Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 28

Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 28
330 400 ára minning Guðbr. Hólab. Nóv.-Des. an — sem hann hafði lagt svo mikið verk i að þýða á íslenzka tungu og gefa út, bókin — „sem blessar og reisir þjóðir“, lá ávalt hjá sæng hans. Hann benti með hönd sinni á, Iivað bann óskaði að lesið skyldi fyrir sig. Oftlega neytti hann heilagrar kvöldmáltíðar sjúkdóms- dagana og Iiorfði öruggur til hinztu stundarinnar. Hann átti að einkunnarorðum þessi orð: Gaudeo triumphantis ecclesiae hæreditatis socialate infinita“: Ég hlakka lil eilifs samfélags með arfleifð hinnar sigri hrósandi kirkju. Það geisaði ógurlegt stormviðri um Hjaltadal og Hóla, í-þessu stormviðri féll Hóladómkirkja. Menn þorðu ekki að flytja hiskupi þessa fregn. En hann tók eftir því, að klukknahringing heyrðist elcki Líkaböng hljómaði ekki. Hann undraðist þetta — en heyrnarleysi hans var kent um. Enn varð nokkur hið. Hann dó 20. júlí 1027. Hann hafði emhættið á hendi til dánardags. Hafði hann þá verið biskup í 56 ár — lengur en nokkur maður liefir setið á biskupsstóli á íslandi. — Legsteininn hafði hann sjálfur látið gjöra og letraði á hann: „Expecto resurrectionen carnis et vitam æternam Guðbrandus Thorlacius Jesu Christi peccator“. „Ég vænti upprisu holdsins og eilífs lifs. Guðhrandur Þor- láksson syndari Jesú Krists.“ Hann var horfinn. En áhrifin af lífi hans og starfi lifðu. Timabil hins nýja siðar var að fullu Iiafið. í áhrif- unum' af starfi hans má greina bæði skugga og ljós, en þó miklu meira Ijós. Undir handarjaðri Guðhrands hiskups öðluðust ungir Islendingar nýjar hugsanir. Þar lærðu menn fegrun tungunnar og öðluðust trúar- þrek, nýja trúarútsýn og sáu líf og starf og persónu Jesú Krists i dýrðlegra Ijósi en áður. Skáldin tóku nýja stefnu og sungu fegur eftir hans dag. Vel má kenna áhrif Guðbrands biskups hjá Sigurði á Presthólum og frænda hans Hallgrimi Péturssyni.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.