Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 13

Kirkjuritið - 01.10.1935, Qupperneq 13
Kirkjnritið. „Leyfið börnunum að koma til mín“. 341 ustu? Ég liefi alloft komið inn í hús, meðan á messu liéfir staðið, og sjaldan tekið eftir öðru en að þar gengi ait sinn vana-gang. Stuhdum er verið að leggja á borðið, stundum er byrjað að borða, fólkið skrafar saman, kem- ur og fer, meðan útvarpið er ef til vill að flytja drottin- lega blessun af stóli Dómkirkjunnar eða Fríkirkjunnar i Reykjavik! — Hvaða áhrif og' afleiðingar hefir nú þetta fyrir barnssálirnar? Eitl bið mikilvægasta i upp- eldiriu er það að vekja lotningu í sálu barnsins fyrir þvi, sem heilagt er og háleitt. Það er víst um það, að álirif einnar helgiathafnar, sem snortið hefir lijarta barnsins á unga aldri, liin liljóða lotning fyrir guðshúsi og guðs- þjónustunni, hefir oft skilið eftir svo varanleg merki i sálu þess, að varað liafa fram á ellidaga. Það eru oft áhrif frá fyrstu æskudögum, sem gera kirkjuna beilagt liús og messuna heilaga athöfn í huga liins fullorðna nianns. En hvernig fer um þau ábrif, þegar barnið venst því frá fyrstil æsku að heyra guðsþjónustunni ekki gert Iiærra undir böfði á heimili sínu, heldur en hverju ei'nu misjöfnu, sem útvárpið hefir að bjóða? Ég hefi löngum óttast það, að útvarpið yrði einmitt lil þess að drepa niður lotníngu bins uppvaxandi æskulýðs fyrir helgi guðsþjónustunnar, af þvi hún er gerð svo hversdagsleg. Og bverra ér sökin? Ekki útvarpsins, heldur þeirra sem stjórna heimilisbragnúm. þeirra, sem gefa börnunum fórdæmið og fyrirmyndina. Hvernig á barnið að fá lotn- ingu fyrir þvi, seiri það sér, að fullorðna fólkið fer létt- úðlegá með? Eiris atriðis vil ég geta ennþá. Svo að segja allir for- eldrar senda börnin sín til fermingarundirbúnings, þeg- ar þau koinast á þann aldur. Oftast sækja börnin kirkj- una, meðan undirbúningstíminn stendur yfir. En oftast koma þau ein. Að afstaðinni fermingu ganga börnin til Guðs borðs í fyrsta skifti. Ekki helmingur foreldranna fylgir þeim þangað. Er nú von, að þau áhrif, sem barnið kann að verða fyrir á þessum timamótum æfinnar,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.