Kirkjuritið - 01.10.1935, Side 11

Kirkjuritið - 01.10.1935, Side 11
Kirkjuritið. „Leyfið börnuniun að koma til mín“. 339 þeirri liættu, sem hér er á ferðum. Því ég þekki engan stjórnmálaflokk, sem hefir svo lireinar eða göfugar starfsaðferðir, að þær séu við hæfi harnssálnanna, eða ausi af þeim lindum sánnleiks og orðavals i blaðakosti eða umræðum, að barnssálin sé í þeim laugandi. Og það getur aldrei orðið til annars en ills eins, að sá í saklaus- an barnshugann þeim illgresisfræum óliróðurs, baknags, illmælgi og þröngsýni, sem altof ofl virðist stjórna gerð- um, orðum og skrifum hinna pólitísku leiðtoga þessa lands. Ég vildi því í fullri alvöru segja við alla foreldra: Gætið þess að láta ekki saurga sálir barnanna með póli- tískum óhróðri, áður en þau eru orðin nógu þroskuð til að hugsa sjálfstætt — velja og hafna. En Jesús segir: „Leyfið börnunum að koma til mín og' hannið þeim það ekki, því að slikra er guðsríkið“. Hann vill stofna til áhrifa á barnssálina, meðan hún enn er ung og óskrifuð, en hver eru þau áhrif, sem hann vill vinna að? Hann vill uppala hörnin, svo að þau verði uppkomin horgarar guðsríkis, gera þau að trúarlega og siðferðilega heilhrigðum möiinum, sem lifi lífinu sjálfum sér lil gagns og' sóma og öðrum lil blessunar. Hann vill leggja strax í barninu grundvöllinn að góðum og þroskuðum manni — guðsharni. Hvaða aðiljar eru það, sem ná mest með álirif sín til mitímabarnsins, sem er að alast upp á meðal okkar ? Það eru orðin margvísleg áhrif, sem harnssálin verður fyrir nú á dögum. Fyrir fáum áratugum síðan ólust börnin upp við áhrif foreldranna einna og æskuheimil- anna, sem víðast hvar voru tilbreytingalítil og kyrlát. Utanaðkomandi áhrif voru helzt frá takmörkuðiun hókakosti, sem oftast voru guðsorðahækur eða úrvals- rit, sögulegs efnis. Námið var heimiliskenslan, og trúar- áhrifin oftast frá móðurinni einni. Nú vitum við, að þetta er gjörhreytt. Heimilin eru orðin önnur og áhrifin önn- ur. Nú elst barnið upp frá fyrstu hernsku við margvís- leg áhrif utanfrá. Nú keppa ótal efni við foreldrana um 22*

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.