Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 40
94 BÖÐVAR BJARKAN N. Kv. eftir hentugleikum, og það að mestu án minnar vitundar. Og þegar ég þakkaði hon- um þennan mikla greiða, fór hann að tala Hús Bjarkanshjónanna. um sléttubönd. Það er þetta, sem mér finnst vera rúsínan í málinu: fyrst að finna áhyggj- ur manna ósagðar, og svo að hlaupa jafn rösklega undir baggann á þann hátt, að þiggjandinn verði varla var við það. Mikið mun ég hafa átt ógreitt af víxlin- um þegar Böðvar féll frá, því ekki greiddist úr fjárhag mínum til hlítar fyrr en um og upp úr 1940. Er mér því bæði Ijúft og skylt að geta þess, að frú Kristín'hélt áfram að ábyrgjast víxilinn á jafn vinsamlegan hátt og maður hennar, enda var margt sameigin- legt með þeim hjónum. Um Böðvar Bjarkan vil ég svo að lokum segja þetta: Hann var vissulega maður með heilsteypta skapgerð, maður, sem vert er um að tala. Og mér kemur hann jafnan í hug „þá er ég heyri góðs manns getið“. Foreldrar Böðvars Bjarkan voru Jón hreppstjóri á Sveinsstöðum í Vatnsdal Ólafsson og k. h. Þor- björg Kristmundsdóttir. FaSir Jóns hreppstjóra var Ólafur alþingismaSur á SveinsstöSum Jónsson próf. í Steinnesi í Þingi Péturssonar lögréttum. á Einars- stöðum í Reykjadal Sigurðssonar lögr.m. á Vargá á Svalbarðsströnd Tómassonar á Sílalæk í ASal- dal Flelgasonar Ólafssonar. Lengra kunna menn ekki að rekja karllegginn nú. Kona Tómasar á Síla- læk var Sigríður Jónsdóttir lögréttum. í GarSi í Aðaldal Sigurðssonar sýslumanns á Víðimýri Hrólfs- sonar lögréttum. í Hegranesþingi Bjarnasonar lög- réttumanns þar Skúlasonar. Iíona SigurSar lrm. á Vargá var Sigríður Þorláksdóttir á Grýtubakka í Höfðahverfi Benediktssonar klausturhaldara á Möðruvöllum í Hörgárdal Pálssonar sýslum. á Þing- eyrum Guðbrandssonar biskups Þorlákssonar. Kona Péturs lögréttum. á Einarsstöðum, móðir síra Jóns í Steinnesi, var Guðrún Jónsdóttir lögréttum. á Ein- arsstöðum í Reykjadal Jónssonar Ingjaldssonar bónda í Vogum við Mývatn Jónssonar. Móðir Guð- rúnar, kona Jóns lrm. á Einarsstöðum Jónssonar, var Ingibjörg Erlendsdóttir á Halldórsstöðum í Laxárdal Halldórssonar í Þórunnarseli í Keldu- hverfi Bjarnasonar prests í Garði í Kelduhverfi Gíslasonar. Móðir Ólafs á Sveinsstöðum, kona síra Jóns Pét- urssonar, var Elísabet, ein af hinum mörgu og kyn- sælu dætrum síra Björns í Bólstaðarhlíð Jónssonar. Síra Björn var sonur Jóns ráðsmanns í Bólstaðar- hlíð Árnasonar bónda s. st. Þorsteinssonar sýslum. s. st. Benediktssonar lögréttum. s. st. Björnssonar lögréttum. s. st. Magnússonar lögréttum. á Hofi á Höfðaströnd Björnssonar pr. á Melstað Jónssonar biskups Arasonar. Móðir síra Björns í Bólstaðarhlíð var fyrri kona Jóns Árnasonar, Margrét Jónsdóttir í Vík á Vatns- nesi Björnssonar pr. í Hvanimi í Laxárdal Þor- steinssonar. Móðir Margrétar, kona Jóns í Vík, var Guðrún Jónsdóttir „brúnklukku“, pr. á Tjörn á Vatnsnesi o. v„ Jónssonar lögréttumanns á Urðum í Svarfaðardal Illugasonar. Fyrri kona síra Björns í Bólstaðarhlíð, móðir Elísabetar, var Ingibjiirg Ólafsdóttir á Frostastöðum í Blönduhlíð Jónssonar á Framnesi s. st. Ólafssonar í Eyhildarholti s. st. Kárssonar á Ulfsstöðum s. st. Bergþórssonar lögrrn. i Hegranesþingi Sæmundssonar pr. í Glaumbæ Kárs- sonar. Móðir Ingibjargar, kona Ólafs á Frostastöð- um, var Kristín Björnsdóttir pr. á Hjaltastöðum Skúlasonar lögréttum. á Seylu í Skagafirði Ólafs- sonar djákna á Reynistað Bergþórssonar lögréttum. Sæmundssonar, sem fyrr getur. Móðir Kristínar, kona síra Björns Skúlasonar, var Halldóra Stefáns- dóttir á Silfrastöðum í Skagafirði Rafnssonar lög- réttum. í Bjarnastaðahlíð Jónssonar. Móðir Ólafs á Frostastöðum, kona Jóns á Framnesi, var Ingibjörg Jónsdóttir lögréttum. í Hegranesþingi Steingríms- sonar, föSursystir síra Jóns á Prestbakka Steingríms- sonar. Móðir Jóns á Framnesi, kona Ólafs í Ey- hildarholti, var Máll'ríður Þorsteinsdóttir Bjarna- sonar yngra lögréttum. í Hegxanesþingi Hrólfs- sonar. Móðir Jóris á Sveinsstöðum, kona Ólafs alþm. s. st„ var Oddný Ólafsdóttir hreppstjóra á Litlu- Giljá Björnssonar í Mjóadal Arasonar s. st. Björns- sonar, sem 1703 býr á Valabjörgum í Seyluhreppi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.