Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 45

Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 45
Kirkjuritið. Jólanólt. 347 vekur hugsanir um furðulega hluti hjá mörgum. Á þeirri nóttu, segir gömul trú, skína stjörnur himins bjartar en ella; enda urðu þá þeir atburðir, sem hið gamla, heilaga jólaguðspjall skýrir frá. Þessi nótt bpinir hugum manna á æðri leiðir, og lætur þá renna grun í, að veröldin sé þrátt fyrir alt veettvangur hins dýrðlegasta máttar og fleira sé þar að gerast en hávær tíðindi o" i!l, er dag- lega berast um æðisgegna menn og vélar. Jólaguðspjallið, hinn helgi boðskapur þessarar nætur, er þann veg tjáður, að svo virðist sem börn og stórskáld njóti hans bezt. Vér, sem ekki erum gæddir náðargáfum skáldsins. skulum því taka við honum eins og börn. Enda mun svo til ætlast. En lif heims- ins í dag er þó ekkert barna gaman. Þrátt fyrir vísindi og tækni og öll þau lífsþægindi, sem það hefir á boðstólum virðist heimur þessi. sjaldan eða aldrei hafa verið jafn heillum horfinn og nú. Hversu dásamleg er þá ekki koma hinnar' helgu nætur. Andar- tak breiðir hún þó blæju friðar og hljóðleik.i ytir hrjáða jörð. í stjörnuskini hennar sjáum vér fjárhirðana á Betlehemsvöllum gæta hjarðar sinnar. Og þar sjáum vér engla koma og þar ljóm- ar dýrð drottins og herskarar himins syngja Guði lof og um frið á jörðu. Og þar hljómar hinn dularfulli boðskapur í fyrsta sinni, að frelsarinn sé fæddur. Og þegar vér höfum skundað með hirð- unum til að sjá, hvað orðið er, kemur það í ljós, að það er að- eins lítið mannsbarn bláfátækrar móður. er fæðst hefir. En þessi umkomulitli hvítvoðungur er Jesúbarnið, frelsari heimsins. „Hví- líkt djúp ríkdóms og speki og þekkingar Guðs. HVersu órann- sakandi dómar hans og órekjandi vegir hans“. Jólagjöfin einstæða og algilda er drottinn Kristur. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn. til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“. Þetta ar fagnaðarefni jólanæturinnar og þess heilaga hátíðisdags, sem fer í hönd. Þetta á líka að vera fagnaðarefni allra vorra æfidaga. Jól skyldum vér ávalt bera í hjarta. Allir kristnir menn halda jcl og hafa haldið í nærfelt 2000 ár. Hvernig getur þá staðið á því, að líf kristinna þjóðfélaga er enn undirorpið ósköpúm stríðs og blóðsúthellinga? Og hvernig stendur á því, að þegar ekkert stríð er, virðist stór hluti mannfólksins í heimi óþrjótandi orku og alls- nægta bókstaflega ekkert hafa þar að gera. Þá er ekki einu sinni hægt að nota hann til þess að verða vélunum að bráð. Það er í raun og veru hálf leiðinlegt að vera að spvrja þessara spurn- inga. Það virðist hafa borið heldur lítinn árangur hingað til. Ár eftir ár eru þær spurðar, og ár eftir ár er þeim svarað. Og hvað hefir meira áunnist? Það veit ég ekki. Kanske þetta sé bara einskonar leikur, jafnþýðingarlítill fyrir lífið, eins og jóla-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.