Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 33

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 33
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33 „Sannarlega lögðu þessir menn sig í raunverulega lífshættu“ Árið 1928 fórst botnvörpungurinn , Jón forseti“ við Stafnes og töpuðust af honum 15 menn. Sigurbjörn Metúsalemsson á V-Stafnesi tók þátt í björgun þeirra sem af komust. Hann er nú níræður að aldri og rifjar hér upp skelfingarnóttina 27. febrúar fyrir 68 árum Af ótal sjóslysum hér við land eru jafnan nokkur sem aldrei virðist fyrnast yfir og þar á meðal er sá óttalegi atburður þegar botnvörpungurinn „Jón for- seti“ fórst við Stafnes 1928 og töpuð- ust af honum 15 menn. — Jón forseti kom til landsins þann 23. janúar 1907 og var það Thor Jensen sem for- göngu hafði um smíði hans og stofn- aði hann og félagar hans útgerðarfé- lagið „Alliance“ í kringum útgerð skipsins. Við komuna til landsins var „Jón forseti“ stærsta skip íslendinga, 251 lest að stærð, byggður í Englandi. Var mjög til smíði skipsins vandað og þrátt fyrir að brátt kæmu stærri og nýrri togarar til landsins reyndist „Jón forseti“ vel og reyndist happa- skip hið mesta, ekki síst í háskasöm- um siglingum á árum heimsstyrjald- arinnar fyrri. En eins og áður segir urðu endalok skipsins hörmuleg og missir þess og 15 manna varð ekki lítill hvati að stofnun SVFÍ, sem stofnað var þetta ár. En nátengd minningunni um endalok „Jóns forseta“ er hetjuleg framganga þeirra manna sem að björgun þeirra tíu sem af komust stóðu. Nú eru þeir fáir eftir sem þátt tóku í björgunarafrekinu fyrir 68 ár- um. Þó búa enn í Stafneshverfi og Sandgerði tveir aldraðir menn sem virkan þátt tóku í björguninni og eru það þeir Sigurbjörn Metúsalemsson frá Vestra-Stafnesi og Guðmundur Guðmundsson á Bala. Sjómanna- dagsblaðið fann Sigurbjörn að máli og bað hann að rifja upp þess löngu liðnu örlaganótt og daginn sem á eft- ir kom. Þótt Sigurbjörn sé nú orðinn níræður man hann gjörla atburði, eins og eftirfarandi frásögn hans sýn- ir. „Ég er fæddur á Litla Bæ í Stafnes- hverfi þann 3. maí 1906 og er því orðinn níræður,“ segir Sigurbjörn. „Foreldrar mínir voru Metúsalem Jónsson tómthúsmaður ættaður frá Fremri Hlíð í Vopnafirði og kona hans Anna Eiríksdóttir, en hún var fædd undir Eyjafjöllum. Faðir minn mun hafa flust suður í Stafneshverfi skömmu áður en ég fæddist, eða 1904, en ég var einkabarn foreldra minna. Pabbi var fæddur árið 1875 og lést á 83. aldursári, eða árið 1958. Á þeim tíma voru nokkur tómthús hér í Stafneshverfinu og var Litli Bær eitt þeirra. Meðal annarra tómthúsa má nefna Grund, sem þá var tvíbýli og Hólakot sem sömuleiðis var tví- býli. Annars var mest um bújarðir að ræða. Fátækt var miklil á heimilum tómthúsmanna í þá daga, en samt fullyrði ég að enginn hafi liðið skort. Yfirleitt var nóg um fiskmeti og menn voru duglegir við að veiða fugl í soðið og jafnan með byssuna nær- hendis. Faðir minn átti lítinn árabát á þeim tíma og munaði mikið um það. Pá reri hann löngum á áttæringi sem Daði Jónsson í Bala átti. En ekki var of mikið um mat og engu var fleygt. Ef ég ætti að lýsa daglegu mataræði á berskuárum mínum þá var borðað þrisvar á dag og fyrsti málsverðurinn var venju- lega vatnsgrautur á morgnana, því lítið var um mjólkina — nema þegar bændur sem höfðu kýr gáfu okkur mjólk, sem stundum gerðist. Þó var iðulega brauðmeti og kaffi með grautnum. I hádeginu var oftast fisk- Jón forseti" varfyrsti togarinn sem smíðaður varfyrir íslendinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.