Kirkjuritið - 01.10.1935, Page 28

Kirkjuritið - 01.10.1935, Page 28
A. (i.: Ferð um Dalaprófastsdæmi. Kirkjuritið. 356 Þátttakendur í fundarhöldunum nieð okkur voru saintals 73. Og svo taldist til, seni við hefðum alls fengið uni 800 áheyrendur í ferð okkar, og er það tæpur lielmingur fólksins í prófastsdæm- inu. Þóttu okkur það góðar viðtökur, og jafnvel enn betri en við höfðum þorað að vona, virka daga um hásláttinn. Þjóðin er vissulega ekki fráhverf andlegum málum, þeir sem því halda fram þekkja hana ekki. Og þvi meir sem henni er treyst i þeim efnum, því síður mun hún bregðast. Þessi ferð varð mér ein sönnun þess. Nú eru akrarnir jiegar hvítir til uppskeru. Og verkamennirnir mega ekki vera vantrúaðir, heldur trúaðir. Ekk- ert er að óttast. Þegar æskan í landinu sér, að okkur fullorðna fólkinu er kristindómurinn heilagt alvörumál, þá starfar hún meö og verður okkur fremri. Svo mikinn skilning og samúð fann ég í ferðnni og svo glöggan vott þess, að mæðurnar eru enn sem fyrr æðstu prestar kristninnar í landinu, að ég tel þessa daga með þeim beztu, sem ég liefi lifað. Hið sama hygg ég, að ég megi segja um samferðamann minn. Hafið þökk fyrir það, vinir og samverkamenn í Dölum, hvernig þið tókuð okkur og því erindi, sem við höfðum að flytja. Við treystum þvi, að árangur verði mikill og góður af samtökum ykk- ar og birta og heiðríkja yfir hygðum ykkar eins og yfir trú Unnar djúpúðgu og kærleika Ólafs páa. Ásmundur Guðmundsson. KVENFÉLÖG. Skýrslur um 3 kvenfélög í ársritinu „Hlin“, 10. árg., 1935, lýsa merkilegu starfi að mannúðarmálum og fyrir kristni og kirkju. Gjafir til fátækra manna og bágstaddra hafa numið mörgum þús- undum króna, fallegt altarisklæði verið gefið Lögmannshliðar- kirkju, húslestrum haldið uppi á sunnudögum og hátiðum, tilraun gjörð með sunnudagaskóla fyrir börn, og kristniboð styrkt. Þessi þrjú félög eru á Eyrarbakka, í Glæsibæjarhreppi og á Hólmavík. Svipað starf mun fjöldi kvenfélaga vinna úin land alt, til mestu þjóðþrifa.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.