 379 Sinclair. Hugsanir hans fara mjög í öfuga átt við trúar- brögðin, sem halda því fram, að Drottinn hafi sent oss alt jarðneskt böl í þeim tilgangi að reyna okkur. Sam- kvæmt trúnni á hér að vera sannkallaður táradalur, og af því að Jesús Kristur var krossfestur, þá eigum við helzt að láta krossfesta okkur líka. Ef við erum nógu mikil rægsni og hundspott, meðan við tórum hér á jörð- inni, mun oss sjálfsagt verða boðið upp á skorpusteik á himnum, þegar við erum dauðir. Barátta Upton Sinclairs fyrir velferðarmálum mann- kynsins er hinsvegar jafn einbeitt og hugheil eins og hann hefði aldrei frétt neitt þvílíkt, sem maðurinn væri dauðlegur. Ast hans á tilvist mannsins er of rík til þess að hann geti gefið sér tíma til að hugsa um nokkuð eins fráleitt eins og neind mannsins. Þrá hans er ein, sú, að lífið á þessari jörð megi verða samboðið þeirri tign og því ágæti, sem hefir verið niður lagt í brjóst mannsins, starf hans miðar alt að því að lyfta mann- félagsheildinni til æðra og betra veruleiks, göfga og fegra þá jörð, sem við lifum á. Slíkir menn eiga hvíld- arlaust undir högg að sækja hjá makt myrkranna; þeir minna á fornar hetjur, sem börðust við eitur-spýandi dreka, eins og talað er um í helgum bókum . . . Los Angeles, Calif., 3. september 1929.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.