Kirkjuritið - 01.12.1942, Page 19

Kirkjuritið - 01.12.1942, Page 19
Kirkjuritið. 400 ára minning Guðbr. Hólab. 321 segja, að biskupsdæmið væri í innra skilningi að mikiu leyti kaþólskt, er Guðbrandur biskup kom á Hólastól. Siðbót Lúters liér á landi ruddi sér, ef til vill, i upphafi fremur braut af öðrum ástæðum en hinum trúarlegu, þar sem almenningur ‘átti í hlut. Menn voru þrevttir á binu þunga valdi kirkjunnar, þreyltir á ofríkisfullum klerkum og óttuðust, að kirkjan eða hinir kaþólsku bisk- unar seildust um of eftir eignum þeirra og fjármunum. Með siðbótinni vænti, án efa, margur maður i bessu landi, að siðbótin kæmi með meira öryggi og frelsi. — Þjóðin var á þessu skeiði að ýmsu levti illa setl í trúar- legum skilningi. Kirkjulífið lantað og í fjötrum. Presta- stéttin var fátæk og' dauf og, að vísu með ágætum undan- tekningum, fáfróð um flest, er laut að hinum nýja sið, og svo mátti raunar segja um allan þorra manna. En nú var foringinn kominn, nýr, glæsilegur og' djarfur foringi, eldheitur siðbótarmaður, hertygjaður áræði, glæsileik, lærdómi og gáfum, albúinn þess að leggja fram alla krafta sína. Ilann skildi J)að auðvitað strax, að iiið fyrsta verkefni hans var að gera eitthvað fyrir prestana, eftir að hann hafði tekið við embættinu. Hjálpa þeim áfram lil ytra og innra sjálfstæðis og þroska. Hann vissi, að verkefni lians í kirkjustjórninni mundu verða svo mörg og stór, að hann þvrfti mjög á því að halda, að presta- stéttin skildi þau og stæði með honum. Hann gerði sér lika ágætustu presta í Hólastifti að tryggða- og trúnað- arvinum: Séra Sigurð Jónsson á Grenjaðarstað, séra Gottskálk Jónsson í Glaumbæ, séra Björn Gíslason í Saurbæ, séra Erlend Pálsson að Breiðabólstað o fl. Ég nefndi séra Sigurð Jónsson á Grenjaðarstað. Hann hafði einnig verið alúðarvinur Ólafs biskups Hjaltasonar. An efa hefir þar verið sérstaklega drenglyndur og ágæt- ur maður. Hann var í raun og veru kjörinn Hólabiskup al' Norðlendingum eftir Ólaf biskup, en ekki Guð- brandur Þorláksson. En konungur vildi ekki sinna því kjöri, er í hlut átti svo náinn ættingi Jóns biskups Ara-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.