Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 15
ÍÐUNN Dularfull fyrirbrisði í fornrltum vorum. 337 haft neina hugmynd um andlegan líkama eða eterlíkama, eða hvað við eigum nú að kalla það gerfi, sem andinn virðist taka á sig, þegar hann losnar að litlu eða miklu leyti við líkamann. En jafnframt er að geta þess, að þessara hamskifta er alls ekki æfinlega getið í sambandi við þetta fyrirbrigði. T. d. er þeirra ekki getið um sendimenn Ingimundar gamla, Finnana, sem hann fékk íil þess að fara fyrir sig frá Noregi til Islands. Þeir voru byrgðir einir saman í þrjár nætur í húsi, og meðan þeir voru þar, mátti enginn nefna þá. Liklegt virðist, að þeir hafi verið í trance þann tíma, og að þeir hafi verið hræddir um, að þeir fengju ekki við ráðið og hyrfu aftur, ef þeir væru nefndir. Þessar hamfarir virðast aðallega hafa verið farnar í því skyni að skygnast um á fjarlægum stöðum og fá þar einhverja vitneskju, sem mönnum lék hugur á. Naumast þarf að taka það fram, að þetta hlýtur að vera sama fyrirbrigðið, sem vér nefnum nú oftast »að fara úr líkamanum*, eða með einu orði sálfarir. Enginn vafi getur leikið á því, að það fyrirbrigði gerist. Sterkasta sönnunin, sem vér höfum fengið fyrir því hér í Reykja- vík, er það, þegar maður, sem liggur sofandi úti í Danmörk, sannar sig á tilraunafundi hér, eins og síra Har. Níelsson gerði grein fyrir í bók sinni »Kirkjan og ódauðleikasannanirnar*. En tilkomumesta sönnunin, sem eg hefi lesið um, er sú, þegar frú Vlasek gerir vart við sig á raddafundi og líkamar sig í Los Angeles í Cali- lorníu, meðan líkami hennar liggur sofandi langar leiðir þaðan, eins og skýrt hefir verið frá í »Morgni«. Enginn vafi virðist geta leikið á því, að forfeður vorir hafa í þessu efni haft einhverja reynslu, þó að þeir hafi að einhverju leyti misskilið hana. Þá eru þau fyrirbrigði, sem vér getum ef til vill nefnt

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.