Kirkjuritið - 01.10.1935, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.10.1935, Blaðsíða 22
350 Sigurður 1J. Sívertsen: Kirkjuritið. og samúð. Skrautritað ávarp, hin mesta gcrsemi, var einnig afhent frá norsku kirkjunni. Frá íslandi bárust þinginu kveðjuávarp frá þjóðkirkju íslands, skeyti frá Prestafélagi íslands, Almenna kirkju- fundinum, dónikirkjuprestinuin og sóknarnefnd Dómkirkjusafnað- arins. Ennfremur bréf, sem lesin voru á þinginu, ásamt skeytunum. Segir ,,Sameiningin“, að árnaðaróskum þessum frá ættjörðinni hafi verið fagnað mjög af þingheimi, „þó öllum væri það vonbrigði, að kirkja íslands átti ekki neinn fulltrúa á afmælishátíðinni". ■— Ekki voru þetta síður vonbrigði fjöldamörgum kirkjunnar mönnum hér heima.Ástæðurnar fyrir því.að ekki reyndist fært að senda fulltrúa skulu hér ekki taldar, enda til lítils að sakast um orðinn lilut. Hitl vita vinir vorir í Ameríku, að ekki stafaði þetta af skorti á virðingu og vinarhug frá vorri hálfu. — Einn prestur l'rá Islandi sat þó þingið og flutti þar erindi það var séra Jakob Jónsson frá Norðfirði. Um hann farast „Sameiningunni" svo orð: „Séra Jakob talaði mjög hlýlega í garð Kirkjufélagsins og fagn- aði sérstaklega yfir aukinni sannið og samvinnu meðal Vestur- Islendinga, er honum fanst margt, er fram kom á þinginu, bera vott um. Munu margir minnast með hrifningu hinna fögru orða hans, er hann benti á Kristsmyndina á altarinu með djúpri lotningu og bar fram þá játningu trúar á hann, sem lærisveinum hans er ætíð svo ljúft að endurtaka. Forseti liafði boðið séra Jakob á jiingið og hafði liann áður tekið þátt í umræðum um kristindóm og mannfé- lagsmál af miklum myndarskap og áhuga. Þakkaði þingið komu hans og erindi“. I þessum ummælum birtist einnig hinn hlýi hugur til heima- kirkjunnar, sem bréfin frá bræðrunum vestan hafs bera svo fagur- lega vott um. Leyfi ég mér í því sambandi að vitna í jiennan kafla úr bréfi núverandi forseta Kirkjufélagsins, rituðu 29. júlí þ. á.: „Það er félagi voru og mér persónulega liið mesta gleðiefni, að með ári hverju er nú að eflast bróðurhugur og velvild milli starfs- manna kirkjunnar á íslandi og vor. Vér finnum til þess, að vér njótum mikils frá yður í þeim ágætu kristilegu ritum, er þér gefið út, en ekki er síður metin sú persónulega velvild í vorn garð, sem á svo margan hátl lýsir sér“. « V ir' f’ minningarrit höfðu verið samin í sambandi at'íi ir ju e- fimtíu ára afmæli Kirkjufélagsins, annað á islenzku, en liitt á ensku. Enska ritið var samið af séra Kristni K. Ólafssyni, forseta Kirkjufélagsins, en ís- lenzka ritið, sem oss hefir verið sent, er samið af dr. Richard Beek prófessor. Er það mjög vandað rit, prýtt fjölda mynda af lielztu starfsmönnum Kirkjufélagsins og af kirkjuhúsum þess. Saga félagsins er rakin skýrt og skipulega um iill árin, síðan

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.