Kirkjuritið - 01.01.1938, Page 40

Kirkjuritið - 01.01.1938, Page 40
34 Árni SifíiircSsson: Janúar. Tveira dögum síðar voru honum veitl Selvogsþing, og var liann vígður af Pétri biskupi 22. ágúst 1880. Hinn 7. sejil. s. á. kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðríði Guðmundsdóttur jjresls Johnsens i Arnarbæli. Fluttu liin ungu prestsiijón þegar búferlum suður að Vogsós- um. Þjónaði séra Ólafur því prestakalli þar til er hann 15. marz 1884 fekk veitingu fvrir Holtaþingum hinum efri í Rangárvallasýslu. Þjónaði liann þar í 9 ár og bjó í Guttormshaga. Arið 1893, hinn 7. apríl, var bonum veitt Arnarbælisprestakall i Ölfusi. Hann féklc lausn frá prestsskap 9. ágúst 1902, samkvæmt eigin umsókn, treysti sér ekki til þeirra ferðalaga sem embættið útbeimti vegna sjúkleika í fótum, sem ágerðist með aldrinum. Flutti séra Ólafur þá til Reykjavíkur, og tók að sér rit- stjórn Fjallkonunnar eftir andlát Valdimars ritstjóra Ásmundssonar. Hafði hann það starf á hendi næstu tvö árin. Mátti þá mörgum, er þektu umbótahug og baráttu- vilja séra Ólafs á stjórnmálasviðinu, þykja það líklegt, að nú væri liann að fullu horfinn út á orustuvöll stjórn- málanna. En þetta fór á alt annan veg. Leið séra Ólafs lá brátt aftur inn í kirkjulegt starf, sem varð bæði ánægjulegt og áhrifamikið. Árið 1903 leitaði stjórn Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík á fund hans, og bað liann að taka að sér prestsþjónustu í söfnuðinum, þar sem stofnandi safnaðarins, séra Lárus Halldórsson, bafði látið af því starfi. Söfnuðurinn var þá enn fámennur, en skipaður áhugasömum mönnum, er væntu sér dugandi forstöðu og prestsþjónustu af séra Ólafi. Varð séra Ólafur við beiðni safnaðarstjórnarinnar, og hlaut konungsstaðfest- ingu sem fríkirkjuprestur í Revkjavík 18. des. 1903. Þjónaði bann því starfi til ágústloka 1922. Veitti þá söfnuðurinn bonum, samkvæmt umsókn, lausn með eftirlaunúm, því að söfnuðurinn hafði á þessu tímabili vaxið svo og störfin margfaldast, að séra Ólafur trevst- ist ekki, beilsu sinnar vegna, að þjóna þar lengur. Jafn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.