Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 52
106 SJÁLFSÆVISAGA N. Kv. hristi sitt tvílita höfuð oa: rölti svo í hægð- um sínum á eftir kúnurn. Ég skreiddist vol- andi á fætur, er ég sá að hættan var afstað in. Þá sá ég mér til mikillar hughreysting- ar, að mamma var á leiðinni til mín, og bar hratt yfir, hafði hún séð aðfarirnar og hlaupið af stað. Ég var ómeiddur og slapp með skelkinn. En einsamall þorði ég ekki að koma nálægt Úlfsstaðakúnum lengi eftir þetta. En væri ég í fylgd með Stefáni bróð- ur mínum að reka kýrnar, þá vandaði ég þeirri rauðu ekki kveðjurnar og setti mig ekki úr færi um að koma á hana högrsfi. Þá leit hún stundum á mig með mikilli fyrir- litningu, eins og hún vildi segja: Ég held mér sé sama, hver endinn á þér snýr upp og hver niður. Þetta, er nú skal frá sagt, gerðist'skömmu fyrir jól. Vetur hafði lagzt snemma að með frost og snjó. Þegar leið að jólum var orð- in vöntun á mörgu í Úlfsstaðakoti, einkum kaupstaðarvarningi. Svo var það nokkrum dögum fyrir jól að sæmilegt veður var um morguninn. Lagði pabbi þá af stað til Sauðárkróks. Gangandi var liann, bjóst ekki við meiri úttekt en því sem Iiann gæti borið. Norðan strekkingur var á, lítil ofanhríð, en renningur og þæf- ingsfæri. Veðrið helzt svipað til Þorláks- messu, 23. desember. Veður var með versta móti þann dag, norðan hríð með allmikilli fannkomu, en ekki talið óratandi með öllu, versnaði þó með kvöldinu. Mikill kvíði og þó einnig eftirvænting ríkti í kotinu, enda ekki kornmatarsáð til og því síður kaffi- baun á könnuna, eða sykurmoli. Leið svo fram undir háttatíma, og lengi var kviddið það að líða. En mikill og innilegur varð fögnuður okkar, þegar hurðin var knúin og pabbi birtist í dyrunum, trölli líkari en mennskum manni, allur fannbarinn, með heljarmikla byrði bæði í bak og fyrir. Hann var búinn að ganga utan frá Reynistað um daginn, nær 40 km. leið í versta færi og bögglarnir, sem hann kafaði með, reyndust 104 pund, eða 52 kíló, fyrir utan umbúðir. Pabbi var harðfrískur maður, en ekkert afarmenni til burðar, svo manni finnst þessi þrekraún vera með ólíkindum, en sönn er hún samt. Hún var hörð lífsbarátta fátæklinganna fyrir sjötíu árum og sleit mörgum út fyrir aldur fram og einn í þeim fjölmenna hópi var pabbi. Það var ódæma þrældómur sem sá maður lagði á sig, en hafði þó aldrei nema til hnífs og skeiðar handa sér og sín- um og stundum naumlega þó. Hann hafði hvorki lag né löngun til að græða á sam- skiptum sínum við samferðamennina, en um hitt hef ég grun, að ekki svo fáir hafi hagnazt á verkum hans. Síðasta árið sem foreldrar mínir bjuggu í Úlfsstaðakoti, voru þar til húsa hjá þeim öldruð hjón, þau hétu Hallgrímur og Vig- dís. Eitt barna þeirra var Jónas, er síðast bjó að Fremri-Kotum í Norðurárdal, faðir Olínu skáldkonu og þeirra kunnu systkina. Þau Hallgrímur og Vigdís höfðu þarna á sínum snærum yngsta barn sitt, stúlku er hét Hólmfríður, hún mun hafa verið á fermingaraldri, nresti myndarunglingur og þroskamikil eftir aldri. Mikla elsku lagði ég á Hólmfríði, og voru það mínar sælustu stundir ef ég gat eitthvað gert henni til þægðar. En sáran grun hafði ég um það, að henni fyndist ég vera bæði lítill og ljótur. Hólmfríður var liávaxin eftir aldri, svo ég varð að líta upp til hennar í fleira en einu tilliti. Snemma var farið að sýna mér stafina. Kennslubókin var Nýj.atestamenti, stór bók með stórum stöfum, prentuð í Oxford, að mig minnir. Það bagaði mig við lestur- inn, að ég var mjög linmæltur um þessar mundir, gat ekki nefnt suma stafi svo nokk- ur mynd væri á, t. d. varð s-ið að edd og k-ið að t í mínum munni, var ekki trútt um að mér væri strítt á þessum annmarka, og hermd eftir mér bögumælin. Hafði ég rnikla raun af. Séra Jakob Benediktsson var prestur á Miklabæ fyrri árin okkar í Úlfs- staðakoti eða til 1885. Hann kom í hús-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.