Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 48

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 48
102 FAÐIR MINN N. Kv. að á þá hefur blásið úr öllum áttum, en eng- inn eða fáir að þeim hlynnt.“ Ég hygg, að hér sé ofsögum sagt í Degin- um, að Eggert hefði nokkurn tíma getað orðið jafningi bróður síns, til þess hafði hann hvorki skáldaskap eða „geni“-gáfu í svipuðum mæli og bróðir hans Matthías. Matthías sá skáldsýnir undir eins í æsku og myndir allra kvikinda alstaðar og í öllu. Hann var ekki í öllu eins og hinir bræðurn- ir. Það var strax meira í lionum af flóni og vitringi. Hann var bæði hugleysingi og hetja, sem ekkert lét sér fyrir brjósti brenna, eins óg þegar bræður hans hinir eldri, Egg- ert og Magnús, ögruðu honum. Þeir stóðu þá allir uppi á baðstofuburst- inni og horfðu fram á hlaðið. „Hér stekkur enginn fram af. Hér þorir Matti ekki að stökkva. Fíflið Matti! Hann er svo huglaus!“ „Hvort sem ég drep mig eða drep mig ekki, svo skal ég fram af," svaraði sá litli og lét ekki sitja við orðin tóm. Hann skall nið- ur í grjótstéttina á hlaðinu, og lá nærri að hann stórslasaðist. Eða þegar Matthías var 17 ára og átti að vera búðarloka hjá frænda sínum, kaup- manni í Flatey. „Vigtaðu tvö pund af tvíbökum í sveita- manninn," sagði frændinn og lét tveggja punda lóð á aðra vogarskálina. En Matthías virtist ekki geta áttað sig á eða skilið jafnvægi vogarinnar, og tvíbökur voru óviðráðanleg vigtarvara. Gerði hann því ýmist að fylla skálina eða taka úr henni aftur, unz viðtakandinn, sveitamaðurinn sjálfur, kom honum til hjálpar og kenndi honurn á vogina. Mikið elskaði Matthías þennan sveitamann æ síðan. Þetta myndi vart hafa hent nokkurn hinna bræðranna. Þeir voru allir næmari en liann á allt það, er allir skildu. Eitthvað er til, sem örlög heitir, en víst vita þau fáir fyrir. Það er eins og Matthíasi hafi verið ætlað að verða það, sem hann varð, og annað ekki. Honum var frelsið í blóð borið og stálviljinn til að verða frjáls og finna sannleikann. Og maðurinn verður að vinna að þessu sjálfur. Matthías vissi þetta vel, er hann segir: „Þrælajörð þér veröldin verður, verk þín sjálfs nema geri þig frjálsan.“ Náttúran tekur gjald af öllum, sem hún gefur. Enginn maður öðlast neitt nerna á kostnað einhvers annars. Og þetta annað, sem maðurinn lætur í staðinn fyrir þetta hitt, sem hann fær, það er það, er manninn oftast vantar í augum heimsins. Það kostar ótrúlegt þrek að hefja sig upp úr meðalmennskunni og öðlast fullkomið frelsi andans til að sigra heiminn. Matthías var alltaf að vaxa og þroskast andlega til síð- asta dags, og svipað má segja um hans frænd- ur fleiri. Viljaþrek hans vissi ekki af ellinni. Hann hafði þann sið eftir að vera kominn yfir áttrætt, að fara upp úr rúminu hánótt- ina um hávetur og ofan í ískalda skrifstof- una, klæddi sig þá í tvo vetrarfrakka, hvern yfir annan, setti upp loðhúfu og sat svona fram á dag, önnum kafinn við að yrkja, þar til öðrum þóknaðist að rísa úr rekkju. Heils- an leyfði honum þetta ekki, langt í frá, og læknirinn ekki heldur. En maðurinn mátti til að yrkja ofurlítið meira. Og hann varð að vera einn og frjáls við að yrkja. Það er oft ekki tekið út með sældinni. Matthías var skáld fram í fingurgóma. Matthías segir í bréfi til frændkonu sinn- ar, frú Ásthildar Thorsteinsson, 16. nóv. 1915, en hann var þá að byrja níræðisald- urinn: „Ég var að vísu efni, en það, sem eftir mig liggur, er einungis sárvesælt brot, brot af þeirri guðs auðlegð, sem bjó og brosti við minni sál. . . Minn slóðaskap bætir engin eilífð. . . “ * # * Eggert Jochumsson var sannleiksbarn alla ævi. Nú getur menn greint á um sannleik og sannleiksbarn, hvað það sé raunverulega.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.