Sumargjöf - 01.01.1908, Page 35

Sumargjöf - 01.01.1908, Page 35
Sumargjöí. 31 Við glaðar líðum með grænum hlíðum þá grösin tindra við óttuskin og kyrðin rikir, en logum líkir sjást ljóma dropar á hverjum hlyn. Við hlæjum — og söngfuglar vakna við og vekja dali með skærum klið. • í rjóðrum hlýjunr und hvítum skýjum og himni dimmbláum hvílumst við og sveiga bindum í sunnanvindum, er svífa um skóginn, með draumanið og sefið iðgræna sveigja stilt, við sædjúp vötnin og anda milt. Við þekkjum eigi hve þyrnivegi er þungt að ganga og dylja harm, því barminn bjarta ei sorgin svarta með sverði snerti, né grátur hvarm.. Ei dauðinn fann okkar fögru bygð, sem friður sveipar og vættatrygð. En þá, sem striða og þrautir líða við þekka höfum og veitum fró; þau sár, er blæða er sælt að græða og svala hjörtum, er treginn sló.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.