Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 34
88 ANDRÉSÁ BREKKU N. Kv. búnaðarfélags lireppsins frá stofnun þess í um það bil 30 ár. Hreppstjóri varð hann 1914 og hélt því starfi til vorsins 1956, er hann sagði því lausu, þá níræður áð aldri að kalla. Sýslunefndarmaður var hann frá 1915 til 1950, en þá gaf hann ekki kost á sér lengur í það starf. Hann var í hrepps- nefnd 1904—1915, í 11 ár, og var oddviti hreppsins allan þann tíma, en þá skoraðist liann undan endurkjöri jafnlangan tíma, en að honum liðnum hafði hann náð sextugs- aldri. Bréfhirðingarmaður var hann frá þvi að síra Guðmundur Guðmundsson fluttist frá Gufudal 1905 og símstöðvarstjóri síðan sími kom að Brekku 1927, hvort tveggja til dauðadags. Hann var mörg ár í sóknar- nefnd. Þá var hann í fasteignamatsnefnd 1918, 1928 og 1938. Þau Brekkuhjón eignuðust aðeins eitt barn, sem náði fullorðins aldri, soninn Hall- dór, sem var bráðefnilegt og glæsilegt ung- menni. Hann andaðist rétt eftir að hann var byrjaður á háskólanámi. Sló þá skugga á Brekkuheimilið, sem aldrei hvarf að fullu, meðan hjónin lifðu. Fjögur fósturbörn ólust upp á Brekku hjá Andrési og Guðrúnu. Arfleiddu hjónin fósturbörnin, og búa þau nú öll á Brekku: Gunnhildur Sigurðardóttir, Sigurjón Jóns- son, Vigdís Ólafsdóttir og Bogi Sigurjóns- son, sonur Vigdísar. Var gömlu hjónunum í ellinni mikill styrkur að hjálpsemi þessara trygglyndu fósturbama sinna, sem héldu uppi heimili þeirra síðustu árin og vildu á allan hátt verða fósturforeldrum sínum að sem mestu og beztu liði. Brekka er í þjóðbraut, og fáir ferðamenn fóru þar fram hjá, sem eitt sinn höfðu notið gestrisni húsráðendanna. Þar fékk ferða- maðurinn jafnan þær beztu móttökur, sem kostur var á í íslenzkri sveit, veittar af hrein- um mannkærleika og hjartahlýju, jafnt af báðum, húsbónda og húsfreyju. Þar bar að garði margan ferðlúinn mann á þeirra löngu búskapartíð, og ættu hjónin gesta von, mætti húsbóndinn þeim við hliðið með innilegu handabandi og leiddi þá til stofu, þar sem sama innileik var að mæta af hálfu konu hans. Það var eins og að koma í foreldra hend- ur að gista á Brekku. Brekka varð sjálfkjörin gististaður allra, sem til þekktu. Og vart verður það sagt með meiri rétti um aðra en þau Brekku- hjón, að þau hafi reist skála sinn um þjóð- braut þvera, til að geta veitt sérhverjum beina, sem um veginn fór. Sveitungum Andrésar þótti hann snemma vel til foringja fallinn, enda maðurinn hinn gjörvulegasti. Hann var meðalmaður á hæð og mjög þreklega vaxinn, fríður sýnum, festulegur í fasi og göfugmannlegur. Ramm- ur að afli, þegar hann var upp á sitt bezta, eins og hann átti kyn til. En hann var gæt- inn í framkomu, fremur hlédrægur en vand- virkur og vandur að virðingu sinni í hví- vetna. Öll opinber störf leysti hann af hendi af einstakri vandvirkni og gætti þess vel að vinna þau á réttum tíma. Grandvarleiki og trúmennska einkenndu hann í öllu starfi. Margir sóttu hann að ráðum, enda maður- inn greindur og velviljaður. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og hafði myndað sér holla lífsskoðun. Guðrún Halldórsdóttir var fremur smá- vaxin fríðleikskona, greind og guðhrædd og manni sínum verðugur lífsförunautur. Brekkuhjón skilja ekki eftir sig háar hall- ir, en líf þeirra og heimili var ein af máttar- stoðum göfugs þjóðfélags og það er mest um vert. Andrés andaðist 2. júní 1957 á nítugasta og fyrsta aldursári. Guðrún dó nokkrum ár- um fyrr. Þau hvíla í Gufudalskirkjugarði. Húsavík, 5. apríl 1960. Ætt Andrésar á Brekku í Gufudalssveit Ólafssonar. 1. 1. Ólafur Andrésson, bóndi á Gautshamri í Nessveit, kv. Helgu Guðmundsdóttur (2—1). 2. Andrés Guðmundsson, bóndi í Bæ í Reykhóla- sveit, kv. Sigþrúði Ólafsdóttur (3—2). 3. Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Gautshamri í Nessveit, kv. Ásnýju Andrésdóttur (5—3).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.