Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 32
Aðalfundur Prestafélags Islands. Kirkjuritið. 360 samstarf presta og safnaða, og telur nauðsynlegt að stefna að þvi framvegis, að innan hvers safnaðar myndist félagshundin samtök nm kristindóms- og kirkjnmál, með þeim hætti, sem við á i hverri sókn. 7. Með því að flestar nicnniugurþjóðir hafa um langt skeið lagt rækt við raddnám presta og annara ræðumanna, og með því að hin nýja Helgisiðabók þjóðkirkju vorrar gjörir nýjar og meiri kröfur í þvi efni, vill fundurinn leggja áherzlu á nauð- sgn þess, að prestar afli sér sem mestrar knnnáttu um söng og allan flutning orðs og helgisiða. 8. Svohljóðandi viðbótartillaga var borin fram af séra Sig- urgeiri Sigurðssyni, prófasti á ísafirði, og sainþykt í einu liljóði: Fundurinn skorar á þing og stjórn, að Dýrafjarðarþing i Vest- ur-ísafjarðarprófastsdæmi, sem feld voru niður 1907, verði end- urreist, og telur, að vel væri til fallið, að presturinn yrði jafn- framt kennari við héraðsskólann á Núpi. Útgáfumál og fjármál Presta- félagsins. Þau mál voru rædd og kosin 5 manna nefnd lil þess að semja og bera fram tillögur. Kosn- ingu hlutu: Séra Björn Magnússon, séra Björn Stefánsson, séra Jakob Einarsson, séra Benja- mín Kristjánsson og séra Ólafur Magnússon. Tillögur nefndar- innar voru bornar fram síðasta dag fundarins, og eftir nokkrar umræður voru þær samþyktar í þessu formi: 1. Prestafélagið greiðir skuldir „Kirkjublaðs" og felur féhirði sínuni að skrifa öllum útsölumönnum félagsins, prestum og öðrum, og skýra prestum greinilega frá fjárhag félagsins og þeirri nauðsyn, að skuldaskil séu gjörð, ef félagið á að geta starfað áfram í sömu stefnu og verið hefir. Þó skal andvirði óseldra útsölurita, sem ekki eru skyldurit og prestar endur- senda, dregið frá skuldarupphæðinni. Ennfremur að fara þess á leit við presta, að þeir gefi ríkisféhirði eða umboðsmanni sínum umboð til að greiða mánaðarlega af launum ýja skuldar sinnar og ársgjalda til félagsins. 2. Verð ,,Kirkjuritsins“ hækki upp í 5 krónur á ári. 3. Prestar gjöri sitt ýtrasta til að fá að minsta kosti einn út- sölumann fyrir Prestafélagið í hverri sókn, og séu sjálfir um- boðsmenn félagsins í prestakalli sínu, og gjöri gangskör að því, að staðið sé í skilum með áskriftargjöld til félagsins. 4. Prestafélagið skorar á presta að beita sér fyrir því, að Kirkjusaga Valdimars Snævars sé kend i skólum, þar sem þvi verði komið við. 5. Nefndin telur æskilegt, að reynt verði að fá auglýsingar í „Kirkjuritið“ sem viðast af landinu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.